Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1936, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.09.1936, Blaðsíða 16
142 HÍJIMILISBLAÐlÐ hjólini af stað. Það var 1784. Þá ták hann hið síðasta einkaleyfi sitt. — Nú var vélin orðin nothæf til íleiri verka, en að dæla vatni úr námum, eins og var fyr'r hany dag-a„ Nú varð hún að almennum notum og var nú eigi eins eldsneytisfrek og- áður. Fleiri hafa notið og munu æ njóta góðs af þessu aðalstarfi Watts en af sigurvinn- ingum Napóleons mikla, sem uppi var á sama tíma. Hingað, má þvi með sönnu rekja spakmælið forna: »Víki vopn — fyrir væn- um friði — og sigurdjásn — fyrir sæmdar- verkum«. V. Síðustu ár Watts. En Watt kom fleiru nytsömu til leiðar. Talað hafði verið og ritað uro það, að nota gufu til upphitunar í húsim, en Watt kendi mönnum fyrstur aðferðina við það (1784). Árið 1786 fór hann til París og læiði þar aðferð Bertoldlets að bleikja lín með klóri og kendi það síðan heima fyrir. Iíann fann upp bréfapressuna og tók einkaleyfi á henni (1780). Var það einkar haldkvnm upp- fundning og hefir síðan verið notuö í h\ erri skrifstofu og kaupmannsbúð að heita má. Enginn vafi þykir vera á því, að Wati hafi verið einn hinn fyrsti, sero uppgötvaði, að vatnið var samsett af vetni (vatnsefni) og ,súrefni (ildi), Þegar gaslýsing í húsum og verksm’ðj- um kom fyrst til mála á Englandi, þá var Wa,tt eini maðurinn, sem var svo hleypi- dómalaus, að hann vildi reyna þá lýs ngu. í verksmiðjum sínum, þótt hann hdd.i, að sér væri farið að hnigna við námsstörfin. Þótt hann væri á sjötugsaldri, þá einsetti hann sér að reyna sig en,n á einhverri fræðigrein, sem .hann hefði ekki fengist við áður. Kom honum loks í hug að læra engilsaxnesku, forntungu, Breta. Hann fékk numið hana á skömmum tíma, Sást þá, að hinn undraverði skilningur hans og næmi var í fuilu fjöri. Svona fékst hann áfram við ýmislegt bóknám nálega fram til síð- ustu stundar. Watt dó á óðali sínu 25. ág. 1819. Watt var jarðsettur að Handsworth- kirkju. Minnisvai’ðar vo:u honum re'st r í Westminster Abbey, Lundúnum, annar í Greenock og hinn þriðji í Birmingham. VI. Störf og einkenni Watts. Eins og hugvit Watts var mikið, svo var og þekking hans yfirgripsmikil. Eins og hugsjón hans var stórfeld og göfug’, sú er sérstaklega hefir .helgað nafn hans, svo var hann sjálfur. En hann lifði ekki fyrir eina hugsjón heldur þúsund. Það mátti með sönnu segja um hann, að hvaða lærdóms- efni, sem á var minst, þó að það svo væri af hendingu, þá var eins og ha,nn hefði lagt stund á það eitt um dagana. Hann hafði vafalaust framúrskarandi gott næmi og stálminni, en þó var f jölfræði hans eink- um að þakka óþreytandi elju hans og á- stundun. Watt var að öllu sviplíkur þeim manni, sem er síhugsandi og í heilabrotum. Hann var álútur og studdi oft hendj undir kinn eða höku; siginaxlaður var hann og íölleit- ur, lágmæltur og seinmæltur og digurróm- aður og herti á orðunum að dæmi Skota. Stiltur var hann og kurteis í framgöngu. Vinátta hans var jafnan heit og .hjartan- leg og bréfin hans fjörleg og fróðleg. — Kæmi hann í samkvæmi, þar sem hann ,var ókunnugur, þá gat hann alt af setiö þegjandi og hugsandi, ef ekki var á hann yrt. En sjaldan m,un það hafa. komið fyrir á efri árum hans, því að hvar sem hann kom í hús, þyrptust um hann vísindamenn og herkænir menn, málarar, konur og jafn- vel börn. Konurnar áttu lika nóg erindi við hann; þær komu að leita ráða hjá honum, hvern- ig bezt yrði gert við reyksæla ofna, haldið við hita í herbergjum og litir látnir halda sér o. fl. »Hann hafði svo jafnliprar gáfur til alls, að menn höfðu sagt, að hann væri skap-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.