Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1936, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.09.1936, Blaðsíða 4
130 HEIMILISBLAÐIÖ Jesse Ow- ens, r egr- inn, sem setti nýtt heinismet í 100 m. hlaupi og langstökfíi — sem þó fást ekki viöurkend vegna meðvinds. (»Reichsportfeld») er Þjóðverjar höfðu bygt aðallega vegna Olyrapíuleikanna. Rúmuðu þessar byggingar samtals um 200.000 áhorfendur, og mun oft bafa ver- ið um 150.000 manns samtímis að horí'a á kappleikana. En auk þess fóru ýmsar íþróttir fram á öðrum stöðum, svo sem hjólreiðar, róður, siglingar, skotfimi o. fl. Mun ekki mikið í lagt, þó gert sé ráð fyrir, að áhorfendasvæðin á Olympíuleik- unum hafi alls rúmað um 350—400.000 manns. Sést af þessu, livílíkt risaleiksmót Olympíuleikarnir eru og hve stórkostleg- an undirbúning þarf til að lralda þá, enda unnu um 2500 manns í nærri 3 ár aðeins að byggingu aðalleikvangsins. Þátttaka í Olympíuleikunum hefir aldr- ei verið eins inikil og nú, þrátt fyrir mikinn andróður gegn leikunum af póli- tískum uppruna. Tóku 52 þjóðir þátt í leikunum með samtals um 5000 íþrótta- menn. Meðal þjóða þeirra, er þátt tóku í þeim, voru íslendingar — í fyrsta sinn undir sínum eigin fána. Sendu íslending- ar samtals 15 keppendur, í sundknattleik og frjálsar íþróttir. Árangur hvað sigur- vinninga snertir var ekki mikill enda var það vitað fyrir fram. En hins má vænta, að mikill árangur verði af för ís- lenzkra íþróttamanna á leikana, því áreið- anlega liafa þeir bæði sótt þangað áhuga og þekkingu. Auk keppendanna fóru á leikana í boði framkvæmdanefndar leik- anna, 30 íþróttakcnnarar og -leiðtogar, víðsvegar af landinu, og má áreiðanlega

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.