Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1917, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.09.1917, Blaðsíða 12
106 HEIMILISBLAÐIÐ „Hr. riddarar, hvað sem aðrir segja, veit eg að þið eruð hraustir og hugdjarfir menn, því eg hef heyrt talað um afreksverk ykkar meðal launmorðingjarma. Það er rúm fyrir yklcur í liði minu, komið með mér“. „Það er eins gott að fylgja honum sem hverjum öðrum“, sagði Godvin. „Við skulum fylgja honum“ og það gerðu þeir. Þegar liðið kom til Iíana, þar sem Krist- ur breytti vatni í vín, var júlísólin orðin hern- um altof heit svo uppspretturnar voru brátt tæmdar af fjölda manna og dýra, svo marg- ir gátu engan vatnsdropa fengið að drekka. Þeir liröðuðu sér áfram að auðnunum, sem láu millum þeirra og Tíberías. Eeykský sáust berast yíir sléttuna og í þeim miðjum hópar serlcneskra riddara, er réðust á framverðina er Raymond greiíi stýrði, en þeir hörfuðu æ- tíð til baka áður en hægt var að ráðast á þá, en drápu marga með spjótum og örfum. Þeir leyndust að baki hersins og réðust á siðustu sveitirnar, musterisriddarana og hinar léttvopnuðu Turkopaler og sveit Eaymonds af Chatillon, er bræðurnir voru í. Herinn, sem skift var í fjórar deildir, varð, þó örmagna værí af hita og þorsta, að ryðja sér braut með vopnum og verjum, frá miðdegi til sólseturs, yfir hina ójöfnu og grýttu flatn- eskju í steikjandi sólarhita. „Undir kvöld voru menn og hestar ör- magna og hermennirnir báðu foringja sína að vísa þeim á vatn, en þeir fundu þar hvergi vatn. Síðasta herdeildin drógst aftur úr, aðþrot- um komin af hinum sífelda árásum óvinanna, svo það varð langt á milli þeirra og konungs, er var í miðju liðinu. Þeir fengu skipun um að hraða sér áfram, en þeim var það ómögu- legt, og loks settu menn herbúðir sínar á þeim stað er nefndist Mariscolcia. Þangað var Eay- mond greifi hrakinn aftur á bak. Þegar God- vin og Wulf komu að herbiíðunum sáu þeir herdeild hans koma með þá er fallið höfðu af þeim. Þeir heyrðu hann biðja konung um að halda áfram og ryðja sér braut að vatninu, svo þeir gætu fengið vatn, en konungur svar- aði að þess væri ekki kostur, því liðið neitaði að halda lengra þann dag. Þá nótt gat enginn sofið því allir voru þyrstir, og hver getur sofið er þola má þorst- ans kvalir? Nú var ekki lengur hlegið að þeim Wulf og Godvin fyrir vatnsbelgi þeirra, því margir hinna æðstu aðalsmanna lcomu til þeirra og grátbændu þá á knjám sínum um einn svala- drykk. Þegar þeir höfðu gefið hestum sínum vatn gáfu þeir alt. sem þeir máttu, þangað til þeir áttu eðeins tvo belgina eftir en þjófur einn eyðilagði annan þeirra, með þvi að læð- ast að honum og reka hníf í hamn svo vatn- ið fór niður. Síðan brugðu bræðurnir sverðum sínum og sóru að höggva hvern þann niður er vogaði að snerta belginn sem eftir væri. Alla þá nótt var hávaði og ókyrð í her- búðunum, og allir æptu: „Vatn! Gef oss vatn!“ En utan herbúðanna heyrðust óp Serkja er ákölluðu Allah. A þessum stað var jörðin þakin þurru skóg- arkjarri, og kveiktu serkir í því, svo reykur- inn ætlaði að kæfa hinar kristnu hersveitir. Loks rann upp dagur og hernum var fylkt, þannig að báðir fylkingararmar voru dálítið framar. Þannig börðust þeir sem ekki voru of þrótt- litlir til að hreyfa sig en hinir voru drepnir þar sem þeir lágu. Serkir réðust ekki á þá, því þeir vissu að sólin var öflugri en spjót þeirra. Þeir héldu áfram fram undir miðdegi í áttina til hinna norðlægu linda. Um miðdegi byrjaði bardag- inn með örfardrífu svo þéttri að varla sá til himins. Svo fylgdu áhlaup óg enduráhlaup, en yfir allan hávaðann heyrðust þó ópin um vatn. Hvað við bar, vissu þeir Godvm og Wulf varla, því reykurinn og rykið blindaði þá, svo þeir sáu varla fram undan sér. Loks kom ákaft áhlaup og riddarar þeir er með bræðruuum voru ruddu sér braut gegnum fylkingu Serkja og létu eftir sig breiða braut þakta dauðum búkum.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.