Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1923, Side 16

Heimilisblaðið - 01.10.1923, Side 16
136 HEIMILISBLAÐIÐ losm við liana, ef nokkur leið væri nð því. En bæði málfærslumenn og lögregla voru þegar teknir til að grafa upp, hvar hann væri niður kominn og fyr eða siðar hlutu þeir að hafa upp á honum, og þá yrði hann að gefa sig fram og taka við stöðu sinni og skipa sæti sitt sem erfingi nafnbótar- innar. Hann velti nú fyrir sér á alla vegu, hvað hann ætli að gera, en komst ekki að neinni niðurstöðu, og er læknirinn kom til hans daginn eftir, þá lá hann með háum hita út af þessu óvænta aðkasti, og gat hvorki hugsað né breytl með fullri dóm- greind. Á þriðja degi var hitinn þó að mestu horfinn, og Brian var lejrft að lesa bréf sín og blöð. Bréf var þar komið frá ritstjóra »Dagsímans«, þar sem hann barmaði sér sáran yfir því slysi, sem Brian hafði hent; ekki taldi hann nauðsynlegt að senda ann- an fréttaritara, en samtimis sendi hann honum tékkávísun. Brian fór nú að rekja sundur blöðin og las nú um útför Craven- stones og í einu blaðinu stóð, að hann hefði ánafnað allan auð sinn ekkju sinni, sem nú hefði á hendi fjárhald eínkadóttur þeirra, Constance Haliford. Þessi fregn kom Brian heldur á óvart. Hann las greinina aftur og aftur. Hann hafði ekki minsta hugboð um, að lávarð- urinn hefði verið kvæntur maður og hon- um fanst það vera sem heil skáldsaga þetta um þessa móður og dóttir, sem þarna komu alt í einu upp úr kafinu. Brian erfði þá eftir þessu nafnbótina, en hvorki lönd né lausa aura. En nú vissi hann, að það var ógerningur að bera aðalsmannsnafn, en hafa engin efni á að lifa eins og aðals- manni sæmir, og nú þráði hann meira en nokkru sinni áður að sleppa úr þessum kröggum með svo mikilli leynd sem unt væri. (Frh,). Kvöldbænir. Svo heitir skrautprentað blað, sem l>óka- verzlunin Emaus hefir gefið út. Á blaðið er prentað í þremur litum: »Faðir vor« og »Blessunarorðin«, }Tms falleg kyöldvers úr Passíusálmunum og víðar að, mynd af lítilli stúlku, sem heldur að sér hönd- um og er að lesa kvöldbænirnar sínar. — Nokkrum útsölumönnum Heimilisblaðsins hefir verið sent þetta blað til útsölu og hefir það selst vel. Þegar það er sett i laglegan ramma, þá er að þvi bin mesta prýði í svefnherbergi og það minnir bæði unga og gamla á, að fela sig Drotni í bæn áður en menn sofna. »Kvöldbænir« kosta 1 krónu. Þeir, sem vilja selja þær eða kaupa skrifi til Bóka- pappirs- og myndaverzl. Emaus, Rvik. Kvittanir. Agúslmánuður 1923. S. B. Keflavík ’23 kr. 105; G. P. i Holti ’23 kr. 44; H. H. Syðri-Rauðalæk ’23 kr. 25; Sr. P. Á, Prests- bakka ’23 kr. 5; P. G. Gilsárstekk ’22 kr. 15; V. G. Kjörseyri ’23 kr. 5; E. L. Strönd ’23 kr. 5; Kr. B, Einholti ’23 kr. 15; J. L. B. Lundarbrekku ’23 kr. 5; G. J. Dúfþekju ’23 kr. 5; G. S. Reynivöllum ’23 kr. 5; B. S. Víðirhóli ’23 kr. 5; J. B. Dynjanda ’23 kr. 5; G. P. á Vindbelgi ’23 kr. 5: R. G. Svínhólum ’23 kr. 5; G. B. Melum ’23 5; P. S. Sauðárkróki ’23 kr. 60; P. T. Bergsstöðum ’23 kr. 15; V. E. Keld- hólum ’23 kr. 20; Kr. Á, St. Bolungarvík ’23 kr. 20; Á. S. Orðum ’23 kr. 15; St. J. Hlíðarenda ’23 kr. 6; Kr. J. Norðurhlíð ’23 kr, 6; G. Kr. Ingjaldsstöðum ’22—’23 kr. 10; S. Hj. Reykjarfirði ’23 kr. 6: S. S. Lýtiugsstöðum ’23 kr. 6. Kaupendur blaðsins austanfjalls, sem und- anfarin ár hafa borgað blaðið til Andrésar Jónssonar, kaupm. á Eyrarbakka, eru beðnir áð borga það hér eftir beint til afgreiðslunn- ar i Bergstaðastrceti 27. jyiuniö eftir að senda blaðgjaldið. Póst- krafa verður send til þeirra, sem ekki hafa borg- að fyrir októberlok. Útgefandi: Jón Helgason, prentari. Prentsmiðjau Gutenberg.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.