Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1917, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.09.1917, Blaðsíða 14
108 HEIMILISBLAÐIÐ komnir gegnum hana og stefndufmóti soldáni, er sat á hinum hvita hesti sínum, með son sinn óg Hassan fursta við hlið sér. „Yel þér Saladín, en eg vel Hassan“, hróp- aði Wulf. í sama bili mættust þeir, og allur her Serkja rak upp angistaróp, er þeir sáu drotn- ara hinna trúuðu hníga til jarðar fyrirþessari síðustu atlögu hinna æðisgengnu, kristnu riddara. Soldán reis þó brátt á fætur aftur og fjöldi bogsverða skullu á herklæðum God- vins í senn, og hestur hans fjell dauður til jarðar, en sjálfur hljóp hann úr söðlinum og brá sverði sínu. í sama bili þekti Saladín merkið á skildi hans og hrópaði: „Gefist upp, Sir Godvin! Þér hafið barist hraustlega. Gefist upp! En Godvin, sem ekki vildi gefast upp, svaraði: „Þegar eg er dauður, en fyr ekki!“ Soldán talaði eitthvað, og meðan nokkrir af mamelúkum hans rjeðst á móti honum en gættu þess þó að sverð hans næðu þeim ekki, réðust aðrir að baki hans, og gripu um handleggi hans og feldu hann til jarðar og bundu hann. 'Wulf hafði einnig barist. Hestur hans var dauðrekinn í gegn, þegar hann hleypi af stað móti Hassan fursta. Wulf var lítið sár, og reis strax á fætur og hrópaði: „Þannig, Hassan, gamli fjandmaður og vinur, hittust við loks. Komið og borgið þá skuld, sem þér skuldið mér fyrir vínið forðum. Nú er maður móti manni, sverð móti sverði.“ Hættan eykur hugprýðina. Af brauði og salti fá kinnar fagran roðai Það, sem lífgar, það er andinn. Eriður nærir.^Ófriður tærir. Raflýsing. Nú er komin rafiýsing allvíða í kaupstöð- um og kauptúnum hér á landi. Ætti að koma allstaðar, þar sem því verður viðkomið. Bezt er að búa að sínu, það reyna menn nú á þess- um styrjaldartímum. Reykjavíkurbær ætlar að kom á hjá sér rafhitun og raflýsingu að styrj- öldinni afstaðinni. Bærinn hefir með það fyrir augum keypt vatnsafl í Soginu af Guðmundi Þorvaldssyni bónda á Bíldsfelli og goldið honum 30 þús. krónur fyrir þau réttindi. Skrítlnr. Faðirinn: Áttu marga vini í skólanum Friðrik litli'? Friðrik: Nei, eg á engan vin þar. Faðirinn: Hvernig stendur á því? Friðrik: Þegar strákarnir berja mig, þá þoli eg þeim það ekki, og hinir strákarnir, sem eg þori að berja, þeir reiðast mér. Frúin: Þú skalt fá leyfi til að heimsækja unnustann þinn, Sína min, en þó því aðeins að honum sé full alvara með að giftast þér. Sína (gremjufull): Já, það hafa þeir nú allir fullyrt unnustarnir mínir, að sér værifull alvara. Það er nú ekkert að byggja á karl- mönnunum svoleiðis. Prentvilla hefir slæðst inn í fyrirsögnina á Draumnum frá Eyrarbakka í 7. tbl. þ. á. b!s. 82, þar stendur: Guðlnug Aradóttir, en á að vera Guðlaug Aronsdóttir. Sunnanfari I. ár. nr. 3 og IV. ár nr. 2 óskast keypt á afgr. Heimilisblaðsins. Biöðin verða að vera ógölluð. Hátt verð! TJtgefandi og ábyrgðarmaður : Jón Helgason prenlari Félagsprentsmiðjan, Laugaveg 4.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.