Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1943, Qupperneq 22

Heimilisblaðið - 01.03.1943, Qupperneq 22
62 HEIMILtSBLAÐIÐ þér, Kristján minn? — Getur Drottin í raun og veru krafist----- „Krafist! Þetta.er gjöf, svar við bæn þinni. Þú sást að ég var dálítið hikandi í gær, en ef við færum að gera athuga- semdir núna, þá hefði bæn okkar ekki verið annað en látalæti“. Frú Klausen þagði við andartak, en svo mælti hún lágt en ákveðið: „Þú hefir rétt fyrir þér, en ég rangt. Englar Drott- ins umkringi nú Ingibjörgu og verndi hana frá öllu illu! — Taktu nú eftir hvað liún er umhyggjusöm í því, að búa út skólamatinn handa börnunimi. Ég skal þá, þess í stað, bera mnhyggju fyrir henni, láta í töskuna hennar og sjá henni fyrir matarbita með sér, og öðru því, er þú fyr- irskipar til styrktar og næringar handa sjúklingunuin. — Viltu ekki skrifa skrá yfir það?“ Læknirinn gerði það fúslega, og það væri rangt að segja, að liann væri smá- tækur, enda varð línskápurinn að láta ásjá all-myndarlega. Þó var það ekki tal- in gjöf, heldur lán. Börnin stóðu í hnapp, þögul og hátíð- leg, pg liorfðu á. Átti Ingibjörg að fara í burtu í alvöru? — Svo sóttu telpurnar brúður og myndabækur, og drengirnir knetti og önnur leikföng handa veiku börnunum, þeim til afþreyingar. Við morgun-guðræknisstundina var sunginn sálmurinn: Enginn þarf að óttast síður, en Guðs barna skarinn fríður o. s. frv. og heimilisfaðirínn bað stutta bæn fyr- ir barninu sínu og fól hana í Drottins hendur. Kveðjustundin var einnig stutt, og enginn felldi tár, en þegar vagninn var horfinn, gekk húsmóðirin í einrúrn, og það varð henni að vera leyfilegt. „Þú kemur til okkar á hverjmn degi, pabbi“, sagði Ingibjörg og kenndi nokk- urs óstyrks í röddinni, „eða heldurðu að þú gerir það ekki?“ „Jú, barnið mitt, og skeð getur að ég komi tvisvar á dag, til þess að sjá hverju fram fer. Hjónin eru ekki sérlega ástúð- leg, að minnsta kosti ekki á ytra borðinu, en ég held þau þó ekki eins afleit og orð fer af, og þú verður að taka ónotum og skömmum með blíðu jafnaðargeði og ósanngjörnmn duttlungum og einþykkni veslings sjúku og þjáðu konunnar með mildri einbeittni. Maðurinn er þunglynd- ur og nokkuð sárlyndur, og álítur sér út- skúfað, bæði af Guði og mönnum. En ég held nú samt, að liann kunni að meta það, að þú kemur til þeirra og muni að- stoða þig eftir mætti. Börnin eru senni- lega ekki auðsveip í umgengni, en var- astu að leita aðstoðar móður þeirra, því að komast verður hjá því, að lúskra veiku barni. Nú, nú, þú skalt samt ekki láta hugfallast, þetta fer sennilega allt vel. En ég tel bezt að þú kynnist ástæðunum uokkuð, áður en þú kemur að þeim. Við erum nú alveg að koma þangað. Garð- urinn í Engihlíð tekur við þarna, sem þú sérð timburkofann í horninu“. „Góðan daginn, Ólsen, hvernig líður hjá yður?“ sagði læknirinn, er garðyrkju- maðurinn kom til þeirra að vagninum. Hann var meðalmaður á hæð, holdgrann- ur, hárið hrokkið og hæruskotið, inneyg- ur og gráeygur, og þreytusvipur á andlit- inu. „Við höfum átt eina liina amnustu nótt. Mér hefir ekki komið dúr á augu, því að ef eitt barnið sofnaði, vaknaði annað. og á því gekk alla nóttina. Ef að við fá- um enga vökukonu, þá fer ég líka veik- ur í rúmið, því að ég þoli þetta ekki til lengdar“. „Vökukona er ófáanleg, en ég er með

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.