Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1916, Síða 14

Heimilisblaðið - 01.07.1916, Síða 14
110 HEIMILISBLAÐIÐ Og fyrir hana fórna þvi eg vil, því fegursta og bezta í lífi mínu. Hér átti eg mér æskubjartann dag. sem yl og vonir bar aö hjarta mínu. Hér vil eg líta síðast sólarlag, ■og sofna rór í móðurskauti þínu. II. Heiðskýrt vetrarkvöld. Alt er hljótt og enginn bærist andi, alstaðar er næturkyrð og friður. Hjarn og ís er yfir öllu landi, ótal stjörnur geislum stafa niður. Norðurljósin blika um himinboga. brunar Máni fram með skýrum Ioga. Blikar hjarn í krystallsskrúða köldum, klöknar þó ei fyrir skini nætur. Sól eru bönnuð völd hjá vetrar kvöldum, varmans dís ei hér sig bæra lætur. Þó er eins og ylinn inn í hjarta ætíð leiði nóttin tunglsskinsbjarta. 3”. S. Sundurkramið hjarta erindi eftir Vilhelm Kold, prest í Khöfn, í ís- lenskri þýðingu eftir Árna Jóhannsson banka ritara. Þýðandinn, sem sjálfur hefir gefið ræð- una út, á þakkir skilið fyrir ritið, þvi það á skilið að vera lesið. Það bendir á þann eina lífsgrundvöll, sem á er hægt að byggja, sann- kristilegt og sannfarsælt líf. Hinum ungu vor á meðal er vorkunn, þó þeir ekki geti áttað sig á i fljótu bragði, hvar sannleikann sé að finna, þvi innan einu og sömu kirkjudeildarinnar hér (þjóðkirkjunnar) telur einn kennimaðurinn það siðspillandi og stórhneikslanlega lærdóma, sem annar telur sáluhjálparskilyrði. — En eg held að þetta rit geti áreiðan- lega komið þeim að góðu liði i sáluhjálpar efnum, sem alvarlega vilja hugsa um þá hluti. Þegar maður Ies það, þá kemur manni i hug trúarskáldið okkar kæra, Hallgrímur Péturs- son, — einhver skyldleiki þar á milli, enda flétt- að inn i ritið ýmsum fallegustu versunum úr Passíusálmunum. Bókin kostar aðeins 25 aura og geta þeir sem greiða vilja götu hennar snúið sér til út- gefenda hennar Árna Jóhannssonar bankaritara á Spítalastíg 3 i Reykjavík. J. H. ta —a Jldhúsið. [H' a Kartöflusiípa handa 6—8 m. 1000 gr. kartöflur, 50 gr. smjör, 60 gr. hveiti, 2^/a pt. vatn, salt og sykur eftir vild. Kartöflurnar eru afhýðaðar og soðnar vel meir- ar í vatninu, þá er soðið sýjað gegnum sigti og karlöflurnar nuddaðar alveg í gegn, saman við seyðið. Smjörið er brætt yfir eldi og hveitið bakað saman við, þvi næst þynt út með kart- öflujafningnum. 250 gr. fransbrauð er skorið i ferkaataða bita og brúnað á pönnu í 50 gr. af smjöri og 25 gr. af sykri. 5—6 bitar eru látnir út í hvern disk. Ódýr liollensk sósa með flski. 2^ peli gott fisksoð, 30 gr. smjör, 30 gr. hveiti, 10 gr. sykur, 1—2 matsk. citronsýra, 1 eggjablóm eða 2 dropar eggjalitur eða smjör- litur, ofurlítið hvítur pipar. Smjörið og hveitið er líakað saman í potti og þynt út með soðinu sem ekki má vera of salt, þegar sósan sýður er hún tekin af og kryddið látið í, eggjarauðan er hrærð út i bolla og svo hrærð út i sósuna ef ekki er notaður Iiturinn. (50 gr. citronsýru má kaupa í apótekinu og leysa hana upp i 1 pela af sjóðandi vatni. — Geymist á vel luktri flösku). Utan aí landi skrifar einn útsölumaður Heimilisblaðsins á þessa leið: „Það hefir komið fyrir, að pakkar af Heimilisblaðinu hafa fundist milli bæja, en því fer betur, að það er liklega óviða annar eins trassaskapur með blöð og bréf og hér um slóðir“. — — — Ekki er von að vel fari, ef svona lýsingar ættu við víða. En of oft kem- ur það fyrir, að blaðasendingar koma ekki til skila, sem keyptar eru dýru verði í póst hér í Reykjavík. Má það merkilegt heita, að póst- stjórnin skuli enga ábyrgð bera á því sem hún tekur að sér að koma til skila.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.