Heimilisblaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 42
82
HEIMILISBLAÐIÐ
„Já, það er nú einmitt það, sem enginn
veit“.
„Ef lnin er dáin, þá segið mer það undir
eins“.
„Nei, ég veit ekki til þess, að hún sé dauð“.
„En hvar er hún þá? 1 Guðs nafni segið
mér það, sem þið vitið um liana?“
„Hún er horfin!“
„Horfin, hvernig iiorfin?“
„Það er mánuður síðan, að hún hvarf, og
síðan höfum við hvorki heyrt frá henni eða
séð hana“.
Ég var nærri dottinn um koll, en ég stillti
mig samt, gekk fast að föður mínuin með því
fasi, að hann hörfaði óttaslegimi aftur á hak.
„Þú ætlar þó ekki að berja föður þinn?“
sagði hann.
„Nei“, sagði ég, „en ég vil fá að vita sann-
leikann. Hvar er Annita, hvað liafið þið gert
af henni? Hefurðu drepið hana?“
„Eins og ég hefi sagt þér, þá livarf hún
fyrir mánuði og enginn veit hvað af lienni
hefir orðið“.
„Faðir minn, það er ekki satt. Þú lýgur að
syni þínum, þú leynir þessu fyrir ntér, en
ég vil vita sannleikann, jafnvel þó ég þyrfti
að pína hann út úr síðasta blóðdropa þínum”.
„Þú gerir það, sem þér þóknast”.
„Hafið þið látið leita að henni?”.
„Já, móðir þín og þjónarnir hafa leitað að
henni”. ?
„Og enga vitneskju fengið um hana?”
„Nei, ekki svo ég viti”.
Ég fór aftur á fund móður minnar og leit-
aði frétta lijá henni, en hún tók guð til
vitnis um, að hún vissi ekkert. Ég hljóp til
allra þjónanna og spurði þá um Annitu, en
allstaðar fékk ég sama svarið, að hún væri
horfin, og jafnframt, að enginn vissi neitt um,
hvemig hvarf hennar he.fði að borið.
Ég hljóp upp á herbergi hennar, en allt
stóð þar óhreyft og óbreytt eins og liún væri
nýgengin út. Gat það verið að villidýr hefði
ráðist á liana á skemtigöngu eða liafði liún
verið drepin eða liafði lienni verið rænt?
Ég svaf ekkert um nóttina. Kveljandi kvíði
og hugarangur liélt mér vakandi. Morguninn
eftir lá mér við vitfirringu. Ég æddi niður í
sveitaþorpið og spurði alla um Annitu, en
enginn vissi neitt aimað en að hún væri horf-
in. Ég fór aftur lieim og spurði eftir Anton
ökumanni, sem ég ennþá ekki hafði séð. Ég
fékk það svar, að liann væri líka horfinn-
Ég æddi inn til föður míns og var í svo
ógurlegu skapi, að það lá við að ég tæki u®
háls honum og keyrði liann niður til þess að
fá liann til að segja satt.
„Leggðu nú hcndur á föður þinn”, sagði
hann, „svo að það sjáist, að þú sért sannar-
legur sonur!”
Ég stilti mig.
„Ef þú hefur. framið svívirðilegan glæp,
faðir minn“, hrópaði ég, „þá er bezt fyrir þig
að játa það hreinskilnislega, annars veit ég
ekki, hvað ég kann að gera við þig eða mig“-
„Ég hefi reynt að. hlífa þér“, sagði faðir
minn, „en þar eð þú æðir svona áfrarn með
hótunum og ofbeldi, þá er ekki annað hæg*
en að láta þig vita það, sem skeð hdfir. Mál-
ið er í fám orðum þannig vaxið, að Anuita og
Anton ökumaður hurfu sörnu nóttina. Mér
þykir fyrir að verða að segja þér þetta. En
stúlkan var af lélegum uppruna, og Anton
liefur notað tíman vel, meðan þú varst fjar-
verandi til að vinna hina auövirðilegu ást
hennar. Hann var snotur maður og samlandi
hennar, og þú hugsa ég, að það liafi verið
hægarleikur fyrir betlistelpuna að fá hann
til að flýja með sér heim aftur til villutrúar-
landsins”.
„Það er ekki satt”, sagði ég, „það er níð-
ingsleg lygi,'og ég trúi því ekki. Ef það væn
satt, mundi ég fara á eftir þeim og mvrða
þau bæði, en það er ekki satt”.
Framh.