Heimilisblaðið - 01.11.1968, Qupperneq 4
Henni hafði verið tekið með mikilli hrifn-
ingu fram að þessu, en nú fór fylg'i hennar
að snúast við. Hún vildi halda baráttunni
áfram, þangað til síðasti Bnglendingurinn
hafði verið hrakinn úr landi, en samvista-
mönnum hennar, konunginum og hershöfð-
ingjunum, fannst nóg hafa áunnizt, og þeir
kusu heldur að komast að samkomulagi við
óvininn á grundvelli þess, sem áunnizt hefði.
Mönnum fór, í stuttu máli, að finnast hún
valda erfiðleikum. Afleiðingin varð sú, að
hún fékk ekki þann stuðning, sem hún þurfti
t.il fyrirætlana sinna, og árið eftir, þann 24.
maí, tóku Burgundar hana til fanga við Com-
piégne. Þeir seldu Englendingum hana fyrir
10,000 franka, sem var geysihá upphæð eftir
þeirra tíma mælikvarða, og var talið hæfilegt
lausnargjald fyrir konung, og hún var ákærð
fyrir villutrú og galdra. Þar sem bæði Rann-
sóknarrétturinn og háskólinn í París gerðu
kröfu til þess að dæma hana, kom mönnum
saman um að mynda dómstól með 60 dóm-
urum, skipaðan fulltrúum frá báðum þess-
um aðilum. Málaferlin fóru fram í Rouen
og enduðu með því, að kveðinn var upp yfir
henni dómur og hún brennd á báli, án þess
að konungurinn eða nokkur annar þeirra,
sem áttu lienni að þakka björgun sína og
velferð alla, lireyfðu hönd til þess að koma
henni til hjálpar. Það eru þessi svik, sem
framin voru gagnvart henni, þrátt fyrir ein-
stæð afrek hennar, sem gera persónu hennar
og örlög svona merkileg og sorgleg. Bn það
gagntekur og hrífur mest af öllu að fá að
kynnast persónu hennar og manngildi við
lestur málsskjalanna. Hiin var algerlega látin
eiga sig, á meðan á málaferlunum stóð, án
nokkurs verjanda, svikin og yfirgefin af öll-
um. Það var farið með hana til réttarpróf-
anna beint. úr fangelsinu, þar sem hún var
í strangri gæzlu nótt og dag og hlekkjuð
á höndum og fótum. Þrátt fyrir það tókst
henni — þó að liún væri ólærð og ,,þekkti
hvorki A né B“, eins og hún komst að orði,
og þó að dómarar hennar væru vitrustu og
lærðustu menn þeirra tíma — að standast
í þrjá mánuði allar tilraunir þeirra til þess
að koma henni til þess að hlaupa á sig, svo
að þeir urðu að síðustu að grípa til beinna
svika til þess að geta vfirleitt dæmt hana
með yfirskyni laga.
Hún var, þrátt fvrir vitranir sínar og
raddir, sízt af öllu draumóramanneskja eða
sveimhugi. Mest áberandi hæfileikar hennar
eru þvert á móti framúrskarandi vitsmunir,
óviðjafnanlegur hæfileiki til þess að hitta
alveg í miðdepil hvers máls. Hún opinber-
aði þessa eiginleika þegar á fyrsta degi mála-
ferlanna. Hún er hvött til þess að sverja, að
hún skuli segja sannleikann um það, sem
hún er spurð um, og svarar: „Ég veit ekki,
um hvað þið æt.lið að spyrja mig. Ef til vill
spyrjið þið mig um eitthvað, sem ég get ekki
sagt ykkur. Bg skal vinna eið að því að segja
sannleikann um allt, sem ég hef aðhafzt í
Prakklandi. En ég hef ekki sagt neinum frá
þeim opinberunum, sem ég hef fengið frá
Guði, nema Karli, konungi mínum, og ég segi
ykkur ekki heldur frá þeim, þó að þið höggv-
ið höfuðið af mér fyrir það, af því að ég
lief fengið þær í vitrunum, og mér er bann-
að að segja frá þeim". Á hverjum degi mæt-
ir hún sömu áskoruninni, að sverja, og svar-
ar sífellt: „Hvers vegna spyrjið þið mig
aftur? Ég hef þegar svarað. Ég skal svara
öllu, sem viðkemur málaferlunum, en ekki
því, sem ég hef svarið að opinbera ekki. Yilj-
ið þið þá, að ég verði meinsærismanneskja?11
Hún er ekki lirædd við að bregða fyrir sig
kímni og setja ofan í við dómarana, ef þeir
fara út fyrir það, sem viðkemur málaferlun-
um. I miðri flækju undirbúningslausra og
tilgangslausra sppurninga, er hún sii eina,
sem heldur sig við efnið. Einu sinni, þegar
salurinn var fullur af hrópandi áhevrendum
og dómararnir töluðu hver í kapp við anu-
an, greip hún fram í fyrir þeim og sagði:
„Fríðu herrar, einn í einu!“ Því er haldið
fram livað eftir annað, að hún hafi sagt
annað, við ákveðið tækifæri, í fyrri yfir-
heyrslum. „Gætið þá í skýrslurnar,“ svarar
hún, og í hvert sinn kemur í ljós ,að hún
hefur rétt fyrir sér. „Gætið í skýrslurnar
frá þessum og þessum degi, þar munið þið
fina það,“ segir hún einn daginn, og það
reyndist. rétt. Sífellt er nauðað á heuni með
spurningum um það, hvernig heilagur Mika-
el, Ivatharina og Marguerite, sem birtast
henni, líti út.. Hafa þau vængi ? Hár ? Höfuð ?
Kórónur? Föt? Hringi? Yar Heilagur Mika-
el nakinn? Hefur hann skrifað henni bréf ?
Hefur hann sagt nokkuð um, hvort hún
sleppi iit úr fangelsinu? „Iíaldið þér, að
Guð hafi ekki föt til að gefa lionum til þess
224
HBIMILISBLAÐlP