Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1917, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.09.1917, Blaðsíða 4
98 HEIMILISBLAÐIÐ öllu striti sínu, sem hann streilist við undir sólinni? Ein kynslóðin fer og önnur kemur . . . Allar ár renna i sjóinn, en aldrei verður sjórinn fullur“.*) Það voru þessu líkar hugsanir, sem komu munkunum til að ganga með lokuðum augum gegnum klausturgarðinn, svo að þeir sæu ekki fegurð blómanna, er raska fnundi guðsfriði hjartna þeirra. Og það er sama hugsunin, sem hertekur hugi þeirra, er liðið hafa skipbrot og glatað öllu, — og þessa hugsun munu flestir einhverntíma verða varir við. Það eru líka mikil sannindi fólgin í því, sem i sálminum stendur. Hún er alsönn nið- urlags-ályktunin um dýrðarsæluna á himnum. Og það eru að minsta kosti hálfgild sannindi, sem sögð eru um hið jarðneska, fallvaltleik þess og fánýti. Og mundi það vera úr vegi, að ráða unga' og ástríðuríka fjörkálfinum til að lesa pré- dikarann, eða að fara út í kirkjugarðinn, taka vel eftir því, sem þar ber íyrir augu og minn- ast þess, að þær myndir eru líka sannar. Ber það ekki stundum við, að sá, sem af öllu hjarta þráir frið við Guð, snýr baki við heiminum og afneitar þvi nær öllu, sem hans er? — og fer hann ekki rétt að ráði sínu? Er nokkur sá hlutur til, er verða megi í vegi, þar sem Guð leitar að mannssálinni? Það er ómótmælanlegt, að þessi há-alvar- lega afneitunar-stefna gagnvart hinu jarðneska hefir sannleik í sér fólginn; högum manns get- ur verið svo háttað, að hún sé honum mikils- verð og réttmæt. En þegar því hinsvegar er haldið fram, að alt jarðneskt sé einskis vert, þá rís hugur vor til andmæla og vér þykjumst hafa á hraðbergi góð svör og gild. Vér svörum meðal annars á þessa leið: „Það, sem þú heldur frani, má til sanns vegar færa, en alskostar rétt er það ekki, — ekki nema hálfsögð sannindi. Og ekki er það í sam- ræmi við bíblíuna. Þú nefnir meðal annars vinnuna og kall- ar hana hégóma (sbr. 3. vers sálmsins). En Jesús segir sjálfur: „Vinnið meðan dagur er“. Hann talaði um vinnu föður sins og sínaeigin. Vinnan var hans matur og drykkur, og hann kallaði menn til samvinnu. — Fjármunum velurðu hnjóðsyrði, og hví skyldum vér ekki samsinna því, að þeir séu „það goð, sem gjarn- ast er dýrkað, en völtust er stoð“ (4, v.); en Jesús kendi oss að hafa þeirra góð not, sem sé þau, að afla oss vina með þeim, tengja með þeini vináttubond, sem héldu út yfir gröf og dauða. Heiður telurðu lítils verðan (5. v.). En forfeður vorir nefndu hann þó „blómlegasta tréð i skóginum", og postulinn áminnir oss um að kappkosta „það sem dygðugt er og lofsvert“. Og loks segir þú svo sakfellandi: Þú holdsgleði hætt, Þú hefir svo margan að endingu grætt, Já, tendrað þann neistann, er svikinni sál að siðusta gerst hefir eílífðar bál; I háskann þú leiðir, þó hýrt brosir nú; Burt, hégómi þú Það má vel vera, að þú hafir rétt að mæla; en mundi nú þessi „gleði“ alment vera slíkt tál, sem hér er lýst? Spyrjið ungu hjónin í Kana, sem Jesús blessaði með því að sitja brúð- kaup þeirra, og þau munu svara: „Það getur ekki verið hjúskaparást, sem þú átt við, því að hún hefir engan beiskan keim“. Hvað Kingo snertir, ^þá mun það vera ó- hugur hans sjálfs á hinu jarðneska, sem kem- ur fram í sálniinum. En vér þekkjum einnig annan sálm eftir hann, þar sem hann kveður við annan tón; Enn hraðar sólin sér af svefni að kalla; Býst gulli brekkan hver og brúnir fjalla. Gleð þig, mín sál, og minst Guðs miklu gæða, . Og hef þig hált frá jörð 1 helgri þakkargjörð _ Til himinhæða.*) í þessum sálmi syngur hann lífinu lof — svo glaður og þakklatur, einnig fyrir hin jarð- nesku gæðin. Sannleikurinn er sá, að vér lítum á hlutina öðrum augum er tímar líða og ástæður breyt- ast. Oss er það Ijúfast, að þakka fyrir Iífið. *) Préd. 1, 2—7. *) Nr. 511 f Sálmnbókinni. — Þýðing St. Thorarensen,

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.