Heimilisblaðið - 01.06.1943, Side 6
98
heimilisblaðið
. . LANGFERÐ UM LÍFSIIVS II\F“
Hugvékja, flutt á sjómannadegi slysavarnardeildarinnar
„Björg“ í Grunnavíkurhreppi, sunnud. 7. júní 1942.
„Hlýðið með lotningu og athygli lieil-
ögu orði Guðs, er svo hljóðar í nafni
Drottins vors og Frelsara, Jesú Krists'i
(Sálni. 107, 23í n. v.).
„Þeir, sem fórtt um höfin á skipum, þeir
hafa séð verk Drottins og dásemdir lians
á djúpinu. Því að hann bauð og þá kom
upp stórviðri, sem hóf upp bylgjur þess. Þeir
hófust til himins, sigu niður í djúpið, þeim
féllst hugur í neyðinni. Þeir römbuðu og
skjögruðu eins og drukkinn rnaður og öll
kunnátta þeirra var þrotin. Þá lirópuðu þeir
til Drottins í nelfð sinni, og hann leiddi þá
úr angist þeirra, hann breytti stormviðrinu
í hlíðan blæ, svo að bylgjur Jiafsins urðu
liljóðar. Þá glöddust þeir, af því að þær kyrrð-
ust, og hann lét þá komast í liöfn þá, er þeir
þráðu. Þeir skulu þakka Drottni miskunn
Jians og dásemdarverk við mannanna böm,
vegsama liann á þjóðarsamkomunni og lofa
Jiann í hóp öldunganna“.
Þannig Jdjóðar hið lieilaga orð, kristnu
vinir. Og Guðs orðið er ljós og lampi á veg-
um mannsbarnsins livar sem þeir liggja, og
þeir eru sælir — samkvæmt orði Krista sjálfe
— sem lieyra það og varðveita.
Á þessum tímum, þegar svo að segja öll
veröldin brennur í vítisglóð sinna eigin synda,
vitfirringar og stríðsæðis, er það að verða
almenn veuja kristinnar, íslenzkrar þjóðar,
að vegsama Drottinn á æskulýðs-félagadeilda
og þjóðarsamkomum, og sérstaklega er þessi
fagri og liolli siður orðinn almennur í sam-
bandi við liinn þjóðkæra og fagnaðarríka
sjómannadag. Þjóðin veit að það á bókstaf-
lega við sjómanninn, það sem í sálminum
stendur: „Ég er á langferð um lífsins haf“.
Og þegar Drottinn, sem er góður og kær-
leiksríkur, liefir lieyrt bænir sjómannanna
sjálfra, eiginkvenna, foreldra og barna, og
safnað sjómönnunum saman úr öllum áttum
hafsins: frá austri og vestri, frá norðri og
suðri, og leitt þá lieila í höfn með feng og
blessun til ástvina sinna, viua og vandamanna,
þá fyllast lijörtu mannanna fögnuði og sælli
gleði. Skapið verður hlýtt og bjart eins og
vorheiði liiminsins, og gleðin og sælan brýzt
út í lofsöng á samkomunni, því Hann hefir
leyst vini vora og félaga úr nauðum, varð-
veitt þá frá liættum og blessað þá — og við
vitum að miskunn Drottins varir að eilífu-
Eins og að líkum ræður hefir sjómanns
og farmannseðlið verið ríkt með íslenzkum
æskumönnum, síðan sögur liófust. Þetta liggur
bæði í legu fagurmöttluðu, skrautprúðn
fjalladrottningarinnar, ættarlandsins, sem
hvílir í guJlbúinni livílu sævargróðrarins —
og í fornhelgum arfi frá Iiinum stórbrotnu,
frjálsliuga, framgjörnu, framsýnu og vitru
forfeðrum vorum, sem um er kveðið:
Og út til hins kynlega, Iogfrána landt
leitaði fornhetju skarinn,
en öndvegissúlur frá hásætum hant
helguðu leið yfir marinn —
og norðurheimstungan' hins norræna mann*
nam þar arinn.
Og svo má ekki gleyma því, heldur ber að
muna það og þakka, að þrátt fyrjr það að sag*
an staðfestir það, skáldið kveður:
Oft finnst oss vort land eins og Itelgrimmd-
ar hjarn, — þá er hitt jafn satt, að það ef
eins og móðir við barn, er blessaðasta land-
ið í veröldinni og ekkert, sem að þjóðinni
amar ef víkingslund liennar og sundurgerð
er í skefjum haldið, innbyrðis.
Þetta land með eldgosum, hafísum, hallaer-
um og drepsóttum er orðið bezta landið, og
þjóðin — ]>rátt fyrir hernám — frjálsasta
þjóðin, ef hún kann með að fara. Landið
hefir — eins og í heilögum ritningum stend-
ur — verið blessað með himinsins dýrinæt-
ustu gjöf, dögginni og frjóseminni og með
djúpunum, sem umhverfis það hvíla, blessað
með hinu dýrmætasta er sólin framleiðir, og
með hinu dýrmætasta,' sem tunglin látð
spretta — með hinu bezta á hinum eldgönd11
fjöllum og með hinu bezta á hinum eilíÞ1
hæðum, blessað með dugnaði og friðsömn
framtaki og frelsi sinna beztu dætra og sona-
Og í dag er svo minnst sæfaranna, sem