Heimilisblaðið - 01.08.1973, Qupperneq 8
kostnað, gegn því að ég fengi smávegis hagn-
að, þegar þar að kæmi.
„Smávegis hagnað!“ lirópaði liann. „Nei,
kemur ekki til mála. Þú ert bjargvættur
minn. Ég læt þig fá helminginn.“
„Nei, segðu þetta ekki“, sagði ég.
„Jú, öðruvísi verður það nú ekki!“
Hann vildi endilega hafa þetta þannig, svo
að ekki var imi annað að gera fyrir mig en
samþykkja það.
Þegar Jean hafði fengið einkaleyfið, gekk
hann svo rösklega til verks, að hann gerði
viðskiptasamning við franska, enska, banda-
ríska, þýska, ítalska og spánska verslunar-
menn, og strax í upphafi græddum við þús-
undir og síðar milljónir.
A nokkrum áruni urðum við stórauðugir.
Svo var það hjónabandið!
Ég var ástfanginn af Claudie Louvriges,
án þess ég ætti nokkra von um að hún endur-
gyldi ást mína. Hún var trúlofuð, og ekki
þurfti neina skarpskyggni til að sjá, að hún
var öl á eftir væntanlegum eiginmanni, sem
var myndarlegur ungur maður og svo lag-
legur að allar konur sóttust eftir honum.
Mér var hins vegar ljóst, að ég gæti aldrei
elskað aðra konu eins heitt og ég elskaði
Claudie, og ég er enn þann dag í dag viss
um, að það er rétt. Hún tók aftur á móti ekk-
ert eftir mér, og mér hefði fundist það bjána-
skapur að reyna að vinna hug hennar og
hjarta.
Mlmið þér eftir eldsvoðanum í Criterium
Palace?
Ég var staddur þar og sömuleiðis Louvri-
ges-fjölskyldan og tmnusti Claudiu. Það var
leikin leiðinleg revýa, og svo sást allt í einu
eldur og reykur á sviðinu.
Uppnámið sem varð, var tryllingslegt. Á-
horfendur æddu að útgöngudyrunum, ýttu
og brutust um og tróðu hver annan niður.
Maður 8á örvita karlmenn slá konur og troða
þær undir til að komast út.
Svo lengi sem ég lifi mun ég rnuna óhljóð-
in og hræðsluópin.
En einnig þama elti gæfan mig.
Þar sem ég sat mjög nærri útgöngudyrum,
var ég með þeim fyrstu til að komast frain
á ganginn og út. Þar var þegar mergð rnanns,
sem braust áfram og gerði útgönguna enn
erfiðari fyrir bragðið.
Skyndilega mundi ég eftir lítilli útgöngu
sem lá gegnum kjalarann og þaðan út á göt-
una.
Ég komst út úr hópnum á ganginuin, og
þegar ég var alveg að komast að gangdyrun-
um niður, kom ég auga á Claudiu, sem var
að yfirliði komin, en faðir hennar reyndi að
draga hana með sér.
Örfáum skrefum álengdar sá ég unnusta
hennar vera að olnhoga sig áfram í mann-
þrönginni með hörku og ljótu orðbragði.
Auðséð var, að liann skipti sér ekkert af því
livað varð um Claudiu, aðeins ef liann gæti
bjargað sínu eigin verðmæta lífi.
Þér getið ímyndað yður, að ég notaði mér
tækifærið. Ég tók ungu stúlkuna í fangið og
sagði við föður liennar, sem var örvita af
skelfingu:
„Fylgið mér eftir!“ Án frekari umliugsun-
ar gerði hann það.
Sem betur fór voru dyrnar að kjallara-
ganginum opnar, en það voru þær reyndar
venjulegast. Ég gekk niður tröppurnar og lir.
Louvriges á eftir mér. Við fórum þvert vfir
kjalaraganginn, og ekki leið á löngu þar til
við vorum komin út á götu. — Það er varla
erfitt fyrir yður að geta yður til ,um fram-
haldið.
Þannig gæti ég haldið áfram í lieila klukku
stund, og þér mynduð komast að raun uni,
að lánið hefur stöðugt leikið við mig.“
„Viljið þér freista gæfunnar í spilum . . .
í peningaspilum?“ spurði Flanard í spaugi.
„Satt að segja óska ég einskis frekar“.
„Veðjið þá á Mandragore, þá eruð þér ör-
uggur að tapa peningunum yðar.“
Latournerie fór óðara til og veðjaði á Man-
dragore. Tíu mínútum síðar hófst lilaup þar
sem sá liestur tók þátt . . . og tveim mínút-
um síðar heyrðist hrópað: „Mandragora
vinnur, Mandragore er að vinna!“
„Þarna sjáið þér,“ sagði Latournerie dap-
ur í bragði. „Nú fer ég héðan með tvöhundr-
uð þúsund franka!“
132
HEIMILISBLAÐIÐ