Heimilisblaðið - 01.10.1923, Blaðsíða 3
MEÍ MÍLÍSBLAÐIÖ
Þegar hið meislaralega málverk Rafaels
nálara af Maríu mey er fallið i gleymsku,
Þá skal sá, sem gefur einum smælingja
svaladrykk, einungis af því að hann er læri-
sveinn Krists, alls eigi fara á mis við laun
sin.
^egar mennirnir eru orðnir þreyttir á að
Jdappa lof í lófa fyrir lislaverkum heims-
lns, þá mun hin örsmáa kærleiksbára, sem
þú hefir vakið með vingjarnlegu orði eða
liknarverki eigi brotna fyr en hún berst að
slrönd eilífðarinnar. Hvert ljóð, sem þú
líefir sungið í anda guðlegs kærleika, sér-
hvert huggunarorð, sem þú hefir talað til
sorgfullrar sálar í þeim kærleika, sérhver
astúðleg viðvörun, sem þú hefir talað í
hnia til æskumanns, sem genginn er á glap-
sllgu, sérhver bæn, sem beðin er í kærleika
iyrir vini eða óvini; sérhver þjáning, sem
horin er í kærleika, enda þótt henni valdi
overðskuldað hatur og ofsókn, geymist hjá
(,nði, en glejmiist ekki. Því að »sælir eru
Þeir, sem ofsóttir verða fyrir rétllætis sakir,
ljvi að þeirra er himnaríki! Verið glaðir og
Jagnið, þvi að laun yðar eru mikil í himn-
innm, (Matt. 5, 10-12).
^g þegar sú stund kemur, að þú getur eigi
lengur mælt kærleiksorð af vörum, né hjartað
)aerst í brjósti þínu af meðaurnkvun, og
'nnirnir syrgjandi segja: »Hann er dáinn«,
úá segir þó Drottinu: »Sælir eru dánir, þeir,
Sem i Drotni deyja — þeir skulu fá hvíld
ra erfiði sinu, því að verk þeirra fglgja
wm- (Opinb. Jóh. 14, 13).
Vertu trúr í kærleik Iíristi,
kærleiks hans þú feta braut;
hann þeim jafnvel hjálpa þyrsti,
hans er gerðu mesta þraut.
»Þú i elsku ef stöðugt stendur
styrkur Guðs þér æ er sendur«.
-x+t m»K-
Í23
qf 'weguFinn
»Jesús s.agði: »Eg er vegurinn, sannleik-
urinn og lífið, enginn kemur til föðurs-
ins, nema fyrir mig«. (Jóh. 14, 6).
Hér heyrum vér Jesú tala um að hann
sé »vegurinn. sannleikurinn og lífið«. Jesús
er hinn eini rétti vegur og vér eigum að
biðja hann um að leiða oss á þeim vegi,
því það eru svo margir vegirnir og margar
krossgöturnar i heimi þessum, sem oss er
svo hælt við að villast út á. Þessvegna þurl'-
um vér að fá leiðbeiningu, svo vér villumst
ekki út á hina vondu vegi, sem eru alt í
kring um oss. Og hvar fáum vér leiðbein-
ingu til að geta ratað hinn rétta veg? Hana
fáum vér í Guðs heilaga orði, sem er eins
og nokkurskonar áttaviti fyrir oss mennina
í ólgusjó lífsins. Þess vegna ælti enginn mað-
ur að leggja út i hina miklu ferð alt lífið,
án þess að hafa Jesú með sér og hans
blessaða orð, þvi það er huggun og kraftur
sérhverjum, sem les það með alhygli og
biður Guð um skilning á þvi, því það er
lampi fóta vorra og ljós á vegum vorum.
Vér eigum að halda oss við hans heilaga
orð, og þá mun það lýsa oss, svo vér vill-
umst eklci at hinum rélta vegi — sannleik-
ans vegi.
Jesús segir lika að hann sé sannleikur-
inn. Vér vitum að hann er sannleikurinn,
þvi til þess kom Jesús í heiminn, að hann
skyldi bera sannleikanum vitni og sérhver,
sem er sannleikans meginn eða vitnar um
sannleikann, sem er hið heilaga og blessaða
orð Drottins vors, hann mun heyra hans
raustu, þegar hann kallar oss hvern og
einn með nafni. Vér þurfum því að biðja
Guð að leiða oss í allan sannleika. En hve oft
gleymum vér ekki að biðja Guð að leiða
oss á hinum rétta vegi sannleikans. En ef
vér biðjum hann að hjálpa oss, þá bæn-
heyrir hann oss, þvi Jesús segir i sínu orði,
að hvers sem vér biðjum íöðurinn i sínu
nafni, það muni hann veita oss og því
megum vér trúa, því það er áreiðanlegl.