Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1968, Page 7

Heimilisblaðið - 01.11.1968, Page 7
 Eftirminnileg jó Eftir AIJDRIE MANLEY-TUCKER fft& A skilti einu, sem sveiflaðist fyrir framan Iúðina; stóð: BrúSuliús Margrétar, og í sýn- 'ögarglugganum var fjöldi af brúðum og Pappaspjald, sem letrað var á: B rúðusji'tkra- hús — alls konar viðgerðir. Dagana fyrir jól voru ekki mjög miklar aunir í viðgerðadeildinni, en hins vegar var allgóð sala á brúðum. Margrét gekk um í sUotru búðinni sinni, lét brúður sínar niður í Pappaöskjur og bjó um þær í pappír með ■lolastjörnum og silfurbjöllum á, á meðan fyrsti snjórinn sveif niður á mjóa, steinlagða SÖtuna fyrir utan. Hún var að hugsa um, að snjórinn mundi Hrátt umbreyta bænum og þekja grundirnar Umliverfis hann eins og hvít ull. Hún renndi huganum einnig til litla jólatrésins í íbúð- ^ni sinni fyrir ofan búðina. Það var skreytt með glitflögum og rauðum kertum — og lún reyndi að gleyma, að hún var sú eina, mundi fá að sjá það, þegar hún neytti ■lolamiðdegisverðar síns á aðfangadagskvöld- 11111 alveg ein. Hú, jæja, ég gerði þó tilraun, hugsaði hún. Hún hafði farið til elliheimilisins, en allir ööfðu þegar fengið einhvern dvalarstað um jólin, Eitthvað til að taka sér fyrir hendur, ‘‘inbvern stað til þess að fara til. Hétt fyrir lokunartíma gekk Annabel Stae- inn í búðina með brixnan pappírsböggul Ondir hendinni. Margrét brosti til grönnu, stúlkunnar í gabardinekápunni og með Hpahúfuna. „Góðan dag,“ sagði hún. »Getið þér gert við brúðuna mína fyrir rn%?“ spurði Annabel. »A það að vera fyrir jól?“ Harnið kinkaði kolli, lagði böggulinn á H&reiðsluborðið og fór að taka umbúðapapp- lrmn utan af brúðunni. Margrét aússí ekki, ovort hún átti að hlæja eða gráta. Uið var eldgömul brúða í þvældum bóm- ^Uarkjól. Hún hafði hvorki augabrímir né tennur, hárið var slitið af, og fingurnir á aniiarri hendinni voru brotnir. 5e x „Nú, það er svona,“ tók Margrét til máls með efablendni í röddinni, en svo varð henni litið niður á eftirvæntingarfullan svip telp- unnar og kinkaði kolli. „Jú,“ sagði hún ákveðnum rómi, „hún skal verða jafnfalleg og hún væri ný — og fyrir aðfangadags- kvöld!“ Bláu augun ljómuðu eins og stjörnur, og ljómandi bros kom á litla andlitið. Margrét horfði á stúlkuna, á meðan hún var að ná þvældum peningaseðli upp úr buddunni sinni. „Eg get vel borgað fjrrir það,“ sagði Annabel. „Pabbi gaf mér þennan hérna til þess að kaupa jólagjöf fvrir.“ Hvers konar faðir er það, sem gefur barni sínu peninga til þess að kaupa sjálfri sér jólagjöf? hugsaði Margrét reið í huga. Það var greinilega maður, sem kærði sig koll- óttan um fjölskyldu sína. Telpan var í mesta lagi átta—níu ára. „Hvers vegna sagði hann, að þú ættir sjálf að kaupa jólagjöfina þína?“ spurði hún undrandi. „Ó, hann á svo annríkt.11 Vonleysisleg röddin lét allt of fullorðinslega í eyrum. „Ilann á alltaf of annríkt til þess að geta annazt um nokkuð. Frú Simmonds kaupir jólatréð og skreytir það fyrir mig. Pabbi hefur ekki tíma til slíks.“ Margrét var enn reið, þegar hún spurði vingjarnlega: „Attu enga mömmu, sem get- ur séð um þess háttar fyrir þig?“ „Nei, mamma er dáin fjnúr löngu.“ Margrét lyfti brúðunni varlega upp og sagði: „Brúðan þín skal að minnsta kosti verða fín fyrir jólin. Hvað heitir þú?“ „Annabel Stacey. Ég á heima í Stórugötu númer fjórtán." Hún horfði á, á meðan Margrét var að skrifa nafn og heimilisfang á miða og batt hann um hálsinn á brúðunni. Síðan sagði hún alvarlega: „Ég hefði gjarna viljað fá nýja brúðu, því að Jósefína er eina brúðan, sem ég á, og hún er orðin gömul, er það ekki ? En nýjar brúður eru dýrar, MILISBLAÐIÐ 227

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.