Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1917, Qupperneq 8

Heimilisblaðið - 01.09.1917, Qupperneq 8
102 HEIMILISBLAÐIÐ f I r oe ð u r n i r. Eftir iL=i=r^=T=&a) Rider Haggard. [aaa^ssJj [Frh.] Skamt frá tjaldi Saladíns stóð annað tjald og var þar fjöldi varðmanna, en inni í tjald- inu voru tvær konur. Önnur þeirra var Eósa- munda og svaf hún vært, en hin var Masonda og lá hún vakandi, því augu þeirra mættust í myrkrinu. Loks ,fanst honum þriðju blæjunni vera lyft frá, og nú sá hann þá sjón að hrollur fór um hann. Hann sá sléttu mikla svarta af reyk, og yfir hana gnæfði bratt fjall, og var það þakið þúsundum og aftur þúsundum dauðra manna. Hann sá andlit margra þeirra og þekti suma, og hann heyrði stunur þeirra sem enn voru með Kfsmarki. Lar, og við herbúðir Saladíns, þar sem lágu enn þá fleiri dauðir, virtist honum hann sjá sjálfan sig leitandi að einhverju, sem hann vissi ekki hvað var Loks varð honum ljóst að hann var að leita að líkama Wulfs, sem hann fann hvergi og ekki heldur sinn eiginn. Síðan sá hann. andana fara framhjá, enn þá fleiri en áður, því allir hinir dauðu höfðu sleg- ist í förina. Hann heyrði þá kveina yfir hinu tapaða málefni Krists. Godvin vaknaði og steig á bak hesti sín- unj og reið aftur til Wulfs. Fyrir neðan þá lágu herbúðirnar og eyðimörkin, en AVulf sat og hélt vörð fyrir þá báða. „Segðu mér hve langt er síðan eg skyidi við þig?“, spurði Godvin. „Máske svo sem tuttugu mínútur“, svar- aði bróðir hans. „Stutt stund til að sjá svo mikið“, sagði Godvin. Wulf varð forvitinn og spurði hann hvað hann hefði séð. Godvin sagði honum upp alla söguna, og spurði hann loks er hann var biúnn, hvað hann héldi um það. Wulf hugsaði sig um fyrst, en svaraði svo: „Bróðir, þú hefir ekki bragðað vín í dag, svo ekki ertu drukkinn, og ekki ertu heldur vitskertur. Lað lítur því út fyrir að dýrlingarnir hatí talað til þín. Vaka vor er á enda. Niðri í herbúðunum þarna erEgbert vinur okkar, biskup yfir Nazaret, sem við urðum samferða frá Jesúsalem. Við skulum ganga til hans og segja honum frá þessu, því hann er bæði guðhræddur og lærður, en ekki hræsnis- né sjálfselskufullur prestur. Godvin kinkaði kolli til samþykkis, og þegar þeir voru leystir af verði, riðu þeir til tjalds Egberts, fengu þjóni hesta sína og gengu inn. Egbert var Englendingur, sem dvalið hafði 30 ár æfi sinnar í Austurlöndum, svo hann var orðinn brúnleitur í andliti af sólarhitanum, og har meira á því vegna þess að hár hans og skegg var orðið snjóhvítt. Þegar þeir komu inn í tjaldið var hann á bæn, og stóðu þeir því kyrrir þar til hann hafði lokið henni. Hann reis þá á fætur og bauð þá velkomna, og spurði hvers þeir ósk- uðu. „Eáða yðar, heilagi faðir“, svaraði Wulf. „Godvín, segðu sögu þína“. Þegar hann hafði gætt þess að enginn stæði á hleri, sagði Godvin draum sinn. Gamli maðurinn hlustaði á með athygli og virtist ekkert undrandi yfir sögu hans. Þegar sögunni var lokið spurði Godvin: „Hvað haldið þér heilagi faðir, er þetta draum- ur eða vitrun, og só svo, hvaðan stafar hún ?“ „Godvin d’Arcy", svaraði hann. „Eg þekti föður þinn. Hann skriftaði fyrir mér, er hann lá deyjandi af sárum, og göfugri sál hefir aldrei stigið til himins irá þessari jörð. — Eftir að þið fóruð frá Damaskus, bjuggum við saman í Jerúsalem og urðum samferða hingað, og hefi eg kynst ykkur á þeim tíma sem sönnum sonum hins göfuga riddare, og trúum þjónum kristinnar trúar. Það er vel mögulegt að þú sért þeirri gáfu gæddur að skygnast inn í ókomna tímann, svo að for- ingjar vorir verði fyrir þína milligöngu var- aðir við, og kristin tní frelsuð frá stórri sorg og neyð. Við skulum ganga á fund konungs

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.