Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1943, Page 12

Heimilisblaðið - 01.03.1943, Page 12
52 HEIMILISBLAÐIÐ E R L A : ÁLÖG ÞOKUNNAR Hallur sig áö heiman í hjásetu bjó, gerður út meö nesti og og nýja leðurskó. Snati litli tindilfœttur tifaði méö, vanur því aö sœkja og fara kringum féÖ. Klukkan var um átta og lágt á lofti sól, er þeir komu feröbúnir fram á kvíaból. Mjöltum var þá lokiö, og mjaltakonur tvœr töldu út úr fœrigrindum fjörutíu œr. Bítandi um bakkana búsmálinn rann. Átta ára drengur til ábyrgöar fann. Ásauöunum fylgdi’ hann, en feginn varö hann því, er blessunin hún mamma bœttist hópinn í. Stillt og hljóö gekk mamma, sem stara myndi önd fjarrœnum sjónum á fjarlœga strönd. — Mamma hóf aö stundarkorni máls á þessa leiö: „Eftir þessu fœri ég áöan heima beiö. Ganga vildi’ eg, gimsteinn, úr garöi meö þér fyrstu fet þess vegar, sem framundan er. Hjásetan langþreyöa hefst nú fyrir þér, vekur þig til verka — en vandasöm hún er; tilvaliö starf fyrir tápmikinn dreng, hrœrir til dáöa hvern hjarta þíns streng. — Sex ára var ég, er sat ég alein hjá, hvorki var ég beisin né buröug oröin þá. Ekki gat ég talizt aö ytri gœöum rík, átti ekki húfu og enga hlíföarflík. Böggullinn var léttur, sem bar ég heröum á, tvœr smuröar flatkökur — taliö er nú þá. Gat ég vart aö hádegi geymt mér þennan auö,

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.