Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1972, Blaðsíða 10

Muninn - 01.02.1972, Blaðsíða 10
- KERFIÐ OG VIÐ Því hefur stöku sinnum verið skotið að mönnum hér í blað- inu, að æskilegt væri að þeir skoðuðu veru sína hér í skólanum í samhengi við það þjóðfélag, sem við lifum í, nægta- og neyzlu- þjóðfélagið. Tilgangur með þessari áskorun er fyrst og frernst sá, að nemendur fljóti ekki sem stjórnlaus reköld um það haf blekkinga og fagurra fyrirheita, sem okkur er stefnt út á. - - MENNTUN, FYRIR HVERN? Fyrir svo sem 3 — 4 áratug- um voru það hálfgerðir sérvitr ingar, sem í menntaskóla fóru. Enda var engin áherzla lögð á bóklega menntun. Þjóðfélagið (kerfið) hafði aðeins þörf fyr- ir takmarkaðan hóp faglærðra manna. En síðan hefur upp- bygging kerfisins breytzt. Þar sem áður verkamenn með halca og skóflu sigtuðu út vegi framhjá verstu keldunum sitja nú sprenglærðir verkfræðing- ar og reikna út magn dýna- mits til að sprengja klöppina. Þannig er þetta orðið á svo til öllum sviðum þjóðfélagsins, eða eins og einhver Gylfinn sagði einhvern tíma: „Bókvit- ið verður í askana látið.“ Vegna þessarar kollvörpun ar bændaþjóðfélagsins urðu sérvitringarnir of fáir. Þá varð að reka einhvern veginn á eftir hinum. Og hvernig var það gert? Jú, með því að gera manninn með hakann og skófl una að nokkurs konar III. flokks manneskju. Gera starf hans lítilsvert bæði með til- liti til launa og álits. Enda er nú svo komið, að verkamenn verða þeir éinir. sem mögu- leikalaust er að troða upp í einhvern ,,æðri“ skóla. Þessi orð mín má ekki skilja svo, að ég sé á móti almennri menntun, síður en svo, hitt er svo annað mál, að það er sitt hvað að vera kunnáttusamt vinnumarkaðsstak og upp- lýstur einstaklingur (upplýst- ur hér notað í aldamótamerk- ingu). Það er einmitt þetta, sem vert er að leggja niður fyrir sér. Erum við hér sjálfra okkar vegna eða vegna ein- hverra annarra? Og í fram- haldi af því: Lærum við það, sem við sjálf viljum læra eða það, sem einhverjir aðrir vilja að við lærum? Seinni spurn- ingunni hygg ég, að flestir svari á þann hátt, að ýmis- legt sé ekki kennt, er þeir vildu læra, og á hinn bóginn, að ýmsu mætti að skaðlausu sleppa. Sem sagt, við erum ekki sjálfráð að því hvað við lærum (próf eru reyndar til þess ætluð, að við getum ekki tekið þetta í eigin hendur, eða hver þorir að fá 0.00 í þýzku?). Þeirri fyrri er ekki auðsvarað. Þar er ýmislegt til blekkingar, meðal annars goð sögn neyzluþióðfélagsins um menntun. Þ. e. betri menntun, meiri tekjur. Með þeirri rök- semdafærslu er reynt að sann færa okkur um, að þetta sé allt saman góðverk í okkar garð, svo að við getum haft það gott í ellinni. En óvart kviknar sú spurning, hver það sé, sem ræður mati á mennt- un og launum. Það kemur nefnilega í ljós, að laun fara eftir lögmálinu um framboð og eftirspurn. í nýtæknivæddu þjóðfélagi er auðvitað gífurleg eftirspurn eftir tæknimennt- uðu fólki, þannig að sam- kvæmt fyrrnefndu lögmáli er það eklci okkar vegna og menntunarinnar, sem launin eru há, heldur vegna þess, að menntunin gefur rekstraraðil um vinnumarkaðarins meiri arð. Einnig er það athugunar- vert, að öll menntun er ekki jafnhátt skrifuð. Nei, vinur- inn, ef þú ætlar að fá eyðslu- fé i ellinni, þá er þér betra að velja einhverja þá náms- leið er kemur þér í ábatavæn- legt starf. Þannig er okkur beint í vissar aðalbrautir til að uppfylla „þarfir atvinnu- veganna11 eins og það heitir á máli hagfræðinga, en er raun- verulega sérstakur kapítuli í heilaþvottasögu nútíma neyzlu þjóðfélags. Um laun hins, sem ekki gengur að skilmálum at- vinnulífsþarfanna, þarf varla að tala. Til þess þekkjast allt- of mörg dæmi um menn, sem hafa lokið háskólaprófi í ein- hverri grein, sem skilar ekki beinum hagnaði út í atvinnu- lífið og verða því að strita við kennslustörf eða þá eitt- hvað álíka, án þess að geta sinnt vísindagrein sinni nokk- uð. Ef mannauminginn neitar að láta kerfið mýla sig á þann hátt, er hungurvofan skriðin inn fyrir þröskuldinn með múlinn í hendinni. Viðvíkjandi grein, sem birt- ist í Vísi 27. jan. sl., um ó- læti á heimavist Akureyrar- skólans, vildi ég gera nokkr- ar athugasemdir við svör Steindórs Steindórssonar og Gunnars Steindórssonar í blað inu. Meistari segir: „Þetta er hreinn rógur — lygimál, sem ekkert mark er á takandi. Það skeði ekkert. Þeir lcomu þarna tveir 6. bekkingar, sem vildu fá næði. Munu víst hafa tek- ið eitthvað í dreng þarna, þar sem þeim gramdist, að hann vildi ekki hlýða. Þeir sátu víst eitthvað yfir honum, aðallega held ég til að hugga hann, því kjarkurinn var víst eng- inn, þegar á átti að herða.“ Þversagnirnar í þessum um mælum Steindórs eru það aug ljósar, að þær ættu ekki að fara fram hjá neinum. Fyrst segir liann, að þetta sé rógur og lygimál og ekkert hafi gerzt, en lýsir síðan atvikum í máli, sem hann segir aldrei hafa átt sér stað og segir með al annars að tveir 6. bekking- ar hafi sótt drenginn, en sann leikurinn er hins vegar sá, að það gerði sonur húsbónda einn. Einnig segir meistari: „Þeir sátu víst eitthvað yfir honum, aðallega held ég til að hugga hann.“ Af þessu má draga þá ályktun. að meistari hafi eklci verið málunum vel kunnugur, en hann fullyrðir samt, að greinin um málið, sem birtist í Litla-Muninn, sé lygi- Gunnar Steindórsson segir, að sumir skólapiltar hafi gerzt - - TILGANGSLAUS TILVERA Nú hafa verið gerð nokkur skil þeim kapítula, sem kerf- ið hefur lagt fyrir íslenzkt námsfólk. En áreitni krefst andsvars. Ef litið er yfir hóp- inn á virkum degi í byrjun viku, má greina sársaukafull- an leiða. Svipaðan og maður gæti ímyndað sér meðal lífs- tíðarfanga í Síberíu. Þessu fólki vantar einhverja fyll- ingu. Sú fylling er ánægjan yfir að læra, auka sér vísdóm. Eða hver kannast ekki við gleði barns, sem numið hefur ný lönd með því að líta heim- inn úr hálfs meters meiri hæð en áður? Þessi gleði fyrir- finnst alls ekki meðal mennta skólanema. Hvort sem hver einstaklingur gerir sér grein fyrir því eða ekki, þá finnum við, að við erum ekki hér sjálfra okkar vegna. Við erum uppivöðslusamir og sé lítt að markas krif þeirra í eigin blöð um ónæði á vistinni. En hann lætur ekkert frá sér fara um annað það, sem í grein- ekki að læra fyrir okkur sjálf. Þessi sannleikur þrúgar okk- ur. En á einhvern hátt verð- um við að skapa okkur gleði. Þið þörfnumst hennar. Ef ekki raunverulegrar, þá óraun verulegrar, tilbúinnar. Við hellum í okkur áfengi í þess- um tilgangi, og ekki bara við, allt þjóðfélagið virðist ein áma. Ekki er haldin sú skemmtun á landi hér, að ekki sé yfirfljótandi áfengi. Hér er eitthvað að bresta. Það er þýðingarlaust að kenna þessa drykkuhneigð til tízku- fyrirbæris. Það er þjóðarlík- aminn, sem er sársjúkur. og vill dylja sjálfan sig sjúkdómn um með áfengisvímu eða am- fetamínáti. Til lækningar þess um sjúkdómi — lífsþreytunn- ar — tilgangsleysis tilverunn- ar — dugar ekkert smá krukk — lyfjainntökurnar (áfengið) hafa þegar sýnt fram á til- gangsleysi slíks. Það sem þarf er heildar- uppgjör! Þórólfur Matthíasson. inni stendur. Stafar það ef til vill af því, að þeir sem skrif- uðu greinina í Litla-Muninn 20. jan., sögðu sannleikann? Jón Sigurður Þorsteinsson. Heimavistarmál Á Laugarvatni er rekin hemiavist í tengslum við menntaskólann þar, svipað og hér. Þó eru aðstæður þar e. t. v. öllu harðari en hér, þar eð nemendur neyðast til að dveljast á henni, geta ekki flúið „út í bæ“. Enda varð þeim ljóst fyrir alllöngu, að þeir gætu elcki búið við mið- aldasjónarmið um samgang kynjanna og annað því um líkt. Þess vegna ræddu full- trúar heimavistarbúa við Magnús Torfa menntamála- ráðherra varðandi það, hvort nokkuð mælti því á mót, að nemendur tækju að sér stjórn heimavistarinnar. Magnús sá engin rök á móti því og þess vegna hafa nú heimavistarbú- ar í ML stjórn heimilis síns í sínum höndum, út þetta skólaár til reynslu. Allir nem- endur fá lykla að útidyrum vistar sinnar og geta því farið út hvenær sem þeir vilja. Hins vegar er tilkynningarskylda einu sinni á dag. Þetta ætti að vera okkur nemendum í MA ábending um, hvert við eigum að snúa okkur í viðskiptum okkar við skólayfirvöld hér. Þ. M. VÉR MÓTIWÆHJM Þessi skrif eru til komin vegna greinar, er birtist í síðasta tölublaði L-M, þar sem veitzt er að húsbónda heimavistar vegna þess, að hann tók sér frí frá gæzlu- störfum eina nótt. Það verður að teljast furðulegt, að maður í þessu starfi skuli ekki mega um frjálst höfuð strjúka. Hvern ig getum við heimavistarbú- ar ætlast til þess, að hann sitji heima hvert einasta kvöld, sem vistin starfar? Eigum við ekki að geta sýnt þann manndóm og félags- þroska að geta skilið það, að það er bæði barnalegt og ó- samboðið mönnum, sem eru þó þetta gamlir, að geta ekki setið á strák sínum sé hús- bóndi ekki til staðar. Fyrr í vetur var farið fram á aukin útivistarleyfi, og fengust þau gegn vissum skilyrðum, sem öllum eru kunn. Nú bregður hins vegar svo við, að ákvæðin um frið á vist hafa hvað eftir annað verið þverbrotin. Slíkt gerðist einmitt þetta um- rædda kvöld, þá stunduðu Miðgarðsormar spretthlaup eftir ganginum og hurða- skelli í miklu óhófi. I sam- bandi við þetta hlýtur sú spurning að vakna, hvort þessir sömu ormar mundu haga sér svona á sínu eigin heimi, en það er Vistin ótví- rætt að þeirra eigin áliti. Verið getur, að staðgeng- ill Gunnars hafi af þessum sökum misst stjórn á skapi sínu, sem kannski er engin furða, en að nota slíkt til persónulegra árása á Gunn- ar er algerlega fráleitt. Hafa þeir menn, sem sömdu þessa grein, gert sér grein fyrir því, hvaða áhrif þetta getur haft, þegar slík- ur smáatburður er gerður að blaðamáli hjá einu stærsta dagblaði landsins? Þessi grein þeirra getur þannig orðið til að skaða mannorð Gunnars Steindórssonar. Við fordæmum slíkt harðlega og væntum þess, að slíkt end- urtaki sig ekki. Grétar Ingvarsson. Árni Steinsson. VISIR 27. janúar 1972 10

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.