Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1968, Side 12

Heimilisblaðið - 01.11.1968, Side 12
Ovelkomið barn Gamansaga eftir JACQUES CONSTANT Didier Luehaire liafði gert foreldra sína undrandi í margar vikur með því að sýna blátt áram furðulegan dugnað. Annars hafði varla verið unnt að koma honum fram úr rúminu á morgnana, en nú var hann kominn á fætur, áður en vinnusúlkan var komin nið- ur, og var tilbúinn til þess að fara í göngu með litla hundinn, sem fjölskyldan átti. Hin raunverulega ástæða til dugnaðar Di- diers var ósk lians að sækja sjálfur póstinn til húsvarðarins til þess að geta fjarlægt bréf, esm ef til vill liefðu komið frá vinstúlku lians, Colette. Didier var ungur maður, sem átti ekki sér- lega mikla reynslu, það var víst nánast sann- leikanum samkvæmt að kalla hann barnaleg- an, og kvöld nokkurt, þegar Didier hafði farið út að skemmta sér með nokkrum vin- um sínum, hafði hann lent í klónum á fyrr- nefndri Colette, sem tilheyrði ekki beinlínis hópi dyggðugustu ungu stúlknanna. Colette hafði ekki verið lengi að komast að, hve barnalegur Didier var, og hafði liún notað sér það til þess að kúga mestalla vasa- peninga vesalings piltsins út úr honum undir því yfirskini, að hún skyldi „segja foreldr- um hans frá öllu saman“. Didier vissi ekki, hvað það var, sem átti að segja frá, því að hann hafði verið mjög ölvaður. Morgun einn — það hefur líklega verið um þrem ársfjórðungum eftir þetta örlaga- ríka kvöld —- þegar Didier skellti dyrunum fram í anddyrið á eftir sér til þess að fara niður til að sækja póstinn, stökk hundurinn ekki, eins og hann var vanur, á liarðasppretti niður stigann, heldur nálgaðist urrandi, og samt með dillandi rófu, skot eitt, sem aðskildi dyrnar á íbúðunum tveim á annarri hæð. Á meðan enn voru gasljós í stiganum, hafði staðið á stalli í skotinu konulíkneski, sem hélt á gasljósi með upplyftum liandlegg, en líkneskið hafði verið fjarlægt, eftir að raf- lvsing hafði verið sett í stigann. Didier gekk að skotinu til þess að rann- saka ástæðuna til hinnar einkennilegu hegð- imar liundsins. Blóðið fraus nær því í æð- um hans, þegar hann sá, að karfa hafði ver- ið sett á stallinn í skotinu, og í henni svaf yndislegt ungbarn vært, með anuan þybbiia þumalfingurinn uppi í sér. „0,“ stamaði vestalings stúdentinn, „Col- ette hlýtur að eiga það. Almáttugur, hvað á ég að grípa til bragðs?“ Iivað mundi faðir hans, Luchaire ofursti, segja við þessu? Hann yrði bálreiður. Didier yrði rekinn að heiman. Hann þorði ekki að hugsa hugsunina til enda. Heili hans starf- aði í háspennu. Átti hann að fara með barnið til lögreglustöðvarinnar ? Já, en hve mörg- um nærgöngulum spurningum yrði hann þá að svara? Blóðið þaut fram í andlit hon- um við tilhugsunina eina. Og það yrði skrif- að í blöðin um fundinn, og nafn hans yrði nefnt. Nei, það var ófært. Bn ef hann færi með litla vesalinginn í sjúkrahús óskila- barna? En hvernig átti hann að sleppa óséð- ur fram hjá forvitnu dyravarðarkonunni lausmálgu ? Didier sá enga aðra leið en að fara með barnið upp á fjórðu hæð og láta íbúana þar um að taka ákvörðun um, hver örlög barns- ins yrðu. Hann tók körfuna varlega, ofur- varlega til þess að vekja ekki sofandi barnið, og bar hana upp á stigapallinn á fjórðu hæð, og þaut því næst niður stigann aftur. — — I annarri íbúðinni á fjórðu hæð bjó gömul kona, Madame Colas, og í hinni bjó Monsieur Guy Lésparre, fulltrúi í dómsmálaráðuneyt- inu. Stundarfjórðungi eftir að Didier hafði lagt körfuna frá sér, opnaði Monsieur Lé- sparre dyrnar út í anddyrið. Hann var að setja á sig lianzkana, glaður og í góðu skapi- og blístraði nýjasta dægurlagið, þegar ein- kennilegt kjökurhljóð blandaðist saman við lag hans. Lésparre snerist á hæli og furðaði sig á, livað þetta gæti verið — og starði með galopinn munninn á litlu veruna, sem lá í körfunni og baðaði út. litlu handleggjunum í svefni. 232 HEIMILISBLAÐIP

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.