Heimilisblaðið - 01.10.1923, Side 11
HEIMILISBLAÐIÐ
Að lokum varð henni að, orði:
»Eg er konan hans«.
Þeir gáfu henni rúm steinþegjandi og
undrandi; hún gekk að rúminu, og um leið
og hún kraup á kné, lagði hún stóru hönd-
ina hans i hönd sína og hvíslaði svo lágt
að varla heyrðist:
»Það er eg, Jósef!«
Svo hljótt sem hún hvíslaði, þá hafði
hann þó heyrt það, þvi að samstundis opn-
aði hann augun, og um leið og hann festi
augu á henni, og sá þó ekkert, eftir svipn-
um að dæma, þá hvíslaði hann undurlágt:
»LiIian!«
XIX.
Brian var ekki búinn að dvelja eina
slund í Liége, er hann var orðinn þess vis,
að verkfall, framkvæmt með hug og drjúg-
um skerl' af ilsku, æsir talsvert meira, svo
að maður segi ekki, að það sé háskalegra,
en öl og keilusláttur.
Belgíumenn eru friðsamir og löghl\Tðnir
að öllum jafnaði, duglegir verkamenn og
lagnir að græða fé; en þeir eru kynblend-
ingar, og þó að þeir séu venjulega jafngóð-
látlegir og Hollendingarnir, bræðraþjóðin,
þá gela þeir þó við og orðið fullkvikir og
bráðir, og kipt að þvi leyti í kyn til Frakka.
Verksmiðjur voru stofnaðar i Belgíu ár
frá ári, verzlunin óx og þeir unnu frægan
sigur í samkepninni við eldri markaði. En
nú varð beiður himininn þrunginn skýja-
klökkum verkmannauppreistarinnar, og þeg-
ar Brian kom þangað, var að bresta í byl-
inn.
Göturnar voru fullar af verkamönnum,
en verksmiðjueigendurnir vildu ekki undan
láta; réðust því verkamenn á þá í ræðum
og blöðum og meira en það — þeir réð-
ust að þeim áþreifanlega. Þeir lömdu þá
grjóti, útheltu blóði og herlið varð að kalla
til hjálpar. Yflr bænum hvíldi eins og sorti
ótta og ömurlegra hugboða. Konur og börn
hypjuðu sig af götunum, því að verka-
menn voru þar á ferðinni í hópum, með-
an hinir svæsnustu voru að átta sig á mál-
131
inu, Stundum þjTrptist heill múgur saman
og mátti þá vel búast við, að þeir réðust
á einn eða annan, sem þeim væri í nöp
við eða kveiktu í einhverri verksmiðjunni
eða skrifstofu einhvers dagblaðsins. All til
þessa höfðu þeim verið sýndar óhlaðnar
bj^ssur, og uppreistarmenn gerðusl djarlari,
því að þeir treystu því, að yfirvöldin mundu
eigi beita alt of mikilli harðneskju við þá.
Og er vinnuveitendur gerðu þeim kost á að
semja, þá höfnuðu þeir þeim kostum með
fyrirlitningu, en kröfðust þess í staðinn,
að vinnuveitendur gengju Skilmálalaust að
kröfum þeirra. Eins og auðvitað er, þá not-
uðu margir óeiróirnar sér til hagsbóta, því
að þess háttar menn eru hvarvetna, og
hagnýttu sér verkfallið til þess að ná sínu
marki. Allir gengu sem á glóðum og Bri-
an kom einmitt í þeim svifunum, er alt
var að komast í uppnám.
Hann gekk þegar að sínu starfi, útbúinn
með blýant og ferðabók til íritunar; hon-
um var meðal annars gefin leikni í að
hraðrita, hvað helzt sem hann sá, þar sem
hann var þá og þá staddur. Hann gekk
þegar inn í mannþröngina til þess að afia
sér efnis í snjallar blaðagreinar, þvi hann
var þegar orðinn frægur fyrir þær. Þetla
gerði hann auðvitað, til þess að gela með
með sjálfs síns augum séð alla þá neyð
og volæði, sem verkfallið hafði í för með
sér; en svo var hann sokkinn niður i þetta,
að hann gleymdi öllum ósköpunum, sem
á gengu. Hann átti aðgang að herbúðum
beggja flokkanna; hann átti viðtal við vinnu-
veitendur og hlustaði á málið af þeirra
hálfu, og verkamenn voru líka góðir við-
tekna og var mikill hugur að skýra fyrir
honum málið frá sjónarmiði þeirra. Frá
sjónarmiði hans sjálfs leit svo út, eins og
venjulegt er, að hjá hvorltveggja væri polt-
ur brotinn. Og þegar hið sama kvöld og
hann kom þangað, dirfðist hann að leggja
fram uppástungur til sátta og samkomulags,
er báðum aðiljum mátti að haldi koma;
en málið var enn komið svo skamt á veg,
að það datt niður. Þvi er eins varið
/