Heimilisblaðið - 01.11.1968, Qupperneq 19
BONORÐ
Eftir MARÖUERITE COMERT
Þessi smásaga kennir okkur, að það er ekki ávallt þannig, að
allt sé komið undir púðri og varalit.
Nicole hljóp í brennheitu sólskininu, eins
hratt og hún gat, í heitum sandinum, sem
rann inn í flegna skó hemiar. Hún hljóp á
ská yfir mannlausa ströndina, og þegar hún
Var komin alveg niður að fjöruborðinu, að
^ygnu hafinu, þar sem hái Pimm-fingra-klett-
Urinn varpaði skugga sínum yfir ströndina,
fleygði hún sér endilangri niður.
Þá fyrst gaf hún sorg sinni lausan taum-
^ni, fól andlitið í handleggjum sínum og grét
með ekka til þess að lina hjartakvöl sína.
Hitinn kemur niður af himninum eins og
Hráðið blý, og spegilslétt hafið hlustar ekki
a grátekkann. Hvorki himinn né haf hefur
^ieðaumkun með ungu stúlkunni.
A grasi vöxnum hjalla Grand-Hótels situr
Jaeques Evrard og Myriam Jougla. Kokk-
teilgiös þeirra standa fyrir framan þau, og
s°li)i gyllir gljáandi drykkjarstráin, sem
stungið er niður á milli ísmolanna. Ungi mað-
llrinn og unga stúlkan sitja þögul og horfa
dreymandi augnaráði fram fyrir sig.
któðir Myriam situr í hægindastól í skugg-
sselu horni og blundar eða læzt gera það. Hún
telur það skyldu sína að loka augunum, á
'neðan dóttir hennar er að gefa undir fót-
1,111 ungum manni, sem hefur til að bera alla
f)á eiginleika, sem unnt er að krefjast af
tengdasyni.
Jacques Svard er foreldralaus ungur mað-
Ur, sem hefur kunnað vel að fara með auð-
æfi sín og liefur tekizt að afla sér góðrar
stöðu í verltsmiðju Vandrohens.
í þessari andrá horfir hann svo ákaft og
rannsakandi á ljómandi andlit Myriam, að
astleitna unga stúlkan verður óróleg við það.
Hún teygir sig taugaóstyrk eftir silkivesk-
,ni1 sínu, sem er úr sama efni og rósótti silki-
kjóllinn hennar og barðastóri hatturinn, sem
Vlur ljóst hárið.
Hún opnar veskið, horfir mjög vandlega
á sig í speglinum og notar tækifærið til þess
að púðra svolítið á sér nefið og strýkur síð-
an varalitnum yfir varir sínar.
„Þér eruð sannarlega nógu falleg,“ full-
vissar Jecques hana um. Honum finnst það
ekki viðkunnanlegt, að hún skuli nota fegr-
unarlyfin, sem aðeins eiga heima í snyrti-
herberginu, í návist hans þarna úti á miðjum
hjallanum.
Hún skilur ekki, hvað liann er að hugsa
og segir ástleitin:
„Pinnst yður í raun og veru, að ég sé nógu
falleg? En ég vil vera meira en það.“
„Hvers vegna?“
„Ja, gizkið á það.“
Hann heldur að vísu, að hann geti gizkað
á, hvers vegna, en hann finnur ekki til þeirrar
fullnægju við það, sem hann hafði hugsað
sér.
„Gizkið þá á það!“ endurtekur Myriam.
Hún horfir á hann dreymnum, hálflokuðum
augum, og hún brosir ögrandi brosi, svo að
hvítar tennur hennar koma í Ijós.
Nú vill hún nefnilega fá reglulega ákveðna
úrslita-yfirlýsingu, sem hann hefur aldrei
komið með í hennar eyru.
„Eg ætla ekki að segja já strax,“ hugsar
hún, „það þarf að kvelja hann svolítið áður.“
Hún er alveg viss um, hvað hann ætlar
að segja við hana. En hann þegir þrákelknis-
lega, og til þess að binda enda á þögnina,
sem komið hefur, stingur hún drykkjarstrá-
inu upp í sig og sýgur tvo munnsopa upp
úr kokkteilglasi sínu. Síðan leggur hún báða
olnbogana á borðið og tekur utan um glasið
með grönnum, hvítum höndum sínum.
Það hringlar í gull- og silfurhringjunum,
sem hún hefur um handleggina, við hverja
hreyfingu hennar. Svolítið af rauða litnum
SeimilisblAÐIÐ
239