Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1923, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.10.1923, Blaðsíða 14
HEIMILISBLAÐIÍ) 134 komnir inn i húsið; eg geng í lið með yður«. Herforinginn vildi samt ekki trúa og skipaði að setja hann í fylkinguna; lenti hann þar milli tveggja hermanna. Þeim var slcipað að ganga hralt og þeir komu brátt auga á hersinguna. Brian heyrði herfor- ingjann segja við undirforingjana: »Hér er alvarlegt í efni; höfum vérbyss- ur, sem bíta á?« Þeir svöruðu þvi játandi og hægðu á sár; og Brian gat heyrt á hatursfullu ópi verkfallsmanna, að þeir höfðu séð til ferða hermannanna. Brian gekk nú fram, tók ofan og mælti til foringjans: »Þér megið eigi ráðast á þá þegaristað! Heynið þér heldur að koma viti fyrir þál I’eir eru hálfvitlausir af áfengi og margir í þeirra hóp eru ekkert við verkfallið riðnir«. »Gerið svo vel að ganga aftur fyrir«, sagði herforinginn snúðugt. Brian hlýddi skipaninni hnugginn. Til orustii hafði komið áður milli hersins og verkfallsmanna; höfðu hermennirnir þá eigi beitt byssunum lil fullnustu, en verkfalls- menn lamið með grjóti og jafnvel flösku- brolum. Það var auðfUndið á öllu, að her- mennirnir höfðu ekki lund á, að láta ráð- ast á sig aftur svo að þeir verðu sig ekki. Ilerforinginn reið spölkorn fram og hélt hendinni á lofti; hann skipaði verkfalls- mönnum stuttlega og alvarlega að hörfa burtu, en þeir svöruðu með því að þeyta grjöti og flöskum, svo að dundi í loftinu og margir hermannartna urðu fyrir; Brian sá marga falla og voru þeir bornir burt. Herforinginn talaði nú aftur til verka- mannanna, en hann heyrði varla til sín fyrir ópi hinna, og loks var skipað fyrir á þessa leið: »Upp með bvssurnar, hleypið af!« Þegar rofaði í reykinn af byssuskotunum, sá Brian fjölda af þessum veslings voluðu verklallsmönnum hníga til jarðar, eins og þegar gras fellur í múga. Nú varð hræðileg orrahrið. Verkfalls- meivu voru lika jvopnum búnir og brátt ómaði loftið af ópum særðra manna og æðishrópi upphlaupsmannanna. Herforing- inn ællaði að skipa fyrir að nýju, en þá sá Brian að hann bar hönd að enni, riðaði i söðl- inum og féll af baki. Brian hljóp til og losaði hann við heslinn. Hermennirnir létu enn eina skothríð dynja; en múgurínn var nú orðinn svo samanpressaður, að horfur voru á að til návigis kæmi með byssu- stingjum; en í þeim svifum bár herdeild þar að af einni hliðargötunni og þá vissi Brian, hver leikslokin mundu verða. Brian fékk nú hinn særða herforingja hermönnunum í hendur og reyndi svo að koma sér út úr þrönginni, til þess að hann gæti séð úrslit bardagans nokkuð álengdar. Hann var nærri því kominn alveg út á götuna, en þá fann hann alt í einu lil sársauka og stings í fætinum, og sér lil hinnar mestu furðu gat hann alt i einu ekki staðið í fótinn; hann riðaði og datl; hann hafði aldrei særst fyr á æfi sinni. — Honum tókst samt að draga sig upp að múrnum og studdist upp við hann og sá svo hermennina smámsaman hrekja upp- reistarmennina á braut. Enn mátti hej’ia stundarkorn hróp og óp flýjandi mannmergðarinnar; en það leið samt á löngu, áður en gatan var orðin ná- lega auð og tóm og alt kyrt og hljótt. — Brian varð ekki um sel, og tók nú að velta fyrir sér, hvernig hann gæti komist heim; en þá bar þar að lögregluþjón. Þegar hann sá, að Brian var með lítsmarki, þá náði hann í vagn, og er þeir komu heim, stóð konan angistarfull í dyrunum og beið eftir honum. Brian borgaði þjóninum ríílega ó- makið og fór þegar að hátta. Konan var mjög hrædd um hann og sendi þegar eftir lækni, og er hann var búinn að binda um fótinn, þá sagði hann, að ’sárið væri ekki hættulegt, en Brian yrði þó að liggja nokkr- ar vikur í rúminu, til þess að hann yrði reglulega heill. Brian gramdist nú, að hann gat ekki farið út og séð, hver leikslokin hefðu orð- ið með bardagann; en hann huggaði sig

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.