Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1943, Síða 16

Heimilisblaðið - 01.03.1943, Síða 16
56 HEIMILISBLAÐIÐ .4*...... Margir eiga þróttmikla, þjálfaða lund, en allt of fáir þolgœ&i’ á örlagastund. Gerir þaS hvern góðan og göfgar hjartans þrár, tungu sína’ að temja í tuttugu ár. Þeim er heitið konungdómi’, er þjálfar sína lund og yfir henni rœður á örlaganna stund. — Hjarta þitt er ríki, sem ráða þú átl, vaxa þar til valda með viti’ og þroska brátt. Lœri menn í litlu að láta’ á móti sér, gela menn gersigrað girndanna her. Ef menn leyfa ástríðum að erjast þar u,m völd, fá menn áldrei friðað ríkið fram á hinzla kvöld. Engum hœfir kóróna, sem kann ei tök á því, áð halda vörð um helgidóminn hjarta sínu í. Áhugans eldur, sem aldrei kulna má fórnarstálli kœrleikans funi þar á. Æfintýrið vermi þig inn að hjartarót, lýsi það og verði þér leiðinda bót“. — Staðtiœmdist mamma og starði drenginn á, hendi undir svuntuna hœgra megin brá. Lagði’ ’hún eitthvað lítið í lófann. Hvað var þáð? eitthvað svo vandlega vafið í blað. Leit hann þarna Ijómandi lítinn festarhníf! ,,Hann sé þitt í hjásetunni hálfa yndi’ og líf. Fylgi þér nú hamingjan svo farnist þér vel. Gleymdu ekki hjörðinni, þó hœkki kofi’ á mel!i( Mamma gekk svo prjónandi í hœgðum sínum heim. — Ærnar runnu’ á haga og Hallur fylgdi þeim. Hlýju móðurhendinni hafði smalinn sleppt, og táknrœnu gjöfinni’ á treyjubarminn hneppt. „Sœmir sízt að kvarta, þó sitthvað bjáti á, hugann lœt ég hverfa heim til mömmu þá. Æfintýrið, fylgdin og góða gjöfin þín, verða munu í þokunum vegaljósin mínii. Öruggur, léttur, með upptendrað þor, fetaði’ ’hann upp fjallið sín fyrstu hjarðmannsspor,

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.