Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1943, Side 4

Heimilisblaðið - 01.03.1943, Side 4
44 heimilisblaðið ar stóðu á víð og dreif um fómarstaðinn og virðast eingöngu hafa haft þá merkingu, að halda vörð um lielgireitinn sjálfan. Aðrir steinar standa í nánd þeirra reglulaust, að því er sýnist. Hinn stærsti þessara reisisteinadiringa er hér um bil 111.5 m að þvermáli, og kringir um hann eins konar gróf 8.84 m breið og 1.83 m djúp. Mikið af grjótinu er nú hrun- ið og annar 6taðar hefir það því miður ver- ið flutt burtu af hagsýnum mömiuin, því að áhugi þeirra á eigin hagsmunum og gagni hefir skyggt á allar hugsanir um önnur verð- mæti! Haldið er að í hringnum sjálfum hafi verið upphaflega 35—40 steinar, en nú eru ekki nema 13 þeirra á sínum upphaflega stað; mesta liæð hans er hér um bil 4.27 m. Enn fleiri steinar liéldu sæti sínu í reisi- hringnum fyrir eiuni öld. Getur meðal þeirra sérstaklega um „stein Óðins“. Hann var afar hár og gat var í gegnum hann; segir í fyrstu, að það ætti að merkja auga óðins, en nú er ætlað að gatið eigi sér friðsamlega merkingu. Steinninn heitir ekki framar „steinn Óðins“ heldur „Várar steinn“ og sveinar og meyjar mætast þar til að bindast trii og tryggðum hvort öðru; liandaband um þetta fræga gat kvað á eyjunni liafa haft sama gildi og kirkjuleg vígsla, svo að yfirvöld, kirkjuleg og horgarleg, liafa á öllum tíðum átt í stríði að koma lagi á eftirá. Þegar haft er í huga, að engar tilfæringar nútíðar til að flytja Jumga og byrði voru til á })eim tíma, þá er fornleif- ar þessar voru búnar til, þá hrífumst vér ósjálfrátt af aðdáun að orku fornaldar for- feðra vorra á að yfirstíga það, sem kallað er nú á dögum „bláber ófæra“. Jarðfræðin hermir, að steinarnir sé allir sanian fluttir að Steinsnesi — þar sem fyrr- téður reisihringur, hinn stærsti, er nú — frá Vestrifold, sem liggur á norðurströnd Skjæls- bótar (Skaillbótar) í 10—13 km. fjarlægð. Því miður geyma sögurit vor enga trúverða frásögu um þetla fyrirtæki. Auk reisisteinanna hafa fundizt leifar af aðsetri Pikta á eyjunum, neðanjarðarbústað- ir nokkrir, fyrir komu Norðmanna. Þjóð- flokkurinn virðist því liafa búið 6ér til hæli og lieimili neðanjarðar. Veggirnir virðast enn þá vera feikna samheldir. Bústaðurinn sjálf- nr líkist helzt býflugnahúi. Piktahær í mjög góðu viðhaldi er enn til nálægt Kirkwall. Inn- gangurinn er hér um hil 2.44 m. langur og 0.9 m. breiður, hallar niður allt að 2.44 rn- dýpt. Þar, sem hann endar, eru þrír inngang- ar svo lágir, að skríða verður inn. Þeir liggj8 hver til síns lierbergis. I herbergjimum er engin loft- eða ljósleiðsla nema um göngin, nema í lofti stærsta lierbergisins er glufa milli steina. Glufan er nú troðin full af mold, en eitt sinn kann hún að hafa verið bæði gluggi og reykháfur. Bústaðir þessir eru á víð og dreif á eyj- unum. Markverðastur þeirra er, ef til vill, sá sem er við Skjælsbótina (Skaill) og nefnist „The Werms of Skara Brae“. Með uppgreftri í nánd við hann fannst árið 1858 mikil hrúga silfurmynta og skartgripa auk nokkurra bein- og steintóla. Meðal inyntanna var einn pen- ingur, sleginn á stjórnaráruni Aðalsteins kon- ungs 925 e. Kr. Einnig fannst þar „St. Pét- urs mynt“ frá 10. öld. Nokkrir liaugar eru og til á Orkneyjuni; hinn alkunnasti er við Maesliowe á Steins- nesi. Til að sjá er liaugurinn eins og venju- leg melþúfa, æði stór um sig, liann var upp- grafinn á kollinum. Þegar niður í haim kom, fundust fvrst lág göng, sem verið hafa upphaf- ega inn- og útgangur haugsins. Niður í haugn- um er mjög stór miðstofa með 3 hliðarher- bergjum. Veggir herbergjanna eru gerðir af helhun gríðarmiklum. Á hellur þessar eru ristar bæði myndir og rúnir. Þó eru Jiær ekki frá þeim fyrndartíma, er haugurinn var gerð- ur, heldur frá seinni tíð, árunum 1150—51- þá er krossfararsveit, sem beið eftir Rögn- valdi 2. jarli, rauf legshelgina og kannaði grafarhýsin. Rúnaristan skýrir frá því að eng- ar menjar fundust hins látna, hvorki vop» ué skartgripir, og bendir það á að liaugur- inn liafi verið brotinn og rændur áður. Aðrar menjar frá tíma Pikta eru rústir eins konar sívalaturna. „Broch“ uefnast þeir á tungu landsins. Þeir hafa verið hafðir til árásar og varnar á ófriðartímum. Allt mæl- ir með því, að þeir sé frá miklu seinna tíma- bili en neðanjarðarbústaðirnir, er minnst var á að framan. Þó hafa þeir til orðið svo önd- verðlega á tímum, að þeir lágu í rústum, þeg- ar Norðmenn komu til Orkneyja. Furða virðist, að sögumar minnast ekki á þjóð þá. sem hlýtur ]ió að hafa búið á eyj'

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.