Heimilisblaðið - 01.08.1920, Side 11
HEIMILISBLAÐIÐ
123
Það er nauðsjrnlegt heilsunnar vegna að
halda herbergjum, húsgögnum og fatnaði
ryklausum, eins og framast er unt. Þess-
vegna ættu menn aldrei að sofa í herbergj-
um, sem lengi hafa staðið auð, fyr en bú-
ið er að viðra þau innan rækilega og hreinsa
þau, því að rykið sezt alt af að í herbergjum
af ögnum sem koma af húsgögnum, ábreið-
um o. s. frv.
Eins og kunnugt er, þá drepur sítrónsýra
allar sóttkveikjur. Þegar mikið er um ryk
°g hvassir vindar þeyta þvi upp, ásamt
óhreinindum og sóllkveikjum, þá er sér-
iega holt að drekka heimabruggaða gos-
drykki (limonade). Lögurinn er pressaður
úr ferskum sitrónum og blandaður vatni
og sykri eftir vild; þó má ekki gera sitrónu-
safann of sælan. I’etta er þar að auki hið
bezta ráð við ýmsum háls- og lungnasjúk-
dómum. Við ofkælingu eða kvefi, sem er
að byrja, er og mjög gagnlegt að drekka
heitl »limonade«, tilbúið, eins og sagi er
hér að framan, blandað heilu vatni, en ekki
köldu.
Hykagnirnar eru afar-smáar, svo að þær
sjást sjaldan berum augum, nema þegar sól-
io skin inn um gluggana; sjást þær þá eins
og gráar rákir. Þeim, sem nola ryksygil
(slövsuger) er alt af bezt að leggja votan
dúk yfir húsgögn, sem ryk er barið úr. Sá
dúkur sýgur i sig rykið og kemur i veg
fyrir, að það dreifist út um herbergið.
PA ÆFI HALLAR.
Meðan heilsan mín er sterk
og megna eg að skrifa,
glaður dagsins vinn eg verk
og vil hér glaður lifa.
Engu kviða eg skal þvi,
þó árin liði svona.
Heimi biður æðra i
æfi bliðra vona. g. G. i Gh.
X
4
4
4
4
4
4
Lára.
Saga ungTar sttUku.
Eftir Vilhelm Dankau.
Bjarni Jónsson þýddi.
'W'V'W'V'Wyr'V'V'V'W'W'9
►
►
►
Lára varð sem höggdofa. Fað kom
á hana eins og þruma úr heiðskiru lofti,
er hún sá sleðafólkið. Dalby svaraði, að
þau væru á réttri leið; þau skyldu bara
halda beint af augum fram; prestsselrið
lægi i miðju þorpinu, rétl hjá kirkjunni.
En þá er alt i einu hrópað upp: »En
hvað i ósköpunum er þelta! Farna er þá
Lára! Þekkirðu okkur ekki — pabba þinn
og mömmu og hann Möller —?«
Ef Lára hefði mátt fara að óskum hjarta
síns, þá befði hún, áður en þau þeklu
hana, slegið duglega í hestana, svo að þeir
hefðu þotið af stað. En nú vissi húnvarla,
hvað hún átti að gera.
Hún sá glögt — eða þóttist að minsta
kosti sjá fram á það — hvernig förunaut-
um hennar mundi geðjast að þessu að-
komuíólki; og það var henni hrygðarefni,
að hún heyrði föður sinn blóta, og að
vera nú nauðbeygð til að skilja við þessa
kæru förunauta sína og auðvitað fara mcð
foreldrum sinum. Hún óskaði þeim á þessu
augnabliki þangað, sem piparinn grær og
góðan spöl lengra.
»Komdu nú hérna yfir til okkar, telpa
mín! Möller skal láta fara reglulega lílið
fyrir sér, til þess að þú getir selið við
grænu hliðina á honum«, sagði faðir henn-
ar og deplaði augunum til hr. Möllers og
mælli: »Þú hefir þó vist ekki fundið þetla
á lyklinni, Möller, eða hvað?«
Þó að Láru væri það alt annað en Ijúft,
þá varð hún að segja förunautum sinum
deili á öllu aðkomulólkinu. Og þá var nú
heldur en ekki gállinn á Jörgensen! hann
bauð góðan dag og gleðilega hálið og gleði-
leg(jól og sagði »þökk sömuleiðis« alveg í