Heimilisblaðið - 01.09.1936, Blaðsíða 5
HEIMILISBLAÐIÐ
131
vænta þess, að þekking sú, er þeir hafa
fengið 1 förinni, komi fram í starfi þeirra
í þágu íslenzks íþróttalífs í framtíðinni.
Þjóðverjar höfðu vandað mjög til alls
undirbúnings og sýnt mikla viðleitni í
því, að íþróttamennirnir gætu notið sín
fullkomlega hvað afreksgetu áhrærir og
bygðu t. d. fagurt þorp utan við Berlín
nieð öllum nýtízku þægindum, þar sem
þáttakendur leikanna bjuggu einir sáman.
Arangur í flestum greinum varð og liinn
glæsilegasti, því sjaldan eða aldrei munu
eins mörg Olympíu- og heimsmet liafa
verið sett, eins og á þessum leikum.
Frægastir af þátttöku sinni í leikunum
urðu Jesse Owens, Bandaríkja-negrinn,
sem setti Olympíu- og heimsmet á 100 og
200 metra sprettunum og í langstökki;
hann var svo óheppinn, að ekkert af
þessum metum Iians fæst viðurkent, af
því að hann hafði of mikinn meðvind.
Finsku þolhlauparnir Salminen og Askola,
sem unnu 10 km. hlaupið, Höckert og
Lehtinen, sem unnu 5 km. og Iso Hollo,
sem vann 3000 metra hindrunarhlaupið.
Japaninn Muracoso, sem veitti ofurefli
Finnanna svo drengilegt viðnám í þol-
hlaupunum, varð og mikið uppáhald á-
horfenda. Annars voru það svo margir,
sem gátu sér frægð með frammistöðu
Finninn
Salminen,
sem vann
10 kíló-
m.-hlaup-
ið. Á hak
við hann
sést landi
hans, As-
kala.
sinni á leikunum, að ekki er hægt að
telja þá alla upp, þó hinir yrðu miklu
fleiri, sem komu og fóru án þess að vera
að nokkru getið, enda þótt afrek þeirra
oft og^einatt væru hin ágætasta.
Myndin sýnir svissneskan
^ nianna ródrarflokk án
■'áýrimanns. Þessi flokkur
hefir haldið Evrópumet-
inu síðan 1935.
■
I