Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1943, Qupperneq 4

Heimilisblaðið - 01.06.1943, Qupperneq 4
96 Kristur tekinn ofan af krossinum. iS í Péturskirkjunni. Flestar myndirnar eru nú glataðar. Árið 1300 kemur Giotto aftur til Flórenz og á næsta ári 6kreytir liann Podesta-kapell- una — venjulega kölluð Bargello. Ein af myndum þeirrar skreytingar er „Paradísin“ svonefnda. 1 þeirri mynd lætur málarinn Dante koma fram. Slíkt var þá alger nýlunda á Ítalíu að birta í málverkum trúarlegs eðlis andltsmyndir þekktra þálifandi manna. Þessi mynd varð síðar fræg, þegar liún fannst eft- ir að liafa verið hulin af kalkhúð yfir 200 ár. Árið 1301 kvæntist Giotto konu að nafni Ciuta di Lapo. Um hana er það eitt vitað, að hún eignaðist með manni sínum 6 syni, iivern öðrum ljótari. Það er haft eftir Dante, að hann furðaði á því, að maður, er mál- aði svo fagrar myndir sem Giotto, skyldi eign- ast svo ljóta syni. Giotto svaraði til fyndni, 8em hetur liæfði hans tíma en okkar. Giotto var annars frægur fyrir kímni sína, en oft þótti hún gróf og áreitin. Stærsta verk Giotto er skreyting Scrovegni kapellunnar í Padua. Sumir hafa gizkað á, að hann liafi einnig séð um og sagt fyrir með byggingu hennar. Það er þó líklega eingöngu byggt á því, hve mikið samræmi HEIMILISBLAÐIÐ er milli byggingarstílsins og skreytingarinnar. En það eitt sannar ekkert, og liggur þá sú tilgáta nærri, að skreytingin myndi hafa orðið á annan veg, ef byggingarstíllinn hefði ver- ið annar. Giotto var ágætur hyggingarmeÍ8tari. Þegar skreytingunum 1 Padua var lokið árið 1307 fór hann enn á ný til Flór- enz. Erfitt er að fylgjast með starfi Giottos næstu tuttugu árin, því sagan er fáorð þat um. Á þessu tímabili vinnur hann einhver frægustu verk sín í bænum Assisi í kirkjuiu þeim tveim, sem kenndar eru við hinn heilaga Franz. Flest þessara verka eru atvik úr líÞ dýrðlingsina. — Árið 1328 er liann fenginn til að mála mynd Karls af Calebríu, son- ar Róberts frá Neapel. 1330 skreytir hann kirkjur Neapelsborgar. Síðustu verkin, sem Giotto lauk við, eru myndir málaðar í Milano 1335 í orlofsferð, sem liann fer Jjangað frá ólokimii skreyting11 dómkirkjunnar í Flórenz. Hann lxafði verið gerður að yfirmanni við byggingu þeirrar kirkju. En áður en henni var lokið, áður en augu hans höfðu glatað ljóma sínum, eða höndin fullkomnastri snilld sinui dó hanu skyndilega 1336. Giotto er byltingamaður í málaralistinni- í stað þess eins og venja var um málara í þann tíma og einnig á sér stað enn þann dag í dag, að feta beint í fótspor meistara sinna og taka ekki til meðferðar aðra hlutr en þá, sem þeim hafði beinlínis verið kennt, ruddi liann nýjar brautir. Margir liafa ým1' gust á breytingum og sérvizku eins og þ®r eru oft nefndar. Þá virðist þessum söm11 mönnum gleymast, að einmitt eftir margvis* legar og oft mjög róttækar byltingar hefir fengist fram það listaform, sem þeir dæma hið eina rétta. I síðasta blaði var skýrt fra því stigi, sem miðaldalistin var stödd á rett fyrir daga Giottos. Það var hyzantiska listin svonefnda. Breytingar Giottos eru aðallega

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.