Heimilisblaðið - 01.10.1923, Qupperneq 10
130
HEIMILISBLAÐÍÐ
síðast brunaði fram vagn verksmiðjueig-
andans. Það var spánýr vagn með skjald-
armerkinu hans og greifakórónu á vagn-
dyrunum. Ökumaður og þjónn voru i
ílunkurnýjum einkennisbúningi. Fólkið
hnipti hvað i annað til að komast nær og
sjá, • en þegar minst vonum varði, kom
heldur en ekki hreyflng á mannþyrpinguna
næst Cravenstone. Gamall maður meðflaks-
andi hár eins og spratt þar upp úr jörð-
inni og greip fyrir kverkar Cravenstone og
varpaði honum niður í steinhlaðið. — Árás
þessi gerðist svo skyndilega og með öllu
afli óðs manns og nærstaddir heyrðu dynk-
inn, þegar höfuð Cravenstones skall i stein-
hlaðið. Nú varð augnablikskyrð, en síðan
lét fólkið eins og það væri örvita; það
æpti og skrækti og ruddist fram og var
nærri húið að troða Cravenstone undir fót-
um, þar sem hann lá endilangur á stein-
hlaðinu. Lögreglumaður einn ruddist fram
og fékk þokað fólkinu frá; tók svo hann
og þjónninn Cravenstone upp. Ekki var
hann meðvitundarlaus, en hið mesta rugl
var á honum. Blóðið streymdi úr höfði
honum og fyrir blóðrákum vottaði út úr
munnvikjunum.
þegar þeir ætluðu að leggja hann inn í
vagninn, þá bandaði hann með hendinnj
eins og hann vildi eítthvað segja; augun
hvöriluðu, eins og hann væri að leita að
einhverjum með þeim og hrátt kom hann
auga á konu sína. Hann bærði varirnar,
en talað gat hann ekki; svo lyfti hann
hendinni, eins og hann væri að benda henni
til sin. Hún skildi bendinguna og augna-
ráðið og varir hennar svöruðu játandi;
hún greip i handlegginn á Myrtle og þok-
aði sér fram að vagninum gegnum þyrp-
inguna. En þegar hún var komin þangað,
var Cravenstone búinn að missa meðvit-
undina og honum var lyft inn í vagninn
og ók hann þegar burtu.
Þjónninn og lögreglumaðurinn llutlu nú
lávarðinn rænulausan heim í hús sitt aftur,
lnisið, þar sem alt var til veizlu búið. —
Gestirnir sáu nú skelfdir og undrandi, að
hann var borinn inn i forsalinn og inn i
herbergi silt. Læknirinn kom, sem til var
kallaður, og allir biðu þess hljóðir, hver
endir á þessu yrði. En svo leið nokkur
stund, áður en hægt væri nokkurn úrskurð
að gefa; læknirinn lét uppi, að hann gæti
ekki sagt með neinni vissu, hvernig (irav-
enstone liði; hann væri bersýnlega mjög
sjúkur og ekki væri hægt að segja neitt á-
kveðið um líðan hans, fyr en frægi lækn-
irinn kæmi, sem sent hafði verið eftir.
Gestirnir, sem þessi veslingsmaður hafði
boðið til sín, til þess að vera vottar að sig-
urhrósi hans, fóru nú að tínast burl og
brátt varð alkyrð í höllinni hans. Öllum
gluggatjöldum var hleypt niður, þar sem
Cravenstone lá meðvitundarlaus. Hann var
orðinn mjög breyttur og einhver undarleg-
ur öskugrár blær á andlitinu; varirnarvoru
hvítar og við og við draup blóð úl úr
munni hans.
Læknirinn frægi var nú kominn og tal-
aði við lagsbróður sinn í hljóði um ástand
lávarðarins. Hjúkrunarkonan var lcölluð
þangað, en engin breyting varð á ástandi
lávarðarins.
Tímar liðu, og er leið að kvöldi, fékk
hann rænu aftur. Læknarnir voru sem á
glóðum og hugsjúkir og gengu til hans og
heyrðu hann hvísla einu orði: »Lilian!« —
Þeir litu forviða hver á annan. Hver gat
það verið, sem hann langaði til að finna?
Auðvitað vissu einhverjir af kunningjum
hans, að hann hafði átt konu, en þeir hugðu,
að hún væii dáin. Flestir litu svo á, sem
hann væri ókvæntur maður. Hann var ný-
orðinn rænulaus aftur, þegar ráðskonan,
frú Sewell, gekk inn í herbergið og sagði
læknunum, að kona væri úti fyrir, sem
langaði til að hitta Cravenstone Iávarð og
sagði, að hann hefði gert boð eftir sér.
Læknarnir töluðust lítið eittvið, en leyfðu
siðan, að heimsækjandi mætti ganga inn.
Hún stóð við í dyrunum augnablik og
þrýsti hönd að hjarta sér, en læknarnir og
hjúkrunarkonan litu til hennar alvarlega
og forvitnislega.