Heimilisblaðið - 01.10.1923, Qupperneq 6
12(5
HEIMILISBLAÐIÐ
anum. Heimspeki Aristótelesar fékk nú
hvert ólifissárið al' öðru. Galileo byrjaði og
þótti stórhöggur og var því hafður i strangri
gæ/lu siðustu ár æfi sinnar. — En það væri
nú saga að segja frá honum.
B. J.
Öldurnar dansa við eyjar,
Esjan er létt undir brún.
Haustlega heiðlóan kvakar,
heim er hún komin á lún.
Þegar liún þýtur í ílokkum
þétlum um bláloftin heið,
einhver svo dularfull útþrá
anda minn gripur um leið.
B. J.
Speki Drottins.
Ágústínus kirkjufaðir var einu sinni á gangi
á sjávarströndinni i djúpum hugsunum um
þrenninguna eða hinn þríeina Guð. Þá
kom hann auga á ofurlitinn drenghnokka,
sem var að hera sjó í skel og helti sjónum
i holu, sem liann hafði grafið í sandinn.
»Hvers vegna ertu að þessu, drengur
minn?« sagði hann við drenginn.
»Eg ætla að hella öllum sjónum í holuna
þá arna«, svaraði drengurinn.
Ágústinus var næstum farinn að segja:
»Æ, veslings einfeldningurinn«, en þá flaug
honum i hug:
»Þú heimskinqil Hvað ert þú að gera?
ímyndar þú þér, að þú getir skilið alla
leyndardóma hins eilifa og alvitra Drottins?«
Ágústinus hætti við að gera sér þrenn-
inguna skiljanlega, en í þess stað trúði
hann á föður, son og heilagan anda.
VERKSMIÐJUSTtMAN
EFTIR CHARLES GARVICE.
BJARNI JÓNSSON PÝDDl,
(Framh.)
Verkafólkið leit nú aftur hvað á annað,
og einhver útslitin og kengbogin kona taut-
aði: »Guð almáttugur!«
»Og munið svo loks eftir því«, sagði for-
maðurinn enn fremur, »að þið verðið að
láta, eins og það komi flatt á ykkur, að ein-
hver kemur. Þið eigið að setja upp furðu-
svip og vera forvitnisleg, þegar þeir koma
inn. Skiljið þið mig nú? Nei, aldrei hefi eg
séð eins vesaldarlegt og huglaust fólk, eins
og þið eruð!«
»Og þér hafið þó verið hérna i 25 ár,
herra Green«, sagði roskin kona og hló
kuldahlátur.
Nú leið að heimsókninni, og þessir fá-
ráðs-vesalingar, sem gramdist alt hið hlægi-
lega í þessum skrípaleik, lifnuðu þá að
vissu leyti við, þegar þeir heyrðu vagnana
koma. Formaðurinn rak höfuðið inn um
dyrnar og sagði hljóðlega: »t*arna koma
þeir!« Nú fóru hundruð saumavéla að þjóta
af kappi, blóðið hljóp fram í kinnar hinna
fölu kvenna og nokkrar ungar stúlkur fóru
að raula fyrir munni sér og skolruðu um
leið augum til dyra.
Meðan á þessu stóð, þá fór hátiðleg við-
taka fram á skrifstofu Cravenstones uppi í
salnum; skrifstofan var rúmgóð og öllu þar
vel fj'rir komið. Þar stóð nú hans hágöfgi,
Cravenstone lávarður, hinn voldugi verk-
smiðjueigandi og hinir tignu gestir um-
hverfis hann. Gegnt honum stóð nú yfir-
ráðsmaður verksmiðjunnar, hr. Brown;
leit hann með hálfgildings undrunarsvip
á hina skrautbúnu gesti, en hróðugur var
hann með sjálfum sér af*þvi, hve góður
leikari hann væri.
»Já, eg hefi boðið fáeinum vinum til