Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1972, Blaðsíða 4

Muninn - 01.02.1972, Blaðsíða 4
Tita þáttur Töfratippis 2. kapítuli: - - TITI TÖFRATIPPI HITTIR GALDRA- KALL OG AÐRAR ÖVÆTTIR Er hér var komið sögu, skyldi Titi töfratippi og hippi ganga til uppfræðslu og skikk unar í sproki því, sem talið er að eitt sinn í grárri forn- eskju brúkað hafi verið á þessu útskeri og veraldarinn- ar hundsrassi. En sprok þetta er nú fyr iöngu dautt og for- tapað. Gekk Titi í salinn og eygði þá mannkerti naklcvart, er hímdi yfir púlti einu. Glúpn aði Titi allmjök við sýn þessa, því púltmennið var harð- neskjulegt og hvasseygt. Auk þessi vissi Titi upp á sig skömm stóra, þar sem hann var seinmættr, en hann gat eigi látið spyrjast að hann á réttum tíma lcæmi, því að þá var töfratippa- og hippaheið- ur hans í hættu staddr. Púltsyjandanum er svá lýst, at hann sé ioðinn um sviðin, vítt og breitt, úfinn allr, brúna þungr og i heild allillilegr. Er hann og heldr holdgrannr og svá langr, at nemur tveim tommustokkum tæpum frá jörðu, þá sjaldan er úr rétt- ist. Einnig er þess getið unr háttu manns þessa, at hann stundum klífi púltið af snilld mikilli, þar eð hann má eigi lengi kyrr silja. og tíðum gel- ur hann þaðan galdr svá illan, at þingheim' setur hljóðan. Var nú öllum durum aftur lokið ok hófst dagskrá. Hún var allmjök mónótón ok á þá leið, at þulurinn við púltið hreytti úr sér fræðum spaklig- um ok svá hratt at minnti á maskínukanónu, en þing- heimr hlýddi á, lúpulegr. Tita töfratippa varð orðfátt við að- farir þessar og horfði í gaupn- ir sér til að verjast orðflaumn um, er streymdi úr djúpum púltsins, þar eð fræðaþulur- inn hafði þar inn í skriðið til tilbreytingar. Varð Titi því all feginn, um frjálst höfuð að strjúka að lokinni tortúrsess- jón þessari. Næsta undirvísan skyldi fram fara í húsi því, er „hriktanda hjallr“ nefnist. Þá er Titi inn í stofuna trað, féllu dordinglar nakkvarir í vit honum, en við það varð Tita ljóst, að hér skyldi hann nema fornfræði nökkur. Þar tróndi á glámbegg Alli töfra- tippi. Laut hann að mönnum og raulaði feueralte vöggu- ljóð, svo að hrotur og önnur svefnhljóð viðkomandi disci- pulusa skullu harkalega á virðulegum veggjum hrikt- anda hjalls og brast í. Var Titi lítt ánægður með undirvísan þessa og fældist undan og áttaði sig eigi, unz hann hrataði inn í steinkassa nakkvarn. Kannaðist Titi við sig eftir þenkjan nokkra og sótti síðan enn frekar að kass anum, (hvað hann hefði aldrei gert áður, því hann var töfra- tippi og hippi) og hafði af að komast gegnunr 4 hurðir, var þá mjög af Tita drgeið og lagð ist hann niðr og hvíldist. Eigi hafði hann lengi hvílst, þá er hann hrökk upp við undirgang feikilegan. Ruddist þá lýðr ófagur inn í sal þann, er Titi hafði hvílst í. Sótti á eftir þeim þuss mjög grimmi- legr ok svá illa eygr, at hann mátti mennska drepa með augnaráðinu einu og þá fyrir engar sakir aðrar, heldr en talanda, ef honum bauð svá við að horfa. Frá Titi það að seggr þessi var nefndr „Kamb jón með snagann“ og óttuð- ust allir hann mjök. En nafn þetta er svo ti! komið, að upp úr hausi sér hafði þuss þessi hárlcamb geysilegan. Var sá í eðli sjálfstæðr mjök ok þótti að vonum allillt undir að búa. Hóf nú seggrinn upp kennslu og þóttist Titi aldrei í öðru eins lent hafa og var þó marg- reyndur í mannraunúm. Varð undirvísanin því máttkari er á timann leið ok undir lokin þaut Kambjón fram og aftur í krítarryki svá miklu, að að- cins sáust snaginn og hendur hans, sem héldu þá á hring- ferlum eður reglustikum. Með þeim tólum lamdi illvirkinn vegginn svá ógurliga, að lá við meiðingum, hrundu þá og af honum bölrúnir þær, er hann hafði á klínt. Hafði og þussinn þann sið, að hann andaði í sogum gegn- um tenn sínar ósundurteknar og varð af blástur ógurlegr, svá meyjar féllu i öngvit unn- vörpum. Kom þó svo, að lýðr- inn þoldi eigi lengur við og hringdi klukkum. Sturlaðist þá Kambjón gersamlega, því hann var hundheiðinn, og rann svo hratt sem klossar hans báru hann í greni sitt. 3. kapítuli: - - TITA VERÐUR ÖGLATT Þá er Hambjón hafði horf- ið af sjónarsviði vinstra auga Tita og hornhúð nefnds auga var að jafna sig, renndi Titi því hægra til duranna og sá þá mann einn rengulvaxinn með byrjandi skalla renna inn í stofuna og ýtti hann á und- an sér borði nokkru, á hverju lá skálartetur, sem 1 var stökk breytt fiskifluga í 0.1 M amín- ósýruupplausn. Hóf maður þessi upp raust sína og þótt- ust margir finna, að sú rödd væri mjög í ætt við rödd manns þess, er nefnist Herr Hjólbörukjálki. Þá er lærifaðir þessi hafði kveðið ýmsar mergjaðar galdraþulur yfir fiskiflugunni, sem að vísu var löngu dauð, fór hún að blása út, svo yfir tók allt borðið. Við þessa sýn ældu nemendur allt hvað af tók í þartilgerða poka, er þeini höfðu verið skenktir. Vatt nú lærifaðirinn, sem Höður Hænufótur nefndist, sér í að kryfja fluguna, sér til mikillar gleði ,en öðrum til enn frekari ógleði. Dró hann úr henni hvert genið á fætur öðru og raðaði þeirn á beklc og sullaði í. Við þetta rann á manninn berserksgangur. Reif hann og sleit úr flugunni flest það, sem laust var og hönd á festi, og svalg það. Þótti Tita nú keyra úr hófi fram, því hann var friðarsinni, og stökk hann á brautu. 4. kapítuli: - - AF FORDÆÐUM OG ÖÐRUM ÓSKAPNAÐI Þar kom þó, að látum Höðs linnti ok rann af honum móð- urinn og þar þá einnig mjök af lærdómslýðnum dregið. Leitaði Titi þá útgöngu, en var hún torveld, því í gögnum pestarbæli ok gaskammersi var að sækja. Leiddi af þess- urn hrakningum, að Titi villt- ist í steinkassanum. Hafði hann þá um orð, að í slíkum hýbýlum skyldu aðeins Mínó- tárusar lifa, enda öldungis fyr ir slíka sem völundarhús hannað. Þóttist Titi ekki fyrr í slík- ar villur hafa komizt, síðan hann fann eigi gagn sitt í raf- magnsleysinu hér um árið. Sá Titi þá á ráfi þúst nakkvara allókennilega, sem stækkaði ört þar úti í fjarskanum. Þótt- ist hann eftir umhugsun og þenkjan kenna þar hryllings- mengi það, sem af kunnugum „afdeiling x“ er nefnt. Var flokkur þessi mjög exklúsívur og komst engi í þann hóp nema væri að minnstum kosti hálftröll eður ófegri. Höfðust forynjur þessar lengstum við í afhýsi einu þar í kassanum og kómu mennskir þar aldrei nærri, enda sá staður sagður verri en sjálft víti. Færðist flokkurinn óðum nær ok bar hratt yfir. Bjóst Titi þá til sóknar því hann var hetja mikil og víðfrægr. svá sem áður er fram komið. Taldi hann sér það mundu til bleyðiskapar talið, ef hann Framhald á bls. 9. tfverjir eiga að semja prófin? Það standa yfir próf (þegar þetta er skrifað), og menn rembast eins og rjúpan við staurinn að hakka í sig náms- bækur þær, sem að þeim var rétt., Hakka og kyngja stað- reyndum af mikilli elju, og þaðeina mat, sem lagt er til grundvallar er: Verður spurt um þessar staðreyndir á prófi, eður ei? Ef útlit er fyrir, að um þær verði spurt, þá er ekkert ver- ið að hika, heldur aðeins tæta þær og rífa í sig viðstöðu- laust, hver sem betur getur. Því beztu stöðurnar í þjóðfé- laginu eru aðeins handa þeim, sem rnestan dugnað sýndu við að kyngja oní sig, mat- reiddum og stöðluðum stað- reyndum — sem um var spurt. Og það er sko aldrei spurt um það, sem ekkert gagn er í að vita og engu máli skiptir, svo sem eins og: Hvursu marg ar milljónir manna svelta í heiminum í dag? Og hvers vegna? Nei, þú færð bara þín ar gagnlegu staðreyndir að melta, og þig skiptir engu hverjir svelta, og þaðan af síður hvers vegna þeir svelta. Þvert á móti. Það er bölv- að, ef þú ferð nærri um það. Hreint grábölvað. Þess vegna er þér refsað fyrir að hugsa og eyða tíma í slíkan hégóma. Þú færð bara lægri einkunn- ir. Bæði vegna þess, að þú hefur þá minni tíma til að læra þínar námsbækur og auk þess, sem sumum kennurum er illa við slíkan hégóma — vafstur, og beita áhrifum sín- um gegnum einkunnagjöfina til að fá menn þannig til að snúa sér að sínum ,,skyldum“. Auðvitaðtaka menn þegj- andi við því, pem að þeim er rétt. Læra það vel og svara réttu á prófi. Hljóta háa eink unn. — Það er lóðið. Og þetta þykir allt sjálf- sagt. Þessari einu stöðluðu kennslubók og kennaranum er fengið mikið vald í hend- urnar. Ekki verður því á móti mælt. Hvað kennslubókinni við- víkur, þá er augljóst mál, að ekkert dugir að lesa aðrar bækur um sama efni. Það er aðeins spurt úr þessari einu, sem allir læra. Mikil hagræð- ing er fólgin í þessu, hvað varðar alla framkvæmd. Það er hagstætt að nota sama mót ið á alla. Setja alla í eins kassa og svo stúdentshúfuna ofan á — híf op — kassinn upp á færibandið — allir saman eins. Hagstætt er það, — víst er urn það. Kennarar hafa mikið vald um það á hvað nemendur leggja áherzlu, og hvaða af- stöðu þeir taka til málanna. Orð kennarans vilja stundum verða lögmál, því að um þau er spurt á prófum. Til að koma í veg fyrir þetta raunverulega ægivald kennara og bókar er a. m. k. tvennt til úrbóta. 1: Leggja niður próf algjör- lega. Þetta er tvímælalaust það heilbrigðasta og mannúð- legasta, en það kerfi, sem við lifum í, krefst samkeppni á öllum framleiðslustigum mannsins. Við lifum í auð- valds-þjóðskipulagi, þar sem vinnumarkaðurnin lýtur lög- málum framboðs og eftir- spurnar, og gróðasjónarmiðið er það mat, sem lagt er á alla hluti, — líka manninn. Því verða að vera próf, eilíf próf, a. m. k. meðan þetta þjóð- skipulag drottnar. 2: (Gengið út frá núverandi kerfi). Að ákveðinn fjöldi nemenda verði kosinn úr hópi próftaka, og semji þeir próf- in við umræðuformi. Þess væri gætt, að nemendur af öllum kunnáttustigum veljist í hópinn. Þessi hópur ásamt kennara færi svo sameiginlega yfir úrlausnir og semdi eink- unnir. Með þessu er ég ekki að lýsa frati á kennara sem slíka, heldur færi ég einungis fram tillögur um aulcið lýðræði. Meginniðurstaðan er þessi: Hætta að láta kennarana semja prófin. Taka heldur það vald, sem í því felst í okkar hendur. Auk þess legg ég til, að kennsla í félagsfræði, hag- fræði og sálfræði verði tekin upp hið bráðasta. Haukur Hallsson. 4

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.