Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1926, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.11.1926, Blaðsíða 13
HEIMILISBLAÐIÐ hvert sem eg lít, blasa við mér skrautleg hof og standlíkneski, sem reist eru þeim til heiðurs, en eg er hættur að beygja kné fyrir þeim. En samt er eg ekki orðinn vantrúaður, heldur er eg nú búinn að læra að dýrka hinn eina, sanna Guð. Segðu vinkonu þinni, Naómí, að Marcellus sé nú ekki lengur blind- ur skurðgoðadýrkandi, heldur dýrki hann nú Guð Is- raelsmanna af heilum huga. — En samt er eg ekki Gyðingur; mér geðjast ekki að setningum þeirra. En eg hefi fengið fræðslu um margt, sem mig iangar að segja þér, en eg þori það ekki fyr.en við hittumst. Ó, Kládía, farðu að bæn minni og dæmi mínu, og varpaðu þeirri trú frá þér, sem þú hefir. Illusta þú á orð Naómi; hún segir þér frá mætti skaparans okkar, speki og gæzku hans. Ó, að hann mætti upp- lýsa hjarta þitt, svo að þú sannfærðist urn að hann væri hinn eini og sanni Guð, en fyrirlítir þá guði, sem gerðir eru af mannahöndum og megna hvorki að gera gott né ilt. Fyrir Guðs náð kyntist eg öldruðum manni, sem var ritningarfróður mjög og fullur guðsótta og heil- agleika. Hann hefir sannfært mig um, hve dýrkun heiðingjanna sé fánýt og hve gott það sé að treysta almáttugum Guði ísraelsmanna. Eg sárbæni þig, kæra Kládía, að lesa oft í hinni helgu ritningu og þá muntu fyrir Guðs náð þekkja sannleikann. Og þegar við hittumst, systir, ætla eg að segja þér, hvað eg hefi lært meira af mínum heið- ursverða vini. Hann á marga lærisveina hér, en Róm- verjar hata hann og fyrirlíta og ekki sízt Neró keis- ari, því að kenning hans er algagnstæð því óguð- lega lífi, sem svo margir lifa í þessai’i stóru borg. Neró ofsækir alla af mikilli grimd, sem ekki vilja beygja kné fyrir guðum hans, einkum Nazaræana svo nefndu, eða fylgismenn Jesú frá Nazaret, en þeir eru margir hér í Rómaborg. Það mundi fara hrollur um þig, 'ef eg færi að segj a þér frá þeirri ógurlegu meðferð, sem þeir verða að sæta, svo að eg ætla að sleppa því. En dásamleg er sú staðfesta, sem þeir sýna. Þeir játa Jesú nafn með fögnuði og þola allar píslir hans vegna. — Sællífið og skrautgirnin hér í Rómaborg er gegnd- arlaust. Sulpitius frændi er eini maðurinn, sem lifir einföldu lífi og lætur sig fara á mis við alt, sem prýð- ir. Hann telur sér það mestan heiður að varðveita siðu þá og lifnaðarháttu, sem tíðkuðust á dögum rómverska þjóðveldisins, —. 120 Loksins fékk eg leyfiö, en því varð eg að lofa, að hegða mér siðlega. En á þessum jólum varð eg fyrir vonbrigðum, þegar jólagjöfunum var skift á milli okkar. Eg hrepti spegil. Eg fór til kristniboðanna, heldur hnugginn í bragði, og spurði, livort eg gæti eklci fengið skifti, því að eg væri engin telpa. Mér var þá fengið smárit, og framan á því stóð versið Jóh. 3, lö. Eg hafði ritið heim með mér og las það fyrir móður minni, en hún þreif það af mér og fleygði því í eldinn. Eg man eftir því, að eg liélt að Jóhaunes hefði verið 3 ára, þegar ritið var skrifað, en væri nú 10 ára. En efni textans festist mér í minni, og 2 árum síðar snerist eg að íullu til kristinnar trúar. Og upp frá þeirri stundu gat eg elcki verið ann- að en prédikari. Menn voru nefnilega sí og æ að spyrja mig, hvers vegna eg væri svona glaður í bragði. Og væri eg spurður á ensku, þá reyndi eg að svara eftir föngum, því að eg kunni ekki annað í ensku en orð og orð á stangli, sem eg hafði tekið upp úr orðabókinni. Eg svaraði svo eitt- hvað á þessa leið: »Eg er svona sæll og glaður, af því að Kristur er grundvöllurinn í lunderni mínu«. Og þess verð eg að geta með [lakklæti við góðan Guð, að, þúsundir manna liafa komist að raun um hið sama fyrir aðstoð mína«. Tíminn líðfir. Tíminn líður, tíðin bíður ekki, alt Iiið stríða enda fær, en hið blíða færist nær. G. í Gli.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.