Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1968, Page 20

Heimilisblaðið - 01.11.1968, Page 20
af vörum hennar hefur orðið eftir á drykkj- arstráinu, og Jaeques fær allt í einu ógeð á öllum mörgu leiftrandi steinhringunum á fingrum hennar, með oddmjóu, allt of ljós- rauðu nöglunum, og hann fer að hugsa um, að trúlofunarhringur muni verða ósköp fá- tæklegur á þessum höndum. Myriam er kvíðin yfir því, að hún hefur ekki þau áhrif á Jacques, sem hún hafði hugsað sér, og sér, að hann lítur allt í einu á armbandsúr sitt. Hann segir um leið: „Ó, afsakið! Tíminn hefur hlaupið frá mér í félagsskap yðar, og ég kem of seint.“ „Nicole, hvers vegna eruð þér að gráta?“ Hann liafði fljótlega fundið leiðina, sem hún hafði farið, og hann hafði þekkt aftur í fjarska hvíta kjólinn og litla höfuðið með dökku lokkana, sem bar við gullinbrúna hand- leggina, sem hvíldu á sandinum. „Nicole, hvers vegna eruð þér að gráta?“ Þetta var rödd Jacques! Hún liélt fyrst, að þetta væri ímyndun, en það var hann í raun og veru Iíún finnur, að hann stend- ur álútur yfir henni, að hann krýpur því næst á kné við hlið hennar, og hún þrýstir handleggjunum fastar um höfuð sér til þess að hylja útgrátið andlit sitt fyrir honum. „Nicole, setjum svo, að einhver kæmi ... Standið á fætur ...“ Hún hlýddi honum. Hún stökk upp og stóð í stinna, granna fætur sína. Hún var hvorki með rósótt veski né púður eða vara- lit ... Ilún þrýsti litla hvíta vasaklútnum sínum að augum sér og tárvotum kinnunum. „Hvers vegna eruð þér svona hrygg?“ „Það er ekki neitt ... Það eru bara dapur- legar hugsanir mínar,“ sagði hún um leið og dustaði sandinn af kjólnum sínum með fingrunum. „Hvers vegna koma dapurlegar hugsanir upp hjá yður í svona vndislegu sólskins- veðri?“ Hann lítur um leið sama spyrjandi augna- ráðinu á hana og hann hafði horft áður á Myriam, og hún endurgeldur það án upp- gerðarfeimni og brosir allt í einu við honum. „Nú eru dapurlegu hugsanirnar horfnar,“ Og í glettnislegum, grátbólgnum augum hennar mátti lesa: „Af því að þér eruð hérna!“ Hann snýr sér undan, gagntekinn af sak- leysi hjarta hennar, sem kemur svona opin- skátt upp um sig. Nicole heldur áfram að brosa. Hann er þarna ... Hún veit vel, að hann ætlar að kvænast Myriam, sem er falleg, auðug og ástleitin. En það var ekki vegna þess óhja- kvæmilega og fyrirsjáanlega atburðar, sem hún lá þama með andlitið fólgið í handleggj- um sínum á sandinum og grét beisklega. Nic- ole bar ekki í brjósti vonir, sem óhugsandi var að gætu rætzt. Hún grætur aðeins af því, að Jacques sat allan tímann hjá Myriam, sem var svo glæsilega máluð og gimsteinum skreytt, og virtist kunna vel við það. Nú var Jacques hérna ... Þá var Nicole hamingjusöm ... Hann horfði á hana . ■ • Hann gizkar á dálítið ... Hann kennir í brjósti um hana . .. og hún vill gjarna sjá, að hann hafi meðaumkun með henni ... Hún vill gjarna taka á móti öllu, sem hann getur gefið ... Bara, að hann muni, að hún er til. og að hann stanzi einstaka sinnum á leið sinni til þess að tala við hana, það er allt, seni hún krefst. Hvernig skyldi hún dirfast að gera meiri kröfur? Jacques sér þetta allt, og hann horfii' snortin á blómlegt og yndislegt andlit ungu stúlkunnar, sem er ósnortið af öllum gervi- fegrunarlyf jum. Dökkir lokkarnir, sem strokið hefur verið aftur, afhjúpa fyrir honúm fallegt, vel lag- að ennið. Fínlegur roði er á lítið eitt út- standandi kinnbeinunum, og mjúkur ávali hökunnar líkist hálfþroskaðri ferskju. „Iívað voruð þér að hugsa um, Nicole?“ Brosið stirðnaði allt í einu á vörum henn- ar, er liún svaraði: „Eg var að hugsa um vndislegt land, sem ég á aldrei eftir að kynnast.“ Hann skilur, hvað hún á við með þessum orðurn. Landið, sem hún er útilokuð frá, er það, sem Jecques og Myriam ætla að fara til til þess að njóta hamingjunnar. Allir halda, að þau séu þegar trúlofuð ... og hann sjálfur í gær ... í morgun . . . fyrir skömmu. Þá heyrist í f jarska rödd, sem kallar: „Nicole! Nicole!“ „Ó! Það er hún mamma, sem er að leita að mér ... Það var leiðinlegt! Okkur leið svo vel hér!“ „Þér eruð þá ekki lengur í skapi til þess að gráta?“ Ilún hristir höfuðið. Hvers vegna 240 heimilisblaðid

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.