Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1917, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.09.1917, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐIÐ 101 að mér þætti vænt um hann, en að eg virti hann einskis, þá væri það fjarstæða. Eða hugsum oss unga elskendur: Ástþeirra á að nokkru leyli skylt við stundlega gleði- nautn, en hún er líka andlegs eðlis — geisli hins eilífa kærleika, sem „aldrei liður undir lok“. Þessir tveir meginþæltir ástarinnar eru að vísu óaðgreinanlegir; en vilji elskendurnir gera þeirra mun, þá minnist þau þess, hve miklu meira er um það vert, að leggja rækt við eilífa geislann, sem á að lýsa þeim út yfir gröf og dauða. Við ljósið og ylinn frá honum vaxa þeim hin fegurstu blóm blíðu og trygðar. í öllum vorum jarðnesku lífskjörum ber oss að ala mesta önn fyrir því mikilvægasta og varanlegasta — hinu himneska og eilífa, — leitast við að gera jarðnesku gæðin svo himn- esk, sem auðið er. Og hvergi ætti þetta að vera auðveldara, en -á heimilunum. Heimilið minni oss jafnan á himininnl [Úr „Paradisets Have“. — Höf. ókunnur]. Arni Jóliannsson. Til athugunar. Það getur verið bæði gaman og lærdóms- Jikt að heyra álit manna um bækur og lestur þeirra. Eg hefi haft tækifæri til að athuga það. Þegar menn koma inn í bóksölustaði og eru sýndar bækur, þá er þetla venjuleg spurn- ing: Er gaman að þyí? Er hægt að hlæja að því? Um hitt er sjaldnar spurt, hvaða gagn er mér að lesa þes3a bók? Fólk virðist yfirleitt of dómgreindarsnautt; mun það oftar koma af leti og lettúð, en að það geti ekki áttað sig á innihaldi bóka eða annars er það les, eða á kost á að lesa. Eg vii nefna eitt dæmi; í vetur er ljóðabók H. Hafsteins kom út, spyr eg konu, sem eg vissi að hafði haft tækifæri til að lesa þá bók, hvort hún væri ekki hrifin af lestrinum. „Ó, jæja. Eg ruglaði í henni einn dag og fann ekkert púður í henni." Það eru margir, því miður, sem svona hugsa og tala. Margir kvarta um að bækur séu dýr- ar, alveg ókaupandi. Aðrir að þeir lesi ekkert, hafi engan tíma til þess. En þeir eru líka til, sem fremur vilja láta sig vanta margt annað, sem þörf væri þó fyrir, en vera án þess auðs, sem góðar bækur færa. Nýlega hefi eg lesið tvær góðar bækur, sem eg vildi gjarnan benda þeim á að lesa, sem vita, að „þeir hafi fyrir sál að sjá“: Önnur er eftir síra H. Níelsson; „Kirkjan og ódauðleika-sann- anir“. Hin bókin „Líf og dauði“ eftir E. H. Kvaran. Báðar eru bækur þessar stórmerki- legar og ættu að lesast vel og oftar en einu sinni því þar eru stór mál á ferðinni, sem margir góðir menn á ýmsum timum hafa vakið og barist fyrir, oft með sýnilega litlum árangri, þar til nú að svo virðist, sem orustugnýrinn hafi vakið mennina til hugsunar um eilífðar- málin. Lesari! Nú eru alvörutímar. Lestu þær bækur og þau blöð sem lyfta huganura uppá- við, og nentu að hugsa, og mynda þér sjálf- stæðar skoðanir á málefnum, sem alla varða. Og þú sem ekkert getur keypt til að lesa eða finst þú ekki hafa tíma, gáttu þá út í guðs- græna náttúruna og lestu á jurtir og blóm, þar sjást alstaðar merki Guðs, þar sér maður svt vel lífið í öllum myndum. Þar eru menn mintir á orð skáldsins; „Að sérhvert blað á blómi jarðar smáu, er blað, sem margt er skrifað á um þig“. Kona. Þeir segjast. Þeir segjast Iöngum lifa bezt er löstum trúast vinna, og hrópa á frelsi manna mest er mannkyns fjötra spinna. M G.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.