Heimilisblaðið - 01.09.1936, Blaðsíða 11
HEIMILISBLAÐIÐ
137
g'læpamaðurinn hélt til, og Skugginn haíði
á sinn u;ndirferlislega hátt aflað sér upp-
lýsinga um fákunnáttu hans að þessu leyti
og síðan notað sér hana miskunnarlaust.
Þessi mannskepna horfði nú á það með
köldu blóði, að saklaus maður vapð að gjalda
með lífi sínu fyrir þau glæpaverk, : em hann
sjálfur hafði framið. Og jafnvel þótt hann
hefði lagt hestinn í hættu, þá fekk hann
hann nú aftur. Reiðin hleypti á ný ólgu í
blóð Tom Converce, hann dró andann
þungt og kreppti hnefana, þegar honum
varð hugsað ti.1 Skuggans.,
XII.
Flóttinn.
Reiðin hafði veitt Tom Converce hug-
rekkið aftur og drjúgan skerf í viðbót.
Hann gekk út að glugganum og gægðist út
í myrkrið eins varlega og byggist hann við,
að umsátursmennirnir mundu sjá hann í
myrkrinu og gera hann að skotspæni sín-
um. En hann varð ekki var við hið minsta
merki um líf fyrir utan — að, undantekn-
um vindinum, sem vaxið hafði með skyndi-
legum ofsa og slöngvaði heilum brotsjóum
af regni á veggi gamla gistihússins. Ofsi
stormsins og- regnsins sló kvistum greinar
einnar í rúðuna. Tom Converse hafði
uokkrum sinnum veitt þessu hljóði eftir-
tekt, en nú fyrst sá hann, hvað orsakaði
það.
Stormurinn og myrkrið voru góðir
bandamenn hans. Með hjálp þeirra tækist
bonum ef til vill þrátt fyrir alt að sleppa
gegnum fylkingar óvina sinna. En varla
hafði þessi von, skotið upp höfðinu hjá
honum, þegar hún var kæfð í fæðingunm
af Ijósbjarma fyrir u,tan. Hvort það var
beldur venjulegt ljósker, eðarafmagnspera,
gat hann ekki sagt um, en hvort heldur
Það var, gaf það frá sér skæra birtu, Og
1 þessari birtu gat hann séð regnið og stóru
"feinina, sem gljáði á í regninu. Hún lamdi
kvistum sínum í gluggann, sveiflaðist síð-
an upp og vaggáði því næst og dansaði fyr-
ir ofan höfuð hans — eins og ginnandi tál-
mynd. Greinin var brú, sem gat boi ið
hann heilu og höldjiu yfir það hvldýpi, þar
sem dau.oinn beið hans.
Á hlcðunni beint andspænis var opin
loftlúga. Hann gekk hinum megin við
gluggann, þaðan sem hann gat séð gegnurn
lúguna og inn, í h’öSura. f bjarma lj'skers-
ins sá hann nú í fyrsta skiftið álitlegan
hóp umsátursmanna. Á einni mínútu taldi
hann yfir tuttugu manns.
En það, ,sem dró athygli hans mest að
sér, var miðdepillinn, í hépnum þarna inni,
eitthvað, sem mennirnir höfðu sýnilega ó-
skiftan áhuga fyrir, Það va,r ekkert annaö
enn dökkbrúni, svartdröfnótti hesturinn,
hinn dásarolegi Captain, eins og Algie
Thomas hafði nefnt hann. Rólegur og með
keikan háls stóð hann þarna og lét skoða
sig, og ekki eitt augnablik vék hann höfð-
inu svo mikið sem um einn þumlung frá
manninum, sem stóð fyrir framan hann.
Það var maðurinn með gula andlitið, halti
spilamaðurinn. Tom var alveg sannfærður
um, að þessi maður væri Skugginn sjálfur.
Hann tók upp skammbyssu sína,
En eitthvað af því, sem Thomas sheriff
hafði sagt, kom honum til að hika. Það var
ekki rétt að skjóta mann, jafnvel ekki
þrjót eins .og manninn þarna, niðri, án þess
að láta hann fyrst vita, að hann væri í
hættu,. Jafnvel eiturslangan hegðaði sér
drengilegar. Það hringlaði í henni, áður en
hún hjó.
Hve kænlega hafði ekki Skugginn lagt
á ráoin, og hvilíkum sigri gat hann ekki
hrósað! Tom ,g',at ekki annað en dázt að
honum, hversu mjög- sem hann formaclti
honu,m í hjarta sinu. Þarna stóð hann niori
umkringdur af tuttugu mönnurn, sem hver
og ein.n hafði l,agt lífið í hættei, til Jress að
gera út af við Skuggann — þarna stóð
hann og klappaði hesti sínum alveg róleg-
ur! ,
»Eitt græði ég þó að minnsta kosti á