Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1917, Page 11

Heimilisblaðið - 01.09.1917, Page 11
HEIMILISBLAÐIÐ 105 von kristinna manna hér í Austurlöndum. Kristur á ekki fleiri hermenn hér í landi. Jerúsalem enga aðra vernd. Her soldáns er stærri en yðar, riddarar hans duglegri. För- um heldur krók og komum honum í opna skjöldu, eða sem betra er, bíðum hér atlögu hans og yður er sigurinn vís. Ef þér ráðist til atlögu yíir eyðimörkina, mun það sannast að sú sýn er þessi íiddari sá, er þér nú hæð- ið, kemur fram, og málefnum kristinnar trú- ar er glatað hér í Austurlöndum. Eg hefi nú lokið máli mínu, og það í síðasta sinn“. Eaymond greifi er eins og félagi hans, riddarinn með sýnirnar, gamall fylgifiskur soldánsins", hreytti musterisriddarinn út úr sér. Viljið þér taka þvilíkt dáðleysisráð? Áfram! Áfram! Drepum þessa heiðnu hunda, annars erum við svívirtir alla æfi. Áfram í krossins nafni! Krossinn er með oss“. ,,Já“, svaraði Eaymond, „en í síðasta sinn“. Nú varð ókyrð í tjaldiuu, og töluðu menn hver við annan. Einn vildi þetta, annar hitt, en konungurinn sat við borðsendann og horfði í gaupnir sér. Loks leit hann upp og sagði: „Eg skipa að' vér leggjum af stað í dögun. Ef Kay- mond greifa og bræðrum þessum þykir fyrir- setlun vor óhyggileg, og geta þeir "þá yfir- gefið oss og orðið hér eftir í gæsluvarðhaldi, þangað til úrslitin verða kunn“. Allir skildu að orð þessi voru örlagaþrung- in, og sló því í dauða þögn, loks sagði Ray- mond greifi: „Nei, eg fer með.“ „Og við förum einnig með til þess að sýna hvort við erum njósnarar Saladíns eða ekki“, bætti Godvin við. Það gaf því enginn gaum, því allir voru niðursokknir í sínar eigin hugsanir. Þeir stóðu upp, lutu konunginum og yfir- gáfu tjaldið til þess að gefa skipanir sínar, °g hvíla sig um stund áður en lagt væri af stað. — Godvin og Wulf fóru einnig og túlkurinn frá Nazaret með þeim, hryggur í fiuga. En Wulf hughreysti hann og sagði: „Syrg ekki, faðir. Vér skulum hugsa um gleði bardagans, en ekki þá sorg sem orðið getur afleiðing hans.“ „Eg finn enga gleði í bardögum11 svaraði hinn heilagi Egbert. Þegar þeir höfðu sofið stutfa stund, fóru þeir Godvin og Wulf á fætur og gáfu hestum sínum. Þeir þvoðu þá og kemdu og löguðu reiðtígin, leiddu þá svo að uppsprettu og gáfu þeim að drekka og drukku sjálfir. Er Wulf, sem var mjög hygginn í öllu, hernaði aðlútandi, hafði haft með sér fjóra stóra vínbelgi, sem hann fylti tæru vatni og hengdi þá tvo og tvo fyrir aftan hvorn þeirra bræðra. Sömuleiðis fylti hann söðulflöskurnar með vatni og sagði: „Við verðum að minsta kosti meðal þeirra síðustu er deyjum af þorsta“. Síðan snéru þeir við og biðu þess að her- inn legði af stað, og var það af margra hálfu gert með hryggu hjarta, þvi margir hermann- anna höfðu grun um hættu þá, er var í vænd- um, og þar að auki hafði fregnin um sýn Godvins borist út meðal þeirra. Sökum þess að þeir vissu ekki hvert þeir ættu að halda, slógust þeir í för með riddaraskörum þeim, er fylgdu konunginum ásamt Egbert biskupi frá Nazaret, en hann var vopnlaus og reið múl- asna, því hann vildi ekki heldur verða eftir í sama bili kom sveit musterisriddara í ljós, fimm hundruð að tölu, og var það hraustleg sveit, og reið foringi þeirra í fararbroddi, en þegar hann nálgaðist bræðurna benti hann á vatnsbelgina er hjengu við söðla þeirra og sagði: „Hvað eru þessir vatnsberar að gera meðal hraustra riddara sem treysta Guði einum?“ Wulf ætlaði að svara, en Godvin bað hann að þegja og sagði: „Hrögumst heldur aftur úr, við munum finna betri félagsskap11. JÞeir stóðu þannig kyrrir, og beygðu sig til jarðar, er krossinn var borinn fram hjá, undir varðveizlu hins herklædda biskups frá Akre. Síðan kom Raymond af Chatillon, fjand- maður Saladins, og orsök að ölium hans erj- um; hann sá þá og hrópaði:

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.