Heimilisblaðið - 01.11.1968, Blaðsíða 30
tilgátu eða skýringu. „Og ég verð að fara að
hugsa um matinn,“ sagði hún aðeins. „Jill,
vertu svo væn að fylgja Andrew til dyra;
komdu svo fram í eldhús og segðu mér allt
af létta. Eg er að sálast úr forvitni. Um ykk-
ur Nin, á ég við. Þetta eru vissulega þær
mest spennandi fréttir og jafnvel ótrúleg-
ustu, sem ég hef heyrt árum saman.“
Hún kyssti Jill á vangann og rétti And-
rew höndina. „Vertu sæll, Andrew. Slæmt,
að þú skulir þurfa að fara, en ég vona að
þú finnir Cathrine. Kannski hiin sé komin
heim núna, ég væri ekkert hissa á því.“
„Kannski,“ sagði hann efins. „Vertu sæl,
Joss.“
Jill dokaði við. Hana langaði ekkert til
að verða Andrew samferða út í hílinn. Sízt
vildi hún verða ein með honum þessa stund-
ina. En Andrew tók ekkert tillit til slíks,
heldur greip í handlegg hennar og sagði
ákveðinn: „Vinkona. Þú kemst ekki undan
þessu. Komdu — mig langar til að tala við
þig.“
„Og heldurðu að mig langi eitthvað sér-
staklega til að tala við þig?“ spurði Jill.
„Nei, það lield ég ekki,“ svaraði Andrew
hinn rólegasti, „en engu að síður skaltu gera
það, fyrr eða síðar.“
Hann leiddi hana rösklega gegnum forstof-
una, kastaði kveðju á Niall, yngsta son Joce-
lyn, sem stóð á stigapallinum. „Flýtum okk-
ur,“ sagði hann, „annars eltir strákurinn.
Ég er búinn að lofa honum því að fara með
hann í bílnum, og hann hefur masað um
það alltaf síðan.“ Ilann lét aftur á eftir þeim
xitidyrnar, stundi svo við. Um leið kom hann
auga á Land Roverinn við liliðina á sínum
eigin bíl. „Er ekki þetta bíllinn okkar ? Var
það hann, sem þið Nin voruð í?“
„Já,“ anzaði Jill og kinkaði kolli.
Bros Andrews var mjög óskammfeilið.
„Mjög rómantískt,“ sagði hann. „Vesalings
gamli Nin — ég liefði lánað lionum Bentley-
inn, ef ég hefði vitað hvað hann hafði í
hyggju. En svo ég víki úr einu í annað: Hvar
er Nin?“
Jill hafði búizt við þessari spurningu og
yppti öxlum.
„Eg veit það ekki. Langar þig til að tala
við hann?“
„Ekki beinlínis. Segðu mér —“ Andrew
greip alvarlegur í upphandlegg hennar. „Eg
* 11
trúi þessu ekki. Eg trúi ekki orði af þessu.
„Hverju?“
„Ég trúi því einfaldlega ekki, að þið Ni°
séuð trúlofuð.“
Jill sýndi honum hringinn aftur, ofur r°'
leg. Hann hló við. „Já, að vísu ertu nieö
þennan hring; já. Hið ytra og sjáanlega tákn-
En hann er bara fyrirsláttur. Og runnið un<l-
an þínum rifjum, get ég hugsað mér. Ekki
Nins.“
„Hvers vegna heldurðu það?“
„Vegna þess að ég þekki Nin,“ svaraði
Andrew fastur fyrir. „Og vegna þess að ég
er farinn að þekkja þig. Jú, ég viðurkennn
að ég var hátt uppi þarna um kvöldið. Lu
sagðir mér hver þú varst, og að þú vtenr
að fara til Lorne; þá komstu í rauninni iUa
. í (
við mig. Mér hefur sjaldan liðið eins illa-
„Eða hagað þér verr, ha?“ spurði Ji^
ásakandi. „Ég þykist vita, að þú hafir fjriur
sið að gera hlutina í blóra við Nin.“
„0, við lékum slíkt báðir sem strákar,
sagði hann og brosti. „Það var auðveldara
í þá daga, því að þeir voru fáir sem þá gátn
séð mun á okkur. Og þetta var að þinm
ósk, ekki satt? Ég á við, að þú gafst mér að
vissu leyti liugmyndina.“ Hann reyndi að
stæla rödd hennar og látbragð, háðslegur a
svip: „Þér eruð Ninian Moray — ég meina
Ouise lávarður, er ekki svo?““
„Þú hefðir ekki þurft að samsinna því!
„Stúlka mín, ég var ekki, að „samsinna
því, eins og þú kallar það. Ég gleymdi bara
að vera ósammála. Iívað gat ég gert? Það
hefði kostað fjölmargar útskýringar, ef ég
hefði átt. að fara að segja allan sannleik-
ann.“
„En þii vissir ofur vel, að ég vildi vita
sannleikann.“
„Að vísu,“ viðurkenndi hann. „En ég fékk
þó tíma til að — kasta mæðinni, ef svo ma
segja. Ég hugsaði mér alltaf að heimsækja
þig þegar þú kæmir hingað norður eftir og
segja þér hvernig í öllu lægi. Mér datt ekk*
í hug, að þú ættir eftir að verða svona óþæg1'
leg. Þá datt mér heldur ekki í hug, að Þu
liittir Nin í járnbrautarlestinni — það var
þó furðuleg tilviljun, finnst mér.“ Tlanu
virti hana fyrir sér tortrygginn og bætti við;
„Ég held þú hafir hitt hann þar af ráðm
um hug!“
Jill hristi höfuðið. „Það gerði ég ekki.“
250
H B IM IL I S B L A Ð 15