Heimilisblaðið - 01.11.1968, Qupperneq 14
Þar sem skuggann af honum bar á
Eftir MANUEL KOMIÍOPF
Hann kom einn. Fram undan honum voru
múrar Jerúsalem. Ilann nam staðar andar-
tak undir gömlu sedrustré til þess að hvíla
sig í forsælu þess. Þaðan gat að líta til róm-
versku varðmannanna, sem gengu taktföst-
um skrefum fram og aftur fyrir framan múr-
vegginn. Geislar hnígandi sólar glömpuðu
eldrauðir í brynjum þeirra og spjótsoddum.
Sólin var lágt á lofti úti við sjóndeildar-
hringinn í fjarska. Hún líktist krystalskúlu,
fullri af víni, víni, sem er eimað í himnin-
um, af árgangi, sem maðurinn hefur ekki
bragðað enn þá.
Sami rauði liturinn, sem glampapði í spjót-
um varðmannanna, myndaði daufar, pur-
purarauðar útlínur um gömlu, kræklóttu
greinarnar á sedrustrénu. Yeðráttan hafði
pínt þessar greinar í hundrað ár, stormur,
hiti, kuldi og regn höfðu myndað hrukkur
og ör á lifandi stofn strésins, og dró rauða
línu meðfram hörðum, kræklóttum greinun-
um.
Yarðmennirnir gengu taktföstum skrefum
fram og aftur í fjarska. Friður hvíldi yfir
öllu. En allt í einu tók trjástofninn á sig
mynd tveggja sterkra glímumanna. Krækl-
óttu, hrufóttu greinarnar urðu að vöðvum
úr holdi og blóði með æðaslætti . . .
Ókunni maðurinn fékk tilkynningu um það
við borgarhliðið, að lokunartíminn væri
nærri.
„Eftir stundarfjórðung gellur lúðurinn
við, og klukkurnar hringja, og hliðunum
verður lokað,“ sagði einn hermannanna.
„Þess vegna hefur þú, ókunni maður, að-
eins stuttan tíma, þangað til þú verður að
snúa við.“
Blindur beiningamaður, sem hafði setið
allan daginn á jörðinni með leirskálina sína,
til hliðar við borgarhliðið, stóð skyndilega
á fætur, dró djúpt andann og gekk á eftir
ókunna manninum inn á götur borgarinnar.
„Sjáið þarna,“ sagði einn hermannanna.
„Það er eins og blindi Sál viti, hverjum hann
á að fylgja. Hefur hann ef til vill hevrt
um spámanninn, sem væntanlegur er fra
eyðimörkinni til þess að tala til mannfjöld-
ans V‘
„Heldur þú, að þessi spámaður geti gei't
kraftaverk?“ spurði annar hermannanna.
„Nei, alls ekki!“
„Hann líkist alveg okkur hinum, að sögn,
og ég trúi ekki sögunum, sem sagðar eru
um hann,“ skaut þriðji hermaðurinn inn í-
„Ef við sæjum það með okkar eigin aug-
um, yrðum við þó að trúa því,“ mælti fjórði
hermaðurinn.
Þeir tóku að segja þær sögur, sem þeif
höfðu heyrt um þennan spámann, og þannig
tókst þeim að stytta sér stundir, þangað til
næturverðirnir tóku við skyldustörfunum af
þeim. Blindi Sál fylgdi ókunna manninuiu-
Hinn einkennilegi og óskýranlegi kraftur,
sem er veittur þeim, er lifa í myrkri, leiddi
hann allan tímann áfram. Stundum var hann
aðeins eitt eða tvö skref fyrir aftan ókunna
manninn, en við og við nam hann staðar til
þess að hlusta, og við það varð hann bæði
átta og tíu skrefum á eftir ókunna manniu-
um.
Hann heyrði allt, en sá ekkert. Og viðburð-
irnir tólf, sem gerðust skjótt, hver á eftir
öðrum, gerðust á tólf stuttum mínútum.
Blindi Sál heyrði unga konu syngja, en
hann sá ekki, að hún sat fyrir framan spegil
og var að greiða hár sitt, um leið og lnxn
dáðist að sinni eigin fegurð. Skugga ókunna
mannsins bar á vegginn í stofu liennar. Söng-
ur hennar þagnaði skjmdilega, og greiðan
datt úr hendi hennar.
Síðan heyrðist rödd hennar aftur, er hún
ávarpaði einhvern, sem stóð í nánd við hana,
og blindi maðurinn heyrði orð hennar.
„Hve lengi fæ ég að halda fegurð minni ?“
spurði hún.
„Fáein ár enn þá,“ svaraði önnur rödd.
„Og hvað þá?“
„Snúðu þér við og sjáðu!“
„Ég verð líka gömul? spurði konan.
„Og lifir mörg ár, vona ég þín vegna.“
234
heimilisblaðið