Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1973, Qupperneq 24

Heimilisblaðið - 01.08.1973, Qupperneq 24
um trjánna líkastar fiðrildum, sem nutu þess að fljúga frá blómi til blóms. Sjálfri fannst Jocelyn hún minna á Oskubusku, í ljósrauð- um léreftskjólnum sínum, og það kom illa við hana að hugsa til þess, að maðurinn sem átti allt þetta fagra umhverfi gat harla lítils notið af því, sem það hafði upp á að bjóða. — Verðlaun fyrir það sem þér eruðaðlmgsa um, sagði Blaize allt í einu. Hann lá við fæt- ur liennar með hendur hak við hnakka, og hún hafði einmitt verið að lvugsa um, hversu fullkominn og hraustlegur hann væri í sam- jöfnuði við blóður sinn. Hann leit brosandi í blá augu hennar, eins og hann væri að lesa hugsanir hennar. — Það eru ekki beint gleði- legar hugsanir sem þjóta um kollinn á yður núna, eða er það? — Nei, í rauninni ekki, svaraði hún. — Ég var að hugleiða hversu dapurlegt það er, að bróðir yðar skuli ekki geta notið neins af þessu . . . Og hún benti út yfir garðinn. Blaize liélt áfram að virða fyrir sér svip hennar, en leit síðan undan og yfir til vatns- bakkans handan við. —- Já, það er dapurlegt þetta með vesa- lings Lucien. — Er ekkert hægt að gera fyrir hann? — Nei, ég er liræddur um, að það sé von- laust. — Já, en hefur þá allt verið reynt? — Já, Lucien hefur farið til margra próf- essora og sérfræðinga. Blaize reis upp við dogg. — Hann varð fyrir slysi á hestbaki . . . en ég man lítið eftir því, því ég var lítið eldri þá heldur en þér voruð þegar þér kornuð til Irlands í fyrsta skipti. Hann leit nú beint í augu henni og spurði: — Hvers vegna sá ég vður ekki þá? Jocelyn þótti miður, að hann skyldi ekki lialda áfram að tala um Lucien, og hún svar- aði mjög stuttlega: . — Sjálfsagt vegna þess að þér hafið verið í einhverjum skóla, og svo geri ég ekki ráð fyrir, að þér hefðuð haft neinn sérstakan á- huga á mér á þeim tíma. — Nei, kannski ekki. En ég hefði samt munað það, ef ég hefði séð yður. Hún leit dálítið sposk á liann og sagði:- — Haldið þér það? Það efast ég mjög mikið um. — Það skuluð þér alls ekki efast um, því að ég er viss. Hún leit á hann; það var eins og hún kæm- ist ekki hjá augnaráði hans. En hvað augu hans voru dökk — það var eittlivað seiðandi við þau, enda þótt þau gætu stundum virzt furðu líflaus — öllu heldur: það var eitthvað dulmagnað við þau. Það var líkast því sem liann fælist í óopnanlegri skel . . . eins og enginn gæti lesið innstu liugsanir hans . . . og þó vissi hún, að hann vihli gjarnan lesa hennar eigin hugsanir. — Má ég nú heyra, livað þér voruð að liugsa um rétt í þessu, hélt hann áfram og brosti. Hefur minn gamli erkióvinur Hannah skakkað leikinn og sagt eitthvað ljótt um mig? 'Ég er dálítill hugsanalesari, og ég sé, að hún hefur varið yður við mér. Joelyn gramdist það, að henni hafði ekki betur en svo tekist að leyna hugsunum sín- um, en hún flýtti sér að svara: — Ég var alls ekki að hugsa um yður, Blaize. Ég var að hugsa um hið fagra lieimili yðar, Mount Clodagh, og ]>að hversu liam- ingjusöm þið hljótið að vera yfir því að búa á svona dásamlegum stað . . . og svo datt mér í liug, hvað hann bróðir yðar nýtur lítils af þessu öllu. — Já, Lucien verður örugglega síðastur Fitzgeraldanna hér á Mount Clodagh. Þann dag sem hann deyr . . . ja, maður vonar hann lifi sem lengst . . . en þá verður eignin ör- ugglega seld og peningamir látnir renna til fátækra og nauðlíðandi manna. Lucien liefur mikinn áliuga á þjóðfélagsmálum, og það cr ein af hugsjónum hans að gera þeim gott seni bágt eiga. — Já, það er fögur liugsun, en ekki er Iiægt að koma henni í framkvænul á meðan móðir yðar og þið bræðurnir eruð á lífi. — Við Artie munum varla hafa áhrif á fyrirætlanir hans, en hvað mömmu snertir skiptir að sjálfsögðu öðru ináli. Mamma elsk- ar Mount Clodagh, og Lucien tilbiður hana, þannig að það verður varla nokkur breyting á meðan hún lifir — að minnsta kosti ekki livað liana sjálfa snertir -— en þann dag sem Lucien er allur, þá er ég hræddur um að við Artie verðum að fara að vinna fyrir okkar daglega brauði. Jocelyn leit á hann efablandin, því lienni . 148 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.