Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1926, Side 14

Heimilisblaðið - 01.11.1926, Side 14
130 IIEIMILISBLAÐIÐ Drottinn afstýri af náð sinni ógæfunni miklu, sem vofir yfir Gyðingiinum og gefi þeim hjarta til að sjá hana, áður en það verður um seinan, svo að þeirn verði ekki sökt í þrældóm og eymd með öllum ást- vinum sínum. Mig hryllir við að sjá, hvernig farið er með Gyðinga hér; þeir voru hér um daginn seldir hérna á torginu í þrældóm. Vertu sæl, elsku Kládía, ber þú Naómi kæra, lotn- ingarfulla kveðju frá mér og foreldrum hennar og Javan bróður hennar, elztu vinunum mínum, Blessun Guðs sé með ykkur öllum. Ó, að Guð vildi heyra þær bænir, sem daglega stíga upp frá hjarta bróður þíns. Marcellus". Mjög gladdist Kládía af þessu langa. bréfi bróður síns. Ilún furðaði sig mest á þeirri stefnubreyt- ingu, sem hann hafði tekið í trúarefnum. En það olli henni engrar áhyggju. Upp frá þessu hlýddi hún á orð Naomí og fylgdi jafnvel áminningu bróður síns um það, að lesa af kappi í ritum Móse og spá- mannanna; vinkona hennar, Naómí, átti fagurt afrit af þeim. Og Naómí tók því, sem um hana var ritað í bréfinu, með óblandinni gleði 'og þakklæti, sérstak- lega því, að hann hefði snúið huga sínum frá skurð- gcðum og dýrkaði nú hinn sanna Guð. Ilún hafði lengi borið ástarhug til hans, og þess vegna varð fögnuður hennár því meiri. — Hún fann, að sú ást; sem hún hafði borið með leynd til hans, var nú eng- in synd framar, og höfðu trúarskoðanir hennar tals- vert breyzt, eftir það er hún átti samtalið við Maríu frá Betaníu. — Alt sem hún hafði heyrt þá auðmjúku ambátt Drottins segja, hafði fundið djúpan jarðveg í hjarta hennar; fyrir Guðs náð höfðu þau orð sannleikans, sem hún hafði til hennar talað, fest rætur í sálu hennar. Hún gat ekki hrundið því úr huga sér, og svo dáðrík, sem hún var og ákveðin, þá einsetti hún sér að láta einskis ófreistað til að komast að réttri niðurstcðu í því máli, því að hún fann að eilíf vel- ferð hennar bygðist á því. Áhrifavaldi sínu beitti hún við Debóru gömlu og gat fengið hana til að ganga með sér heim til þess- arar kristnu vinu sinnar og dvaldi þar, svo lengi sem hún gat það alveg óhult, og áttu þær þá oft tal sam- an langtímum saman í trúnaði. Debóra vjssi ekki, að María væri ein af þessu 'kristna fólki, sem allir Gyðingar hötuðu, því að þá hefði Naómí ómögulega getað fengið hana til að fylgja sér þangað á laun. Ritfregn. „Fjórtán dagar lijá afa“. Hrein- lætis- og' hollustureglur handa börn- um. Eftir Árna Árnason, héraös- lækni í Dölum. Hér er um bók að ræða, sem hver fjölslcylda á landinu ætti að eiga Iianda börnunum. Par getur hvert barnið lesið eða fengið að heyra uin handaþvott, hreinlæti og þrifnað, borð- reglur, fótaferð og háttatíma, kossa, mat og melting, áfengi, tóbak, kaffi, öndun og blóðrás, liörundsþvott og kulvísi, lús, kláða og geitur, orma og sullaveiki, sóttkveikjur, berklavciki og hráka, að bera líkamann vel. Síð- ast eru taldir leikir og vinna. Afi segir þeim Ásu og Sigga frá þessu öllu á 14 dögum, sína söguna á hverjum degi. Verður úr því samtal milli þejrra. Pau spyrja, og afi svar- ar. En það er aíi, sem byrjar sam- ræðurnar. Ilöfundurinn á þakkir skiliö fyrir bókina. Hann lýsir tilgangi [>sssa litla bældings (48 blaðsiður) meö þessum orðum: »Heilsan er dýrmæt Guðs gjöf. Pað finnum við bezt, ef við verðum veik eða missuin hana. Við eiguin þess vegna að leggja kapp á að vernda heilsuna. Afi gaf systkinunum ýms heilræði í þessu skyni. Pessi. heilræði hafa börn gott af að læra. Pau standa í þessari bók, og börnin eiga að lesa liana vandlega og — fara eftir henni«. 011 er bókin með myndum, og svo ódýr, að allir geta eignast liana. — Að því er málið snertir, færi t. d. betur á að sleppa orðum eins og »bakteríur« og »smitast«, og hafa í þess stað eingöngu íslenzku orðin »sóttkveikjur« og »sýkjast«. Nauð- synlegt er að koina íslenzhunni sem fyrst á varir barnanna, til þess að þeim verði hún tömust.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.