Heimilisblaðið - 01.03.1943, Side 20
60
HEIMILISBLAÐIÐ
INGIBJORG
Skæra ljósbirtu lagði frá breiðu borð-
stofugluggunum hans Klausens læknis,
yfir rúmgóða garðssvæðið fyrir framan
húsið, þar sem ungviði fjölskyldunnar,
tveir ólmir, hrokkinhærðir skóladrengir,
tvær hláturgjarnar smátelpur og svo elzta
systirin, Ingibjörg, átján ára að aldri,
voru að ólmast í snjókasti. Snjóboltarnir
flugu á milli þeirra eins og skæðadrífa,
og móðir þeirra varð að kalla tvisvar áð-
ur en ólmaganginum linnti.
„Hættið þið nú, börn, teið er tilbúið!“
Sveinn kastaði þó snjóbolta einu sinni
enn, og þá varð Knútur auðvitað að end-
urgjalda sendinguna, og úr því að þeir
béldu áfram, var hinum sennilega óhætt
líka.
„Hvað liugsið þið, börn? Pabbi bíður!“
Þetta hreif. Börnin hlupu eins og ör-
skot inn í húsið.
Læknirinn stóð í gangimun og Ingi-
björg hljóp beina leið í fangið á honimi.
„Skárri er það nú ærslabelgurinn!“
sagði hann og strauk ljósjarpa hárið mjúk-
lega frá fagurrjóðu andliti liennar um
leið. „Hvernig eigum við að fara með
liana, mamma?“ sagði hann.
„Ingibjörg hefir verið önnum kafin í
þótt henni væri nú ekki stjórnað frá Byzan-
tinum.
Upp úr árinu 1000 kom breytingin. Kristn-
ir menn höfðu vænzt lieims slita það ár. En er
árið var liðið, var sem ský hyrfi frá sólu. 1
Vesturlöndum tóku menn, fylltir guðmóði, að
reisa kirkjur og kapellur. Ekki einungis
byggingarstílliun varð nýr, gotíkin, heldur
einnig skreytingin. Inn á svið málaralistar-
innar kom ný stefna. Boðberi hennar vaf
ítalski málarinn Angiolotto Bondone, kallað-
ur Giotte og um hann og list hans ræðir í
næsta kafla.
Smásaga eftir Corneliu Levetzou
allan dag". svaraði móðir hennar. „Stofu-
stúlkati er með áleitna höfuðverkinn, svo
að Ingibjörg varð að taka hennar störf í
línstofunni á sig líka, og ég verð að játa,
að hún stóð sig vel í því, en hvernig hún
getur ólmast svona á eftir, fæ ég ekki
skilið“.
„Það er nú einmitt ákaflega hressandi
eftir liitann og stöðurnar inni. Nú skal
sannarlega ekki skorta á matarlystina! ’
Klausen læknir var vanur að gera að
gamni sínu við börn sín og njóta lieim-
ilislífsins í fullum mæli, þegar hann sat
við kveldverðarborðið með fjölskyldu
sinni, eftir allt annríki dagsins og erfiði
í starfi sínu. En í þetta skipti var hann
þögull, og það hvernig liann tók mn enn-
ið við og við, og skyggði hendinni fyrir
augun, benti til þess, að hann væri í al-
varlegum hugleiðingmn.
Að máltíðinni lokinni var heimilisfólk-
ið kallað saman og Biblían tekin fram.
og hver maður settist í sitt vanasæti, a
rneðan á kvöld-guðræknisstundinni stóð.
Frú Klausen tók í hönd manni sínum,
áður en farið var að syngja, og sagði: „Þú
býrð yfir einhverju, góði minn. Segðu
okkur livað það er, svo að við getum bor-
ið það fram fyrir Drottin í sameiningu“-
Hann kinkaði kolli því til samþykkis-
„Við vitum það öll, að það er bæði barna-
veiki og inflúensa á mörgum heimilum
hér um þessar mundir, og ágætu hjúkr-
unarkonurnar okkar eru allar önnuin
kafnar, og vökukonurnar eru það líka.
Eg get enga þeirra fengið lianda lionum
Ólsen garðyrkjumanni í Engihlíð. Það er
brjóstumkennanlegt að horfa upp á þa
vesalinga. Konan og börnin fimm eru
þungt haldin af inflúensu og maðurion