Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1936, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.09.1936, Blaðsíða 14
140 HEIMILISBLAÐIÐ JÁlMllES WÁII III. Watt fer aö endurbœta gufuvélina. Það var ekki fyr en 1763—64, að W.att fór af alvörti að gefa sig- við gufu.vaUnni. Það' atvikaðist með þeim hætti, að hann var beðinn að g’jöra við vélina, sem New- comen hafði smíðað fyri,r daga Watts. Newcomen, enskur maðuir, bjó fyrstur til þá, gufuvél, sem nothæf væri til vinnu. Var hún þó mjög ófullkomin, en dæla mátti þó með henni vatni úr námuni, en var þó óhentug til þsss og kostnaðarsöm, og þótti því betra að nota hestafl til, þeírra hluta. Áður hafði Watt verið að gjöra til- raunir sínar með ,hinu,m svonefnda Papíus- katli, hvernig gufukraftinn mætti gera almennt nothæfan. En nú (1764) steig hann það sporið, sem gerði hann frægan. Háskólinn, átti Newcomens-vélina og var hún þar höfð, er fyrirlestrar voru haldnir í hreyfingarfræði til að sýna, hvað hún gæti gert En nú hafði aldrei tekist að koma henni af stað, ljklega af því að smíð- inni hefir verið eitthvað ábótavant. Watt var nú fengin þessi vél og átti hann að setja hana af stað. Honum tókst það von bráðar, en líkaði illa, hvernig hún gekk, enda kvað hann hana verai, eins og hann hafði haldið í fyrstu ••— leikfang ha.nda. börnum. Hann sá nú fljctt, hvernig á því stóð, að hún gat ekki gengið reglu- iega, eins og aórar Newcomens-vélar. Það var tvent, sem útheimtist til þess, að hún gæti verið í lagi: háan lrita og svo mikið lofttómt rúm undir bulluna í strokknum, sem unt væri. Þessum skilyrð- um varð ekki fujlnægt með því ein,u, að hleypa köldu vatni inn í strokkinn, eins og gjört hafði verið í vélum þessum, því að sá galjinn var á því, auk annars, að þeg- ar gufunni var aftur hleypt inn í strokk- inn, þá þéttist gufan að nokkru leyti af því að snerta kaldar hliðarnar á strokknum og við þáð íor miikiJl hiti forgörðum og vélin varð. bæði eldiviðar- og gufu-frek um Jeið. Watt gerði nú hverja tilraunina á fætur annari og hugsaði ekki um annað, hvorki nótt né dag en hvernig þessu: yrði kipt í liðinn, Hann rannsakaði nú fyrst allar bækur um það efni sér til ljeiðbeiningar cg safnaði öllu, sem honum datt í hug, að sér gæti orðið til liðs og tekur svo til, starfa og einsetur sér að hretta ekki fyr en hann fái ráðið gátuna, Loks hugkvæmd;st hon- um að hafa sérstakt ker til að þátta með gufuna. Þetta ker er hinn svonefndi þéttir (condensator) í gufuvélinni. Með þessu hafði þá Watt stigið fyrsta sporið á því skeiði, sem nafn hans 'er orðið svo frægt á, að það mun æ síðan uppi verða. Á þess- ari u.ppfundningu: sinni tók hann einka- leyfi (1765) og fékk það. framlengt 1789, því að hann breytti henni og lagaði hana oft og mörgum sinnum. Alls tók hann 4 sinnum einkaleyfi á véljnni eftir þetta, eða við hverja nýja endurbót (1769, 1781, 1782 og síðast 1784). Nú vann gufan að öllu ein, en ekki loftþrýsting, eins og áður. Guf- an var leidd frá katlinum inn í strokkinn, ýmist fyrir cfan eða neðan bulluhöfuðið, en loftið komst hvergi að, því að Watt lét strckkinn vera lokaðan, í báða enda, Þegar Watt snéri sér algjörlega að end- urbótinni á gufuvélinni (1764), þá sagði ha.nn af sér embætti sínu við háskólann. Þegar hann skilaði háskólanum Newcom- ensvélinni úr aðgerðinni, þá sagði hann: »Heimurinn tekur stakkaskiftum, þegar búið er að bæta úr því, sem áfátt er við þessa vél«. Og að því vann hann í samfjeytt tíu ár að breyta vélinni og bæta hana, og varð um leið að vinna á ýmsan hátt fyrir konu og börnum. Oft áttu þau ekki máíungi mat- ar og varð Watt þá oft að þola þungar á- sakanir af hólfu konu sinnar fyrir áhuga hans á þessum árangurslausu: tilraunum. Þau yrðu oft að svelta heilu hungri fyrir það. En þá sannaðist það, að fátækt og skortur geta ekki drepið dáðina úr þeim,

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.