Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1920, Qupperneq 7

Heimilisblaðið - 01.08.1920, Qupperneq 7
HIEMILISBLAÐIÐ 119 sig, i smáhópum, eins og stór-veizla stæði til. En á meðan ráðgaðist Jesús við menn sina, og Mikkael stóð á meðal þeirra, eins og hann væri einn af þeim. Jesú brosti til hans i hvert sinn, sem augu þeirra mætt- ust. Og svo benti hann honum að rétta sér brauðin. Og svo var alt hljótt nokkur augna- blik. Og Jesús horfði til himins og þakkaði Guði. Fór siðan að rétta lærisveinunum brauðin, eitt, tvö, þrjú, fjögur, fimm — og sex og sjö og alt af hafði hann brauð á milli handanna, og lærisveinarnir héldu áfram að sækja til hans brauð handa fólk- inu, og enginn varð útundan. Þetta lók langan líma, Mikkael hjálpaði Andrési i margar klukkustundir — og hljóp siðan upp i brekkuna og fór að smiða sér hljóðpipu, og virti fyrir sér þessa kynlegu sjón; grasflöturinn var eins og feikna stór blómreitur, með allavega litum blómum, og hann blés i hljóðpipuna og söng af fullum hálsi og var alveg frá sér numinn af kæti. Nú hafði hann þó sögu að segja mömmu sinni, þegar hann kæmi heim. IV. Það fer ekki ætið eins og við ætlum. Þegar Mikkael kom heim, voru einhverir, sem á undan honum höfðu komið yfirum vatnið, búnir að segja móður hans alla söguna. Hann hitti móður sina á þvottalorginu og hrópaði til hennar: Mamma, eg hefi gert kraftaverk! — Nei, ertu nú kominn aftur, drengurinn minn. Guð blessi þig. Hvað er það, sem þú ællar að segja mér i fréttum? — Eg hefi gert kraftaverk! — Nei, Mikkael minn, það er nú visl ekki alveg rétt hjá þér. Eg er búin að heyra frá þvi sagt; en hver var það, sem gerði krafta- verkið? — Það varst þú, mamma! Þvi að það varsl þú, sem bakaðir brauðin og gafst mér þau. — Nei, eg gerði ekkert kraftaverk. Það sem eg gerði, var að öllu leyti eðlilegt, það mundi hver móðir hafa gerl. Nei, en hver gerði kraftaverkið? — Jesús Kristur? — Jesús Kristur, já, — og þú, þið báðir. Ofurlítil barnshönd og voldugur frelsari geta gert kraftaverl. fón ^idalin biskup 1720 - 30. ágúst - 1920. Jón biskup Vídalín Þorkelsson er fæddur 21. marz 166G i Görðum á Álftanesi. Faðir hans var Þorkell Arngrimsson lærði á Mel i Miðfirði, Jónssonar; Arngrímur kallaði sig fyrstur Vídalin, þvi að hann var uppalinn i Viðidal. Móðir Jóns var Margrét Þorsteins- dóttir, prests að Holti undir Eyjafjöllum, Jónssonar prests, Þorsteinssonar, þess er Tyrkir myrtu i Vestmannaeyjum (1627). Ein systir séra Þorkels var Hildur móðir Páls lögmanns Vídalins. Ellefu vetra misti Jón föður sinn og lét hann ekki mikið eftir sig, þvi að sagt er, að þeim langfeðgum hafi ekki látið búskapur, og varð Jón því snemma að fara til vanda- lausra. Dvaldi hann 10 ár eftir lát föður síns á ýmsum stöðum, hjá mágum sinum og frændum og átti oft örðugt uppdráttar, svo að slundum varð hann að hverfa frá lærdómnum og stunda útróðra i Vest- mannaeyjum á þessum æskuárum sinum. 4 22. ári (1687) sigldi hann til Kaup- mannahafnar og var þar tvö ár við háskól- ann með tilstyrk frænda sinna og gekk sið- an undir próf i heimspeki og guðfræði og og fékk vitnisburðarbréf i meðallagi, »sem i þá daga var sjaldfengið og þótti stór titilk, segir Jón próf. Halldórsson (sjá Bisk. Sögufél. I. 349). Að afloknu prófi gekk Jón Vídalin i her- þjónustu og er sagt, að kunningjar hans hafi talið honum trú um, að það væri fljót- asti vegurinn til virðingar. Var hann í her-

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.