Heimilisblaðið - 01.03.1943, Page 8
4K
HEIMILISBLAÐIÐ
hann fann, að fiskurinn lilyti að.hafa verið
2.51 m. til 3.20 m. að lengd og verið annars
á stærð við hnýsu. Leifar þær, sem liann fann,
má sjá í Straumness-safni.
Fundizt hafa á sama stað steingerviugar af
öðrum brynfiskum, t. d. Pterichtys, samtíða
asterolepis-ar.
II.
JARÐFRÆÐl Orkneyja eru „forna rauða
sandbergið“ og steingervingarnir í því af-
ar markvert. Hugh Miller segir: „Ég ýki eng-
an veginn, er ég staðhæfi, að fleiri fiska-
steingervinga sé að finna í þeim tiltölulega
litla berglagshluta, — sem er á smáeyjum
þessum og talinn steingervinga-fátækastur
allra til þessa, heldur en í nokkru hinua
grjótlaganna, sem í enska ríkinu eru. Orkn-
eyjar eru fortakslaust „paradís fiska“, þeg-
ar skoðað er frá fyrndar sjónarsviði, og gætu
miðlað öllum söfnum jarðar fiska-steingerv-
ingum í skepputali, eins og væri þeir venju-
leg verzlunarvara. Þetta berglag með öllum
þess mikilvægu fyrndarleifum vii'ðist hafa
Ivfzt og lent á röð við um 1.6 km. breitt og
vel 9.6 km. langt blágrýtislag, er myndar,
ef svo má segja, hrygginn í vestlægum hluta
Pomona í Orkneyjum, og á þessum blágrýt-
isöxli, sem klemmdur er inni milli liafs og
hárra brekkna, er bærinn Straumnes reistur.
Jarðfræðileg bygging er þessi: Neðst er
Straumness- og Graemsay- (Grímseyjar) blá-
grýtið, þá er þunnt lag, „Pudding stone“: of-
an á því liggur skífuberg vestlæga megin-
landsins eyjarinnar, sem líka finnst annars
staðar á eyjunum og auk þess er þar sand-
bergslagið gula og rauða kringum Deerness,
South Ronaldsa) og öðrum stöðum og loks
á Hay-eyju.
Margir stærri og minni bæir og þorp eru
á víð og dreif um evjarnar, en hér verða ekki
nema fáeinir binna lielztu taldir: „Fiskistöð-
in St. Maríu Hólmi“. — „St. Margrétar Hope“
nefnd eftir „Margrétu frá Noregi“. Hún kom
frá Noregi og varð að lenda á eynni (South
RRonalday ) á leið sinni til Skotlands. Hún
giftist á Skotlandi og dó skömmu eftir komu
sína, árið 1292. Þá er „White HolI“ á Strons-
a\ og Kettletoft á Sanday. Sú síðarnefnda
er nyrzt evja í eyjaklasanum. Við hana halda
eimskip uppi reglulegum samgöngum.
Mörg forn höfðingjasetur eru á Orkneyj-
um. Af þeim skal nefna Noltland-kastala á
Vesturey. — Hann átti liirðstjóri Maríu Stu-
arts á stjórnarárum liennar. Þegar horfur
gerðust rosalegar fvrir hana, bauð hún hon-
um, að gera kastalann að öllu búinn til mót-
töku hennar. Hún hvarf samt frá því ráði
sínu, og kaus í þess stað að leita lijálpar
og verndar hjá frænku sinni Elisabetu, Eng-
landsdrottningu. Allir vita, hvernig launað
var traust hennar.' Hvernig liefði þessi liluti
veraldarsögunnar orðið, ef María Stuart hefði
leilað hælis í Noltland-kastala í staðiun fyr-
ir á Fotheringay; Þótt það sé raunar ekki
til neins að sökkva sér niður í hugsanir um
„hvað hefði getað orðið, ef ...,“ þá geta
inenn samt aldrei losað sig alveg við það og
stundum getur maður komizt mjög staklega
við í slíkum draumórum.
Meðal kastalarústa fornaldar, sem grafið
hefir verið í á seinni tímum, má nefna kast-
ala Sveins Ásleifssonar á Gairsav. — Við
drykkju hafði Sveinn í bræði drepið einn
af mönnum Páls jarls — og varð að flýja og
leita sér hælis á öruggum stað. Hanu sett-
ist þá að á Gairsay, lagðist í víking og rændi
strandir nálægra landa. Gröfturinn leiddi 1
Ijós, að drykkjuhöll Sveins, sem er afar sterk-
lega byggð, hefði gevmzt bezt. Sögurnar geta
þess, að sonur Sveins bvggði tvo gaflsenda við
„drykkjuhöll“ föður síns. Og þá, er múr-
smiðir fyrir skömmu voru að ryðja til inni
í byggingunni, rákust þeir á leifar tveggja
gamalla múra, meira en meterþykkar, sen1
gengu út sín livoru megin inngangsdyra. Nú
er byggingin endurreist að fullu og búin öll-
uin nýtízku þægindum — m. a. miðstöðvar-
kerfi.
Ralfour-kastali stendur á fögrum stað og
tígulegum. Hann ef fegurstur bústaða á eyj-
unum. Lystiskógurinn er einkar tilkomumik-
ili. Melsetter á Hov-ev er líka merkilegt set-
ur. —
íbúatala Orknevja var 24.000 við mann-
talið 1921. Talan vex ekki, því að útflutn-
ings-procentan er mjög há. íbúatalan var
nokkuð hærri fyrir 100 áruin, en það kemur
vafalaust of því, að vélaiðnaður hafði þá enn