Heimilisblaðið - 01.06.1943, Qupperneq 24
116
HEIMILISBLAÐI5
Það var kominn bjartur dagur þegar
Ingibjörg vaknaði. Klukkan var rúmlega
sjö. Hvers vegna liafði garðyrkjumaður-
inn ekki kallað fyrr. Nú reið á að láta
hendur standa fram úr ermum.
Það leið lieldur ekki á löngu, að bún
var búin að liita drykkina banda þeim,
lireinsa loftið í herbergjunum og bera
börnunum og Annínu ljúffengan morg-
unmatinn.
Það bærði ekki á frú Olsen.
„Eg veit ekki hvort þetta er svefn, eða
bara mpk“, sagði garðyrkjumaðurinn og
leit kvíðinn og spyrjandi til Ingibjargar
sem ekki þorði að hughreysta bann,
vegna þess að sjúklingurinn var enn föl-
ari yfirlitum en undanfarna daga.
„Pabbi kemur sennilega bráðum“, sagði
hún aðeins í hughreystandi róm. „Nii
verðið þér að fá yður einn tebolla, 01-
sen, jú — þér verðið að gjöra það, og
svo hjálpið þér mér á eflir eins og þér
eruð vanur“.
„Auðvitað, — fyrirgefið mér, ungfrú,
að ég hugsaði ekki út í það undir eins.
Ó, komið þér hingað inn aftur, mér sýn-
ist útlitið hennar eitthvað svo einkenni-
legt, en það er kannske ímyndun hjá
mér“. — Hann þvingaði sig til að fara
og skönnnu seinna var liann önnum kaf-
inn við að ræsta gólfin. Tókst þeim með
sameinuðum kappsmunum að koma luis-
inu í röð og reglu áður en læknirinn
kom.
„Jæja, hvernig líður héi-na?“ spurði
læknirinn.
„Við erum svo kvíðin, pabbi, af þvi
að bún lítur svo illa út“.
„Það er nú ekkert að fara eftir því“.
— Góðan daginn, Olsen, ég kem undir
eins; maður vill þó síður koma með
kuldaloftið inn til hennar. Bíðið andar-
tak. Hefir nokkuð sérstakt komið fyrir?“
„Ekki svo að ég viti. — Hún liefir sof-
ið allan seinnipart dagsins og vaknaði að-
eins einu sinni í nótt. Bara að hún vakn1
nú aftur?“
„Já, það gerir hún áreiðanlega. Svefn-
inn er vanur að vera bezta lækningm-
Þér skuluð vera hughraustur, maðu''
minn, það er engin ástæða til annars“.
íngihjörg og garðyrkjumaðurinn höfðn
ekki augun af lækninum, á meðan hann
lyfti liendi sjúklingsins og athugaði slag'
æðina.
„Góðan daginn, jæja, þar vöknuðuð
þér þó loksins. Ilvernig líður yður ann-
ars?“
„Ó, inér líður ágætlega. Ég finn ekk-
ert til og get andað fyrirhafnarlaust. En
sá svefn!“
„Æðaslátturinn er líka þróttmein" •
sagði læknirinn og stóð upp. „Nú hress-
ist hún væntnlega úr þessu. 01sen“.
„Má ég treyst því?“ liann tók í báðai'
axlir læknisins, „þá sé Guði lof og þakk-
ir!“
„Ó, live ég er glöð, pabbi, sagði Ingi'
björg og fleygði sér í fangið á honum.
„Svona nú, litla mín, sagði liann °S
liorfði á þau á víxl, forviða yfir þessiun
mikla fögnuði.
„Ef læknirinn mætti vera að því, lang'
ar mig til að tala við hann“, sagði sjúkl'
ingurinn, „og ég vildi helst að þið væruð
ekki inni á meðan. — Fyrst af öllu bið
ég yður að fyrirgefa mér. Ó, hvernig líg
var, — Þvílíkt og annað eins! í hvei't
skipti sem þér sögðuð, „Svona á það að
vera“, eða„ engar athugasemdir, kona
góð“, og þegar þér sögðuð, „það verður
nú samt ekki haft öðruvísi“, hataði
yðlir í hjarta mínu. Og þegar IngibjÓrg
svo kom, blíð og góð, ung og yndisleg'
eins og hún er, óskaði ég að hún f#rl
veg allrar veraldar, en það er nú sand