Heimilisblaðið - 01.02.1916, Blaðsíða 1
1!
Heimilisblaðið
V. ÁR. FEBRÚAR 1916 2. TBL.
Kkarður gónsson myndhöggvari.
Nú flytur Heimilisblaðið mynd af Ríkarði
Jónssyni myndhöggvara. Hann er maður á
bezta aldri, Aust-
firðingur að œtt,
sonur Jóns bónda
Þórarinssonar frá
Núpi á Berufjarð-
arströnd og Ólaf-
ar Finnsdóttur frá
Tungu í Fáskrúðs-
firði, og þar er
Ríkarður fæddur
þann 20 sept. 1888.
— Foreldrar hans
fluttu með hann
ársgamlan suðurað
Strítu í Hálsþinghá
og þar er hann
uppalinn.
Vorið 1905 byrj-
aði hann útskurðar-
nám hjá Stefáni
Eiríkssyni mynd-
skera, og lauk því
vorið 1908. Tví-
tugur að aldri fór
hann til Kaup-
mannahafnar og
vann fyrir sér með útskurði á sumrin en stund-
aði dráttlista- og myndhöggvaranám á vetrum.
Sumarið 1913 kvæntist hann Mariu Ólafsdóttur
frá Dallandi í Húsavík eystri og búa þau nú í
Reykjavík.
Foreldrar Rikarðs áttu fjölda barna og höfðu
þvi ekki i afgangi. Hefir því Rikarður unn-
ið sig áfram með
sparsemd og dugn-
aði./;
í fyrra flutti
„Skinfaxi“, hlað
Ungmennafélag-
anna mynd af Rík-
arði og fylgdi mynd-
inni nokkur orð um
hann. Þar er í fám
orðum lýst þessum
unga og efnilega
listamanni. Sú lýs-
ing er stutt en góð
og fylgir hér orð-
rétt:
„Ríkarðurerljós-
hærður og bláeygð-
ur, lágur vexti, en
sterkur og fylginn
sér. Hann er hag-
ur á orð eigi siður
en á efnivið og
annað, sem mynd-
ir eru mótaðar í.
Söngmaður erhann
ágætur, og hinn mesti gleði- og mannfagnaðar-
maður, og kann eigi síður að skemta öðrum
en sjálfum sér“.