Heimilisblaðið - 01.03.1943, Side 44
84
HEÍMILISBLAÐIÐ
Hún beið við borðstokkinn. með reiddan hnífinn,
ef einhver kæmi upp á þilfar. Hinar reglulegu hrot-
ur frammi á þilfarinu gáfu til kynna að þau þyrftu
ekki að óttast Balu. Þegar Símon kom ofan í bát-
inn, varð svo mikið skvaldur, að Helena hélt, að
allir myndu vakna á skipinu. En allt var hljótt,
nerna hrotur Balus. Helena vatt sér þá yfir borð-
stokkinn og niður í bátinn.
Hún skar á kaðalfesti bátsins og þau voru laus.
Straumurinn bar bátinn frá skipinu. Þau sátu bæði
kyrr á þóftunni. Helena gladdist, þegar hún sá að
straumurinn bar þau að landi. En þó fannst henni
heil eilífð, þangað til þau voru komin svo langt,
að óhætt var að hreyfa árarnar. Loks vogaði hún
að taka þær og leggja þær út.
»Þetta get ég gert«, heyrði hún Símon segja, og
hann tók af henni árarnar og fór að róa til lands,
með öruggum áratökum. Bráðlega steytti báturinn
á kóralrifinu, en hann festist ekki. Þau komust enn
dálítinn spöl en svo kenndi hann aftur grunns, og
stóð kyrr.
Án þess að segja nokkurt orð stukku þau útbyrð-
is og óðu í land.
Ströndin var svo þéttvaxin trjám að niðamyrkur
var í kringum þau. Þau leiddust inn í myrkrið, og
hún þreifaði fyrir sér með annari hendinni, og starði
út í myrkrið, ef þar kynni að leynast hættur, en
engar hættur á landi gátu jafnast á við þá hættu,
sem skipið geymdi.
Aðeins að hún gæti fundið frænda sinn Carson
konung. Allt virtist benda á, að hann mundi dvelja
hér á eyjunni. Hún þurfti að finna hann og segja
honum l'rá hættunni, og fá vernd hans.
Áfram héldu þau. Iiún hélt stöðugt um hönd Sím-
onar. Eldflugur suðuðu í myrkrinu. Þau duttu um
lurka og flæktu sig í vafningsjurtum. Ofur litlir
fuglar kvökuðu syfjulega í kringum þau, og páfa-
gaukar skræktu reiðir yfir því að vera vaktir um
miðja nótt.
»Mér er svo illt í höfðinu«, stundi Símon, »eig-
um við ekki að hvíla okltur ofurlítið«.
Þau höfðu numið staðar í litlu rjóðri, þar sem
lítil tjörn speglaði stjörnurnar í skyggndu yfirborði
sínu. Helena var að hníga niður af þreytu. Hvert
skref olli henni þjáningum.
»Við megum ekki hvílast«, sagði hún, »um, að gera
að komast sem lengst frá ströndinni«.
En fæturnir vildu ekki bera hana lengur, og hún
hneig niður í mjúkan mosa undir stóru tré. Sírnon
datt líka. Hvorugt þeirra gat staðið upp aftur. Hel-
ar og fjarlægðin milli oddanna
hér um bil 15 metrar. Sumatra-
nashyrningurinn hefir framúr-
skarandi næma lyktar- og heyru-
arskynjun. Við livern krók á
etignum sínum nemur hann stað-
ar og hlustar, hvort nokkur hætta
sé á ferðum, og heldur svo áfram
aleinu á leið sinni og rífur með
sér hlöð og plöntur. Um fjöru er
hann alveg út við ströndina, en
lieldur sig hærra um flæði. og
sjórinn máir spor hans.
Eins og áður er getið, fá nas-
hyrningarnir oftast að vera í friði-
En þó ber það við, að menniniir
vilja hætta á að leggja þetta
sjaldgæfa dýr að' velli. En þótt
maður sé vopnaður með byssu, er
þó engan veginn hættulaust að
fara á nashyrningaveiðar. Hin
þykka húðbrynja ver hann gegn
þungum kúlum, og eigi að lánast
að vinna Iiann, verður að hitta í
húðfellingarnar milli brynju-
skjaldanna.
Von G. vinur minn var ástríðu-
fullur veiðimaður og lenti ekki
sjaldan í æfintýrum á tígrisdýra-
veiðum. Hann var duglegur veiði-
maður, en J)ó hristu menn höfuð-
in undrandi, Jiegar lionum datt í
hug að fara á nashvrningaveiðar.
Það var álitið ganga sjálfsmorði
næ6t. En allar tilraunir til þess
að aftra honuin urðu árangurs-
lausar.
Og dag nokkurn sendi hanu
innlenda njósnara til þess að
skyggnast um eftir nashyrninguni-
Nokkrum dögum síðar, þegar
hann liggur mókandi á svöluni
liúss síns, koma Malajarnir flaum-
ósa og segja frá því, mjög æstir,
að nú hafi þeir fundið stíg í kjarr-
inu og ófreskjan muni vera þar
nærri.
Von G. hugsar sig ekki lengi
um. Að vörmu spori er liann kont-
inn út í völundarhús fenjakjarrs-
ins, með riffil á bakinu. Hann