Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1926, Side 17

Heimilisblaðið - 01.11.1926, Side 17
HEIMILISBLAÐIÐ 133 skift milli herdeildanna. í þeim hópi var Marcellus. Tók faðir hans við honum með mi'klum fögnuði og var honum skipað í hersveit Títusar. Vann hann eið eftir venju þeirra að því, að hann skyldi aldrei svíkj- ast undan merkjum, hlýða yfirboðurum sínum skil- yrðislaust, og vera síviðbúinn að leggja líf sitt í söl- urnar fyrir keisarann og öryggi ríkisins. Að þessum eiði unnum, var honum fengið vopn og nú var hann settur í hina hróðugu riddarasveit Tít- usar. Riddarar höfðu brynju til sóknar og varnar, létt stígvél og hjálma, skjöld á vinstri hlið og stórt kastspjót í hsegri hendi og beitt sverð hékk við belti þeirra. Fótgönguliðið var alt öðruvísi búið, hafði hjálm með háum skúfi, brjóstplötur úr járni og járnspeng- ur um fætur, stóran skjöld á vinstra armi, sem bar blak af manninum öllum fyrir örvadrífu óvinanna. Umgerð skjaldarins var úr léttum viði, uxahúð þanin yfir hann og allur var hann þakinn plötum úr mess- ing. Vopn þeirra var létt kastspjót með stáloddi. Skjóta mátti því 10—12 metra og væri því skotið af styrkri og æfðri hendi, þá stóðust það engir skildir né hlífar. — Og er hermaðurinn hafði skotið því, óð hann fram með sverðið tvíeggjaða og barð- ist þá maður gegn manni í návígi, og hlaut þá annar að falla eða báðir. Jesús varð að leggja leið sína um Samaríu. Hann dvaldi þar í tvo daga og prédikaði fagnaðarboðskapinn, og margir tóku trú. Og í Samaríu sagði hann spakmæl- ið alkunha: »Einn er sá sem sáir, og annar sá er uppsker«. Hefir hann þá séð í anda ókominn tíma, er einn læri- sveina hans skyldi boða Samverjum trú á Krist krossfestan og upprisinn. Enginn, sem þekkir til starfs Jesú í Samaríu, mun óhrærður lesa postula- söguna, 8, 4—8. — »Fólkið gaf sam- huga gauin að orðum Filippusar. Og mikill fögnuður varð í þeirri borg«. Pekkir þú gjöf Guðs! — Vel veizt þú, að ekkert jafnast á'við »þekk- inguna á dýrð Guðs í Kristi«. Hvers virði er þér lífið án hnossins þess? Svo kom þá! Kom þú að lífsins lind .— í dag! Ólafnr Ólafsson. Skuggsjá. Nú liðu nokkrir dagar svo, að ekki var barist. Mar- cellus gafst því ekkert færi á að sýna hug sinn og hreysti eða reyna styrkleik vopna sinna og herklæða. Hann varði því tómstundum sínum eins og hann framast þorði til að ganga fram með Galileu-vatninu fagra. Þar var yndislegt að vera; hver maður hlaut að verða hrifinn af fegurðinni þar. Vatnið blasti við augum hans, himinblátt, ljómandi. af ljósi hinnar austrænu sólar, bæirnir láu eins og blómhringur með ströndum fram, fullir af fólki, og fagrir að sjá. Flötu þökin og turnarnir gnæfðu yfir dýrlega trjálundi og aldingarða, sem hið frjósama hérað var alþakið af. Á vatnsbökkunum sjálfum gnæfðu yndislegir pálm- ar og ólífutré og fíkjutré og spegluðu sig í vatninu; úti á vatninu var krökt af bátum; voru þeir fullir af liðsmönnum Tarikæa-borg til varnar eða ef í nauðir Ilvergi er meira sólskin í neinu landi hér í álfu en á Spáni. Sólin skín þar að meðaltali 3000 klukku- stundir á ári (af 8770 alls); en á Eng- landi skín hún t. d. ekki nema 1400 klukkustundir á ári. Og líklega enn skemnr á Islandi. Ilefir nokknr talið það saman? Ricinusplantan er eina plantan, sein ekkert dýr vill eta, og skordýrin forð- ast að vera þar sem hún sprettur. Og eins er því varið um menn, því, eins og kunnugt er, þá er »laxer-olian« fengin úr þeirri plöntu. ræki, til að flytja borgarbúa yfir vatnið. Borgin lá á stóru svæði fast niður að vatninu og gátu Rómverj- ar ekki lagt þar að, en öflugur múr var reistur til varnar til annarar hliðar. Hvalurinn og fíllinn eru einu dýfin, sem hafa þyngri heila en maðurinn. Maður, sem var að selja ostru-

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.