Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1926, Side 6

Heimilisblaðið - 01.11.1926, Side 6
122 HEIMILISB L';A ÐIÐ Sæll er Jóhannes og öll önnur börn Guðs, sem lifðu nær Drotni en aðrir; peir sáu líka dýrð lians glöggara og uxu að trausti og elsku til hans. Og þegar svo ljósið frá Jesú er búið að lýsa upp hjarta einhvers manns, pá getur ekki hjá pví farið, að pað ljómi af lífi hans, svo hann verði Ijós öðrum mönnum. Pað er munur á Haustliolmvitanuin, sem lýsir 12 mílur á sjó út, og á 5 eða 10 kerta lampa, sem lýsir í einhverjum stofugangi. Pað er sagt um Jóhannes skírara, að hann liafi verið logandi og skínandi ljós. Hann var ekki ljósið, en hann átti að vitna um ljósið. Og pað getur hver sá, sem kynst hefir ljósinu Jesú. Vér slculum vitna uin frelsara vorn með lífi voru. Það verður, pegar orðið verður hold í oss, pegar pað sést, að vér erum ekki að- eins heyrendur orðsins, heldur gerendur pess; [iegar pað sést,- að eins og logandi kerti eyðir sjálfu sér og verður minna og minna, svo hverfur líka vort meðfædda bráðlyndi, stæri- læti o. s. frv. meira og meira, og Krists lund- erni próast í oss. Og vér eigum að vitna um frelsara vorn með munni vorum, eins og Jó- hannes gerði fyrir háum og lágum með allri djörfung. Vér knýjumst til' pess pví meira, sem vér fyllumst kærleika Krists og með- aumkun með peirn, sem [ægar hér í heimi ganga í myrkrinu og munu lenda í myrkrinu eilifa, ef peir snúa sér ekki. Einu sinni tók sjóliðsforingi einn dóttur sína með sér í leiðangur. IJún sá pá háseta einn vera að koma r lag ljóskeri pví, er vera skyldi öðrum skipum til varnaðar. »Hvað ert pú að gera?« spurði lnin. »Eg er að koma Ijóskerinu í reglu«. »Til hvers er pað?« spurði hún. Hann sagði, að [iað væri sett upp til þess að önnur skip skyldi eigi sigla á [tá, svo að slys lilytist af. — 1 öðru sinni var sami farmaður að greiða kaðla. Pá kom vindhviða, sem peytti peim til, svo að þeir fóru allir í eina bendu. Ilann reiddist og fór að blóta og ragna. Pegar litla stúlkan heyrði pað, pá ldjóp hún niður í káetuna og kom aftur upp með seðil í hendinni og rétti hásetanum. Á seðilinn var ritað: »Pú skalt ekki leggja nafn Guðs píns við hégóma«. »IJvað pýðir pað?« spurði hann. »Pað er ljósker, sein á að lýsa pér, til að varna slysi«, svaraði lnin. Pað er pað, sem á ríður, fyrir öll börn Guðs, að pau hafi leiðarljósið sitt í góðri reglu á siglingunni gegnum heiminn, gangi sjálf í ljósinu og séu ljós öðrum mönnum. Pá lifum vér í sannleika hamingjusömu lífi o komumst heil á húfi í höfnina himnesku, tn liins fyrirheitna lands. Par býr Jesús sjálfur, Ijós heimsins og vort ljós, mitt á meðal vor, og pá sjáum vér dýrð hans«. ----------— Sunnudag'smorg’unn. Klukkurnar kalla, kirkjan öllum opin er, fram til að falla, að fótuin Jesú pér. Peir, sem pjáðir líða, prá að finna hvíld og ró eins og börn, sem bíða, blíðrar móður fró. Andi, helgi andi, einum Guði hjartað slær, andi, föður andi, alt, sem blessað fær. Klukkurrjar kalla, kirkjan öllum opin er, höfði að halla að hjarta, Jesú, pér. Jleilög lnigga tekur himnesk vonin björt og skær, ein pann unað vekur, alt, sein læknað fær. Jesú, kæri Jesú, Jesús, bænarorðin mín, Jesús, blíði Jesús, jeg ber upp til pín. fcc r

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.