Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1920, Qupperneq 10

Heimilisblaðið - 01.08.1920, Qupperneq 10
122 HEIMILISBLAÐIÐ Þú konist eins og engill, minn ungi, kæri son, frá æðra heimi færðir mér nýja gleði’ og von. Sú gleði var elskan, sem augun lýstu þin af unaðargeisium þeim vermdist sálin mín. Sú von benti’ á framtíð. Eg hélt það yrði hér. En himneska framtiðin hrosir nú við þér. I anda það sá eg, að engill sendur var, er önd þína sólti og hana’ í Guðs faðm bar. Svo vcl er þér borgið. En samt eg syrgi þig. Að sjá þitt auða skarðið er þungt fyrir mig. En ei skal þó mögla, þvi gotl er guðlegt ráð. Gjörvöllu hann stjórnar af visdómi’og náð. Þvi verði lians vilji. Hann vill hið bezta mér. Hanu vill eg undirbúisl að finna þig hjá sér. Br. J. II. Þeir bræðurnir litlu báðir nú búa i föðurs hendi. Og faðirinn — engum fjærri — lil foreldranna þá sendi, að færa þeim helga huggun i harminum þeirra striða, — þvi auð eru skörðin eftir þá efnis-sveinana friða. Sem ósýnilegir englar þeir eru hjá föðu’r og móður. Þeir tala með engla orðum um uppheims-föður og -bróður: Að faðirinn fóstrar sveina, og foreldrana hann styður, svo breiðist yfir þau bæði hans blessaði kærleiks friður. Og bróðirinn bezti hefir hjá bræðrunum vist þeim fengið, svo undirbúnings við enda þau inn fái þangað gengið. Og þá verður fegins fundur, og fullgrædd verða þá sárin. Og samveran helg mun haldast um himnesku, mörgu árin. Þólí englanna orð að visu sé’ eyrunum dulin manna, á tal þeirra hlýðir trúin og túlkað fær efnið sanna. Og nærvera ungra engla, í Alföðurs kærleiks-mundu, býr foreldrum andans unað, — og einnig á reynslustundu. Br. J- Rykið. Ryk er nærri alstaðar i þvi lofti, sem vei öndum að oss. Og þvi meira ryk sem el' 1 loftinu, því fleiri sóttkveikjur eru i þvi. Jafnvel uppi i sveit, þar sem loftið er þó ferskara og hreinna, er mikið af sóllkveikj- um, en auðvitað ekki eins mikið og í bsej* unum. Til allrar hamingju fer ekki alí Það ryk, sem við öndum að oss, alveg ofan 1 lungun, sérstaklega, ef vér öndum með nel* inu, enda er það hollast og réltast, og sjálf' sagt að áminna börn um það svo sncmma sem unt er, til þess að það verði að vana- Þegar lungu úr bæjarmanni eru skoðuo eftir lát hans, þá eru þau eigi rauðbrún. eins og þau eigá að réttu Iagi að vera, heW' ur geta þau oft verið alveg dökkgrá. Þetta kemur af hinni miklu mergð rykagna, sem hann hefir andað að sér árum saman. Auðvitað er það skaðlegt, að anda að sei miklu ryki, blönduðu sóttkveikjum. E’1 1 allrar hamingju eru ekki allar sóttkveikju1 jafnskáðlegar; flestar eru jafnvel óskaðvæn' ar, en sumar, einkum tæringar-sóltkveikj' an, eru mjög hættulegar. Loftið er hreinast úti á sjónum og ÞeS®' vegna er það bæði hressandi og styrkjan 1 að vera í siglingum Iangar leiðir.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.