Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1923, Qupperneq 8

Heimilisblaðið - 01.10.1923, Qupperneq 8
128 HEIMILISBLAÐIÐ »Það gleður mig að heyra«, mælti Crav- enstone og lélti fyrir brjósti. Hann hafði veitt því eftirtekt, að gamla konan hafði í hyggju að truíla þessa fögru draummynd. »Eg get sagt það eitt, að sæld og þraut verkafólks míns hefir ávalt legið mér á hjartav. Nú gaf hann þeim bendingu með hend- inni, að þeir skyldu ganga inn í stærri vinnustofu; þar voru karlmennirnir fyrir. I’eir voru ekki eins forvitnir og kvenfólkið, og það mátti sjá í gegnum virðingarblæj- una, sem þeir brugðu yfir sig, að gremja bjó undir. Þeir lita reiðulega, og meira að segja tryllingslega á gestina sínum veslings fjörlausu augum, sem orðin voru útslitin af þvi að einblina á þessi illa launuðu vinnubrögð sín árum saman, og meðal þeirra áttu sumir lult i fangi með að slynja ekki upp bölvun yfir verksmiðjueigandanum og hinum hágöfugu, glæstu vinum hans. Hér fór eins og í kvennastofunni, að Cravenstone hélt sama ræðustúfinn, en hann fann glögt, að óveður var í lofti og hrað- aði sér því út úr þessari deild og fór með gesti sina inn i aðra, þar sem ungar stúlk- ur voru fyrir að mestu levti. Hér var þeim betur tekið; hinar ungu verkakonur horfðu á tignu frúrnar í skrautklæðunum og hróp- uðu húrra! Eftir þetta færðist meira fjör i alla sýniriguna og Cravenstone fansl sér nú ekki verða að eins léttara um hjartað, heldur vera harðánægður. Óp, sem H'sa tilfinningum manna, grípa aðra því nær alt af. Húrrahrópin voru nú endurtekin i hinum deildunum, svo að seinasti þáttur sýningarinnar virtist vera fyrirboði þess á' angurs, sem eigandinn hafði hlakkað svo mjög til að verða mundi, svo að sá grunur dó út aftur, sein vaknað hatði hjá sumum heimsækjendunum og þar á meðal ritstjóranum út af framkomu hinna eldri manna í karlastofunni. Meðan all fór nú fram eftir dagskránni inni í þessari stóru verkamannahöll, þá hafði talsverður hópur safnast saman utan dyra. Það var auðséð, að skrautlegu vagnarnir höfðu vakið forvitni þeirra. Meðal áhorfendanna úti fyrir voru marg- ir úr hópi fáráða þeirra, sem þræluðu fyrir verksmiðjuna heima hjá sér; þeir horfðu titrandi af gremju, hungraðir og ræfilslegir á hina glæsilegu vagna. En er þeir fréttu, að verksmiðjueigandinn hefði boðið þang- að öllum þessum glæsimönnum, til þess að þeir skjddu dást að verki hans — þessari verksmiðju, sem hafði marið þá og krám- ið, þá urðu þeir óðir og æfir, og sumir þeirra mögluðu; en flestir voru áhorfend- urnir svo þrælbundnir, að þeir gerðu ekki annað en að gleðjast af að sjá þetta skraut- búna tignarlið, erstíga skyldi inn í vagnana. í þessum sömu svifum komu þær frú Leylon og Myrtle inn á verksmiðjuhlaðið. Það var sem frúnni væri skyndilega blás- ið í brjóst, að hún skyldi ganga þangað. Því að síðan hún fékk að vita, á hvaða degi Cravenstone lávarður ætlaði að heim- sækja verksmiðjuna, þá hafði hún engan frið fyrir átqlum samvizkunnar. Maðurinn, sem nú átti að koma í allri viðhöfn og skrauli með fríðu föruneyti landsins tign- ustu manna, var faðir M}rrtle. Og Myrtle var orðin verkastúlka í Halifords-verksmiðju og fékk ekki nema einn pening í kaup um daginn. Var það nú ekki skylda hennar, móðurinnar, að opna augu dóttur sinnar fyrir því, hvað fyrir henni kynni að geta legið. Það var eins og hin ósýnilega hönd for- sjónarinnar leiddi frú Leylon, er hún fylgdi Myrtle á leið til Halifords, titrandi af geðs- hræringu. Þegar hún sá allan mannfjöld- ann, þá lá við að hún félli i öngvit og hún fann það greinilega á sér, að sér mundi verða of þungt að sjá þann mann aftur, sem eyðilagt hafði lif hennar og rekið hana og barnið hennar út í miskunarlausa veröldina. Það var rétt að þvi lcomið, að hún sneri við, en Myrtle aftraði þvi og sagði af hreinni kvenlegri forvitni: »ó, sjáðu alla þessa vagna, mamma. Þú mátt

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.