Heimilisblaðið - 01.10.1923, Side 7
HEIMILISBLAÐIÐ
127
min, til þess að sýna þeim verksmiðjuna,
hi'. Brown«, sagði Cravenslone lávarður
vingjarnlega. Andlitsdrættirnir voru elsku-
samlegir, en augun voru öndótt og lymsku-
leg. »Við komum alveg óvart að; oss lang-
ar sem sé til að sjá alt, eins og það er í
raun og veru. En af þvi að mér virtist, að
réttast væri að vér birtum ekki komu vora
fyrirfram, þá skal eg heldur eigi ómaka
vður«.
Ráðsmaðurinn hneigði sig, brosti og neri
saman höndunum, en Cravenstone lávarð-
ur sneri sér til gesta sinna og sagði um
leið einkar ismeygilegur:
»l5etta er hr. Brown, yfirráðsmaður minn
við verksmiðjuna; hann er búinn að vera
hjá mér nærfelt 30 ár; hann kom hingað
kornungur og hefir með dugnaði sinum
náð þessari stöðu; hann er mín hægri hönd«.
»Eg þakka yður mm’gfaldlega, Craven-
stone Iávarður«, sagði hr. Brown hæversku-
lega og lét i ljósi, að hann ætti ekki þetta
lirós skilið.
»Eg er sjálíur mjög upp með mér af
verksmiðjunni. Sérhver maður mundi vera
hróðugur af þvi að vera bundinn svo mik-
ilsháttar slofnun og Haliford-verksmiðjan
er, einkum ef það er ábyrgðarmikil staða,
sem hann gegnir. Má eg nú ekki, göfugu
frúr og herrar, sýna yður verksmiðjuna?«
Hann gekk nú á undan upp eftir stóra
steinþrepinu, sem lá inn í eina vinnustof-
una; þar voru allir að vinna í óðakappi,
svo að þeir tóku ekki eftir Cravenstone lá-
varði og hinum göfugu gestum hans, fyr
en eftir dálitla stund; en svo hljóðnaði
söngurinn og masið skyndilega, eins og
eftir þegjandi samkomulagi; formaður Green
lék nú sama leikinn og Brown, hann lit-
aðist um eins og hann væri hissa á kyrð-
inni, en alt í einu kom hann auga á, hvao
þessu olli, og gekk nú til móts við höfð-
ingja sinn og gesti hans. Heimsækjendur
gengu nú fram og aftur um vinnustofurnar
og litu íorvitnisaugum á alt þar inni — og
verkafólkið starði á þá, eins og tröll á
heiðrikju.
»Þvi er ágætilega fyrir komið, ágætlega!«
lautaði biskupinn, »en hvað hér er althreint
og loftræstingin góð. Það er aðdáanlegt«.
»Já, hér er sannlega alt, eins og það á
að vera«, sagði stjórnarráðsformaðurinn,
og kinkaði kolli til samþykkis. Hér eru þau
fyrirmæli haldin út i æsar, sem lúta að
verksmiðjurekstri«.
»En hvað þeir eru allir hreinlega til fara«,
sagði ein frúin við lafði Yivien, »og littu á,
’sumir þeirra eru bara laglegir«.
»Hvaða þvaður er það svo, sem alt af
stendur í blöðunum um þelta vesalings
verksmiðjufólk«, sagði einhver hinna há-
göfugu herra i ávitunarrómi við einn rit-
stjórann, en ritstjórinn brosti við dálitið
efablandinn.
»Já, en þér skuluð vita«, svaraði hann,
»að öllum verksmiðjum er heldur ekki
stjórnað eftir manngæzku-reglum vinar
vors, Cravenstones lávarðar«.
Eins og auðvitað er, þá var hér haldin
dálitill ræðustúfur. Hinn mikli verksmiðju-
eigandi hóf upp rödd sina og sagði með
smeðjulegu brosi:
»Það gleður mig að sjá ykkur, verka-
menn mínir. Þið vitið, að eg met ykkur
sem kæra vini mina. Eg vona, að ykkur
liði öllum vel. Ef þið eruð ánægðir með
vinnukjör ykkar, eða ef þið haflð um nokk-
uð að kvarta, þá þætti mér vænl um — já,
eg á við, þá megið þið láta það uppi nú,
og eg get fullvissað vkkur um, að eg tek
það til alvarlegrar ihugunar. Bér getið sagl,
eins og yður býr í brjósti hér frammi fyrir
vinum minum«.
Nú varð augnabliksþögn, en svo spralt
þar upp alt í einu gömul kona, sú hin
sama, sem nöldrað hafði við Green for-
mann. Hún rétti út hendurnar, einsoghún
ætlaði eitthvað að segja, en unga slúlkan
við hliðina á henni hnykti henni aftur nið-
ur i stólinn og siðan tautuðu allir einum
munni — en það kom ekki frá hjartanu:
»Við erum allir vel ánægðir. Okkur er
ánægja að vinna í Haliford. Við höfum um
ekkert að kvarta«,